Entries by Asgeir

Sættir sig ekki við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu – „Takk Óttarr Proppé“

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ekki sátt við Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, í færslu á Facebook í dag. Þar gagnrýnir hún opnun einkasjúkrahúss á sama tíma og „hægribandalagið“ sker niður framlög til opinbera heilbrigðiskerfisins þvert á innan við árs gömul kosningaloforð. Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að heilbrigðisráðherra verði óheimilt að semja við einkaaðila um rekstur […]

Eitt eilífðar námslán

Aukin þekking og menntun í hvaða mynd sem er leiðir almennt til víðsýni og umburðarlyndis, eflir og bætir samfélög. Á Íslandi hafa viðhorfin til fyrirgreiðslu við námsfólk þróast með öðrum hætti en í nágrannalöndum. Síðasta aldarfjórðung hefur verið horft á fjárhagslega námsaðstoð í meginatriðum sem hefðbundin lán sem greiðast skuli til baka að fullu, verðtryggð. […]

Hlutverk kennara

Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun […]

Kveðja frá formanni í aðdraganda landsfundar

Ágæti félagi. Það er sagt að kötturinn hafi níu líf og það þykir mikið.  Guð má vita hvað mörg líf stjórnmálaflokkar eiga en ég er þó sannfærður um að Samfylkingin á langt líf fyrir höndum og hugsjónir okkar jafnaðarmanna eru eilífar.  Hugsjónir eru eins og lækurinn; finna sér alltaf farveg. Okkar verkefni er að sjá til þess að sá […]

Ljótur leikur

Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að auka jöfnuð landsmanna; eyða fátækt og bæta kjör þeirra sem standa höllum fæti. Yfir sex þúsund íslensk börn búa við fátækt. Það gera margir öryrkjar einnig og hafa ekki uppskorið í góðærinu síðustu ár. Aldraðir lifa sumir við nagandi óöryggi og skort. Ungt fólk hrekst milli íbúða á ótryggum […]

Börnin okkar

Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki […]

Himnesk heilbrigðisþjónusta

Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjölmiðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Meðeigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra. Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið […]

Afhjúpandi áætlun

Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum […]

Eldhúsdagur: Guðjóns S. Brjánsson

Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi þann 29. maí 2017. Guðjón S. Brjánsson talaði fyrir hönd Samfylkingarinnar ásamt Loga Einarssyni, formanni.   Virðulegur forseti, kæru landsmenn, það vorar á Íslandi, birtir um allt, gróandinn er í algleymingi hvert sem litið er.  Það árar líka vel í samfélaginu, tekjur hins opinbera jafnt sem fyrirtækja nálgast áður óþekktar […]

Eldhúsdagur: Logi Einarsson

Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi þann 29. maí 2017. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir hönd Samfylkingarinnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni.    Ræða Loga í fyrstu umferð: Frú forseti.  Það er vissulega forvitnilegt fyrir nýjan þingmann að horfa um öxl og gera upp þingveturinn. Það var súrt að ekki skuli hafa tekist að mynda stjórn […]