Entries by Eva

Frambjóðendur í Suðvesturkjördæmi

Í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi komu sex frambjóðendur fram í fyrstu þrjú sæti listans. Framboðsfrestur rann út kl 19 í dag. Kosning er bindandi í fjögur efstu sæti og raðað samkvæmt paralista. Þá verður tryggt að í einu af efstu þremur sætunum, verði einstaklingur 35 ára eða yngri. Eftirtaldir gefa kost á sér: Árni Páll Árnason […]

12 frambjóðendur í Reykjavík

Tólf frambjóðendur gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 29. október. Framboðsfrestur rann út kl. 19 í dag. Kosið verður í átta sæti og gildir flokksvalið fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. Raðað verður á lista í báðum kjördæmum með aðferðum paralista. Þá verður tryggt að í einu af þremur efstu sætum í báðum kjördæmum […]

Flokksval fyrir alþingiskosningarnar 2016

Kjördæmis- og fulltrúaráð Samfylkingarinnar hafa ákveðið fyrirkomulag við val á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar 29. október. Í Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi fer fram flokksval 8.-10. september næstkomandi sem verður opið til þátttöku fyrir félaga í Samfylkingunni og þau sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Í Norðvesturkjördæmi fer fram flokksval fyrir félaga í Samfylkingunni 8.-10. september en í […]

Flokksval í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík heldur rafrænt  flokksval 8-10. september þar sem flokksmenn og þeir sem hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu við flokkinn raða í efstu sætin á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Niðurstöður flokksvalsins verða bindandi fyrir átta efstu sætin, þ.e. fjögur í hvoru Reykjavíkurkjördæminu.  Pörun verður beitt við uppröðun á listana. Auk þess sem frambjóðandi 35 ára […]

Flokksval í Suðvesturkjördæmi

Flokksval Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður haldið 8.-10. september næstkomandi. Flokksvalið er opið öllum félögum í Samfylkingunni í kjördæmi og þeim sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna. Bindandi kosning er í 4 efstu sæti flokksvalsins þar sem paralisti ræður röð frambjóðenda skv. grein 5.5. í skuldbindandi reglum flokksins um aðferðir við val á framboðslista. Auk þessa […]

Flokksval í Norðvesturkjördæmi

Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið 8.-10. september næstkomandi. Kjörstjórn auglýsir eftir framboðum en frambjóðendur í flokksvalinu geta þeir verið sem eru félagar í Samfylkingunni og hafa kjörgengi í kjördæminu. Framboðsfestur er til miðnættis 19. ágúst 2016. Framboðum ásamt meðmælalista skal skila til formanns kjörstjórnar Geir Guðjónssonar, nánari upplýsingar í síma  698 1036.

Uppstilling í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi hefur falið kjörstjórn, sem kosin var á kjördæmisþingi sl. vor að undirbúa tillögu að uppstillingu á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Kjörstjórn hvetur þá sem hafa hug á að taka sæti á framboðslistanum eða hafa ábendingar um vænlega frambjóðendur að hafa samband við einhvern eftirtalinna: Unnar Jónsson – unnar@live.com, gsm 660 9032 Ingólfur Freysson – […]

Mörg sóknarfæri fyrir Samfylkinguna

Yfir 30 prósent landsmanna telja það koma til greina að kjósa Samfylkinguna í alþingiskosningunum 29. október. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samfylkinguna. Könnunin var gerð frá 26 júlí til 8 águst sýnir að þrátt fyrir fylgismælingar undangenginna mánaða eru fjölmargir tilbúnir að skoða með opnum hug að kjósa Samfylkinguna. Til […]

Akureyri heimsótt

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og Logi Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar, lögðu land undir fót og heimsóttu stofnanir og félög á Akureyri nýverið.  Oddný og Logi heimsóttu Verkalýðsfélagið Einingu-Iðju sem er stærsta stéttarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins. Þar tóku á móti þeim þau Björn og Anna. Þau hafa áhyggjur af því að eftirlit ríkisskattsstjóra með ferðaþjónustufyrirtækjum sé ekki fjármagnað […]

Flokksval í Reykjavík og ungt fólk í forystu

Húsfyllir var á Hallveigarstíg í gærkvöld á fundi Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samþykkt var á fundinum að boða til flokksvals með þátttöku flokksmanna og stuðningsmanna dagana 8. –10. september. Kosið var á milli fjögurra tillagna. Kjörstjórn mun óska eftir tilnefningum og birta þær svo flokksmönnum en valnefnd mun raða í þau sæti sem ekki eru bundin, þ.e. frá og […]