Entries by Asgeir

Fjárlagafrumvarp: áframhaldandi niðurskurður í heilbrigðisþjónustu þvert á fögur loforð

„Mér finnst það vera aumingjaskapur að draga saman þjónustu við okkar veikasta fólk í góðærinu,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni. Þar gagnrýnir hún harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í dag. Oddný bendir á að framlög til sérhæfðrar sjúkrahússþjónustu séu skorin niður um samtals 1.288 milljónir króna og varar við því að […]

Biður stjórnvöld um að fresta brottvísun Haniye

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur eðlilegt að brottvísun Haniye Maleki og föður hennar til Þýskalands verði frestað þar til Alþingi hefur fjallað um frumvarp Samfylkingarinnar um að þeim verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta kemur fram í bréfi sem Logi hefur sent dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Fréttir hafa borist af því að senda eigi […]

Samfylkingin leggur fram frumvarp um ríkisborgararétt Haniye og Mary

Samfylkingin leggur, strax eftir helgi, fram frumvarp um að veita stúlkunum Haniye og Mary, ásamt fjölskyldum þeirra, íslenskan ríkisborgararétt. Við höfum óskað eftir meðflutningi allra þingmanna og nokkrir hafa þegar svarað játandi. Í greinargerð með frumvarpinu segir: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1990. Alþingi heimilaði ríkisstjórn að […]

Logi: Ómannúðlegt að senda flóttastúlkur úr landi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir yfirvofandi brottvísun tveggja flóttastúlkna og segir ómannúðlegt taka þeim ekki opnum örmum. Til stendur að vísa tveim ungum stúlkum úr landi ásamt fjölskyldum sínum. Haniye er 12 ára og hefur verið á flótta ásamt föður sínum allt sitt líf. Mary er 8 ára og hefur verið búsett á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni […]

Sá siðlausasti vinnur

Fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um baráttuna um formannsembættið í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Kosningin fer fram næstu helgi og af umfjöllun fjölmiðla að dæma er hart barist um embættið. Svo hörð er baráttan að aðferðirnar sem ungliðarnir beita ættu að ofbjóða flestu sæmilega heiðarlegu fólki. Ásakanir um óheiðarlegar framboðsaðferðir beinast helst að framboði Ísaks Rúnarssonar, […]

Börn og jöfnuður

Það er þjóðarskömm að þúsundir barna á Íslandi geti ekki tekið þátt í félagsstörfum og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Börn í þessari stöðu tengjast oft ekki jafnöldrum sínum og skólafélögum félagslega, verða út undan og eru vansæl. Og tónlistarnám á Íslandi er nánast einungis […]

Landsfundur 27.-28. október 2017

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 27.-28. október í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Landsfundur er opinn öllum flokksfélögum Samfylkingarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Aðildarfélögum ber að kjósa kjósa atkvæðisbæra fulltrúa úr hópi félagsmanna sinna. Ef þú hefur áhuga á að fara á landsfundinn og taka þátt í starfi Samfylkingarinnar sem fulltrúi félagsins þá skaltu endilega hafa samband […]

Rekstur Reykjavíkurborgar fram úr björtustu vonum – skuldir halda áfram að lækka

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var jákvæð um ríflega 3,6 milljarða króna. Niðurstaðan er 2,5 milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir. Skuldir borgarinnar hafa lækkað um 41 milljarð á kjörtímabilinu. Fjárfest í velferð ,,Þetta gerir okkur kleift að bæta við fjárframlögum í skólamál, velferðar- og húsnæðismál og endurnýjun innviða,” segir Dagur B. […]

Aukum jöfnuð

Í nýrri könnun ASÍ kemur fram að skattar hafa hækkað á alla tekjuhópa frá árinu 1998, langmest á þá tekjulægstu. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár, lengst af í öndvegi. Hann hefur horn í síðu skatta og lítur alls ekki á þá sem leið til tekjujöfnunar. Þess vegna hefur […]

Tillaga um kvöld- og næturstrætó samþykkt – „Þetta snýst um jöfnuð“

Á stjórnarfundi Strætó í dag var samþykkt að framlengja aksturstíma strætisvagna til kl 01 á kvöldin og innleiða næturakstur um helgar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Strætó og varaformaður Samfylkingarinnar, lagði fram tillöguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir að framlengdur aksturstími snúist um jöfnuð – allir eigi að hafa tækifæri til að koma sér á […]