Biður stjórnvöld um að fresta brottvísun Haniye

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur eðlilegt að brottvísun Haniye Maleki og föður hennar til Þýskalands verði frestað þar til Alþingi hefur fjallað um frumvarp Samfylkingarinnar um að þeim verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta kemur fram í bréfi sem Logi hefur sent dómsmálaráðuneytinu, Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Fréttir hafa borist af því að senda eigi feðginin úr landi næstkomandi fimmtudag.

Samfylkingin vill að hinni 11 ára gömlu Haniye frá Afganistan og hinni 8 ára gömlu Mary frá Nígeríu og fjölskyldum þeirra verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp þess efnis verður lagt fram um leið og 147. löggjafarþing verður sett þann 12. september.

Færsla Loga: