Entries by Asgeir

Samfylkingin tvöfaldaði fylgið og fékk 7 þingmenn kjörna

Samfylkingin hlaut 12,1% fylgi á landsvísu og fékk 7 þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum sem fram fóru um helgina. Flokkurinn ríflega tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum. Nýir þingmenn flokksins eru Helga Vala Helgadóttir úr Reykjavík norður, Ágúst Ólafur Ágústsson úr Reykjavík suður, Guðmundur Andri Thorsson úr Suðvesturkjördæmi og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir úr Norðausturkjöræmi.  

Kjördæmaþing Samfylkingarinnar um allt land

Kjördæmaþing hafa verið haldin um allt land. Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum fyrir utan Norðvestur þar sem aukið kjördæmisþing mun velja í  fjögur efstu sætin á listanum. Í hinum kjördæmunum munu uppstillinganefndir skila tillögum að fullbúnum framboðslistum á kjördæmisþingi. Hér eru helstu dagsetningar er varðar kjördæmin: Suðurkjördæmi: Uppstilling, kjördæmisþing verður haldið þriðjudaginn 3. […]

Áfangasigur fyrir Haniye og Mary

„Það er ömurleg staða að þurfa að semja um þinglok bak við lokaðar dyr, þar sem öryggi og velferð barna var notað sem skiptimynt,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um samkomulag sem náðist milli formanna fimm flokka á Alþingi um þinglok. Samkvæmt samkomulaginu, sem allir flokkar nema Samfylkingin og Píratar eru aðilar að, verður þingi slitið […]

Mikill hugur í fólki á fjölsóttum baráttufundi í Gerðubergi

Samfylkingin á að fylgja hjartanu og leggja áherslu á hreinskilni og mannúð í komandi kosningabaráttu. Þetta er meðal þess sem lá fólki á hjarta á fjölsóttum fundi samfylkingarfólks í Gerðubergi í Reykjavík í kvöld. Samfylkingarfélögin í Reykjavík boðuðu til fundarins. Hann átti upprunalega að vera á Hallveigarstíg en þurfti að færa í stærra húsnæði vegna mikillar ásóknar. Logi […]

Landsfundi frestað – kosningar í vændum

Í ljósi fyrirhugaðra kosninga 28. október hefur framkvæmdastjórn tekið ákvörðun um að fresta landsfundi. Framkvæmdastjórn mun boða til flokkstjórnarfundar föstudaginn 6. október n.k. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. Undirbúningurinn fyrir kosningabaráttuna er þegar hafinn. Við munum þurfa margar vinnandi hendur, fólk úr öllum áttum sem getur lagt sitt af mörkum í sjálfboðavinnu fyrir málstaðinn. Við […]

Forgangsmál að tryggja Mary og Haniye ríkisborgararétt fyrir kosningar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ætla að leggja kapp á að frumvarp um ríkisborgararétt fyrir flóttastúlkurnar Mary or Haniye verði samþykkt fyrir kosningar. Frumvarpið var lagt fram í upphafi þings í síðustu viku og felur í sér að Mary og Haniye, flóttastúlkur sem senda á úr landi, fái ríkisborgararétt hér á landi ásamt fjölskyldum þeirra. […]

Er þetta ekki bara dæmigert minnihlutasvekkelsi? – ræða Guðjóns

Ræða Guðjóns S. Brjánssonar þingmanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 13. september 2017.  Frú forseti, góði landsmenn, Fallegt sumar er á hægu undanhaldi og dagarnir styttast.  Og mikil blessun væri það fyrir almenning í þessu landi ef það sama ætti við um núverandi ríkisstjórn, að dagar hennar færu líka að styttast […]

Norræna módelið – ræða Oddnýjar

Ræða Oddnýjar Harðardóttur þingflokksformanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 13. september 2017.  Frú forseti góðir landsmenn. Ameríski draumurinn er það kallað, þegar fátækt fólk getur tryggt sér og sínum góða afkomu og menntun, komist í álnir og bætt stöðu sína. Rannsóknir sýna hins vegar að sá draumur er mun líklegri til að rætast […]

Samúð og samkennd – ræða Loga

Ræða Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 13. september 2017.    Frú forseti, kæru landsmenn. Einhvern tímann hefði það þótt skynsamlegt, þegar forsætisráðherra semur stefnuræðu á sama tíma og fjármálaráðherra skrifar fjárlagafrumvarp, að þeir bæru örlítið saman bækur sínar. Það virðist þessum herramönnum þó ekki hafa dottið í hug. […]

Samfylkingin á Fundi Fólksins

Þingmennirnir okkar Logi Már Einarsson og Oddný G. Harðardóttir ásamt góðu fylgdarliði mættu til leiks á Fund Fólksins sem fór fram í þriðja sinn nú um liðna helgi. Lýðræðishátíðin var í þetta skiptið haldin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Samfylkingarfólk var áberandi í dagskránni. Ekki bara vegna okkar eigin viðburða heldur líka vegna þátttöku í […]