Entries by Asgeir

Jafnaðarmaður vikunnar – Jónas Már Torfason

Nafn: Jónas Már Torfason Starf: Laganemi. Sit í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna. Fjölskylduhagir: Ég bý hjá foreldrum mínum, Ölmu Möller og Torfa Jónassyni, bæði læknar og á eldri systur, Helga Kristín. Lýstu þér í sex orðum: Orkumikill, annarshugar, hress, ástríðufullur, skapstór og glaður. Hvað gerir þú í frítímanum? Ég les talsvert mikið, undanfarið mikið af ævisögum […]

Aldraðir, eru til peningar?

Nokkrum dögum fyrir alþingiskosningarnar 2013 ritaði formaður Sjálfstæðisflokksins eldri borgurum bréf þar sem hann tíundaði loforð um átak í þeirra þágu. Það átti snarlega að afnema kjaraskerðingu, lækka fjármagnstekjuskatt og afnema tekjutengingar ellilífeyris. Sjálfstæðisflokkurinn hjarir enn við völd og allt hefur þetta verið sniðgengið svo ekki sé dýpra tekið í árinni, enn bíða aldraðir og […]

Að pissa í skóinn sinn

Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undanbrögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð. Síðasta haust voru framhaldsskólarnir plataðir til að sættast á styttingu úr fjórum árum í þrjú undir því yfirskini að það ætti að styrkja fjárhagsgrunn þeirra. Fyrrverandi menntamálaráðherra sór að við þetta yrði staðið en nýr ráðherra […]

Í vikulokin 8. til 14. maí

Við í þingflokki Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands á Alþingi létum til okkar taka dagana 8. maí – 14. maí 2017 eins og við var að búast. Vikan byrjaði á þingflokksfundadegi og við í þingflokki Samfylkingarinnar fengum til okkar fulltrúa í málefnahópnum okkar um efnahags- og fjármál til að gefa okkur endurgjöf á umsögn Guðjóns um málefni […]

Fiskur á silfurfati

Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknastofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu 10 fiskveiðiár þrátt fyrir lakari mælingar. Ríkisstjórnin, með sjávarútvegsráðherra Viðreisnar í fararbroddi málaflokksins, vill ekki breyta lögum um fiskveiðistjórnun svo hægt sé að […]

Í vikulokin 2. til 5. maí

Við í þingflokki Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands á Alþingi létum til okkar taka dagana 2. maí – 5. maí 2017 eins og við var að búast. Við minntumst þess að þann 2. maí varð EES samningurinn 25 ára. EES-samningurinn er umfangsmesti og mikilvægasti milliríkjasamningur, sem íslenska lýðveldið hefur gert. Með gildistöku hans 1994 stækkaði heimamarkaður okkar […]

Samfylkingin á flugi: „Menn munu átta sig á hverjir eru trúverðugir málsvarar jafnaðarstefnunnar“

Samfylkingin mælist með 10,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR og hækkar um tæp tvö prósentustig milli kannana. Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist jafnt og þétt frá síðustu Alþingiskosningum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er ánægður með fylgisaukninguna. „Með staðfestu og samkvæmni munum við hægt og rólega sjá stíganda í fylgi,“ segir Logi. „Menn munu átta sig á hverjir eru […]

Í vikulokin

Við í þingflokki Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands á Alþingi létum til okkar taka dagana 21. apríl – 1. maí 2017 eins og við var að búast. Eftir ágætis páskafrí þar sem batteríin voru hlaðin fyrir baráttuna framundan fyrir jöfnuði og réttlæti, mætti ég á Morgunvaktina á Rás 1 föstudaginn 21. maí. Tilefnið var 100 daga líftími […]

1. maí ræða Loga

1. maí ræða Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar flutt á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í Iðnó, 2017.  Á hundrað árum hefur Ísland þróast frá örbyrgð til ríkidæmis. Við höfum margsinnis mætt andstreymi en ævinlega sigrast á því. Okkur tókst t.d. að rísa á fætur eftir hrunið, þökk sé, nýjum fiskistofnum, gríðarlegum vexti ferðaþjónustunnar en alls ekki […]

Í vikulokin

Við í þingflokki Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands á Alþingi létum til okkar taka dagana 27. mars – 6. apríl 2017 eins og við var að búast. Við lögðum fram nokkur mál í lok mars, s.s. aðgerðir til að bregðast við kennaraskorti, niðurfelling námslána við 67 ára aldur, myndlistarnám fyrir börn og viðbrögð við nýrri tæknibyltingu. Á […]