Almennar fréttir

Gleðilegan baráttudag!

Samfylkingin óskar íslensku verkafólki til hamingju með daginn.✊🏼🌹Hér er smá hugvekja í tilefni hans eftir rithöfundinn og þingmanninn okkar hann Guðmund Andra Thorsson:

___________________

BYRÐAR OG GÆÐI

Um það snýst þetta allt. Við skiptumst í flokka og fylkingar eftir afstöðu okkar til þess hvernig við skiptum sameiginlegum gæðum og deilum sameiginlegum byrðum. Við skiptumst í jafnaðarmenn og ójafnaðarmenn. Um þetta snúast stjórnmál – og um það hvort við aðhyllumst almenn réttindi eða forréttindi fárra, raunverulegt frelsi til athafna og tjáningar eða rétt hins freka til að sitja yfir hlut annarra eða ausa hatri yfir saklaust fólk.

Ójafnaðarmenn vilja að „markaðurinn“ ráði; þeim finnst að markaðurinn sé eins og alvitur og óskeikull guð úr gamla testamentinu sem er heldur í nöp við fólk, dyntóttur og sífellt að leggja óþarfar prófraunir á saklaust fólk sem ekki hefur annað til saka unnið en að vilja vera til. En rétt eins og við trúum lengur fæst á slíkt ranglátt afl sem stýri veröldinni utan við okkar vilja þá föllumst við ekki á óskeikulleika markaðarins, sem er bara manngerður vettvangur og lýtur þeim reglum sem við setjum honum.

Jafnaðarmenn vilja deila sameiginlegum gæðum sem jafnast en ekki sem ójafnast eins og ójafnaðarmenn.

Jafnaðarmenn vilja skipta byrðunum þannig að enginn þurfi að sligast undan tilveru sinni. Ójafnaðarmenn aðhyllast samfélag þar sem sumir missa krónu á móti krónu sem þeir fá en aðrir fá milljón fyrir hverja krónu sem þeir láta af hendi rakna.

Jafnaðarmenn vilja hjálpast að, eiga samfélag um hlutina, frekar en „hinn sterki“ ráði, auðvaldið neyti aflsmunar til að gera út um hlutina. Launafólk tekur höndum saman með því að bindast samtökum um mannsæmandi laun og boðleg lífskjör, í húsnæðismálum og verðlagsmálum. Innan raða verkalýðsfélaganna á fólk sem stendur höllum fæti að geta fundið skjól og afl til að bæta kjör sín, ekki síst nýir íbúar landsins.

Jafnaðamenn vilja sterkt sameiginlegt kerfi kringum heilbrigðismál og skólamál og önnur velferðarmál þar sem starfsfólk fær sanngjörn laun sem endurspegla ábyrgð þess. Jafnaðarmenn vilja öflugt atvinnulíf þar sem fyrirtæki geta blómstrað og skilað arði, bæði fyrir eigendur sína og samfélagið allt. Jafnaðarmenn telja að leita þurfi leiða til að lækka vaxtabyrði á heimilum og fyrirtækjum og við í Samfylkingunni teljum að það verði einungis gert með nýjum gjaldmiðli, evru, og fullri aðild að Evrópusambandinu.

Kannski er munurinn á vinstri og hægri hér á landi ekki síst fólginn í þessu: Jafnaðarmenn vilja að markaðsöflin njóti sín í framleiðslugreinum, sjávarútvegi, landbúnaði,ferðaþjónustu, nýtæknigreinum … þar sé fyrirgreiðsla ríkisins lítil og afskipti í lágmarki, enda séu greiddir sanngjarnir skattar af þeim mikla arði sem myndast af afnotum á sameiginlegum auðlindum okkar en hins vegar sé opinber rekstur reglan í umönnunarstörfum. Ójafnaðarmenn vilja hins vegar að ríkið styðji sem mest við þjónustugreinarnar, frumframleiðslugreinarnar og sé með puttana þar í útdeilingu gæða á borð við kvóta – en að markaðsöflin leiki lausum hala þegar kemur að umönnunarstörfunum.

Jafnaðarmenn sameinast um þessa hugsjón: jöfnuð, réttlæti, frelsi. Svo erum við ósammála um alls konar hluti og hnakkrífumst um hvaðeina. Þannig á það líka að vera, þó við höfum að vísu, íslenskir vinstri menn, nánast gert það að listgrein að vera ósammála og verið ótrúlega fundvís á blæbrigði í ágreiningi sem við þaulræktum og stofnum helst nýjan flokk um …

Við erum misjafnlega skilningsrík á þarfir fyrirtækjanna á markaði, athafnafrelsi einstaklinga, misjafnlega tortryggin á einkarekstur en það er líka stöðugt úrlausnarefni að finna út úr því hvernig við skiptum á milli okkar gæðunum sem landið okkar býður okkur takmarkalausar og deilum byrðunum sem lífið færir okkur. Því allt snýst þetta um það: Gæði og byrðar.

You have the right to vote!

 Can I vote?If one of the following applies to you, you can vote in the coming municipal elections on the 26th of May 2018:

 • Nordic nationals 18 and olderhave the right to vote after three consecutive years of legal residence. For the elections on May 26th, this means that you must have been a resident since before May 26th, 2015.
 • All other foreign nationals 18 and olderhave the right to vote after five consecutive years of legal residence. For the elections of May 26th, this means that you must have been a resident since before May 26th 2013.

Why should I vote?

Maybe you are asking yourself, why bother voting? What does it really matter to me? Well, it matters a lot. In a small society like Iceland, every single vote counts, so much more than in other countries. Moreover, municipal elections are about what really matters to most of us. Your vote will have an impact on deciding who will be running the city and making the decisions that will affect the lives of all of us. Local elections are directly connected to the schools our children go to, housing for us and our families, public transport, social welfare and so on. These are the things we cast our vote for on May 26th!

Why should I vote for Samfylkingin?

Samfylkingin is what most of us know as Social Democrats. Immigrant issues are really what the core of Social Democracy is all about: equal opportunities for each and every one in our society. At Samfylkingin, we believe in social fairness: providing quality education not just for the rich, making sure housing is affordable for all, improving public transport, ensuring there is the same pay for the same job regardless of gender and nationality, and most importantly, building Reykjavík together. This is your home, too!

At Samfylkingin we embrace diversity, we believe that diversity make us stronger and better. But we also believe in what unites us, we care for our families and social justice. We will make sure all voices are heard in building a fair society through intercultural dialogue and understanding.

Jeśli dotyczy cię jednen z poniższych punktów to znaczy, że możesz głosować w wyborach samorządowych 26 maja 2018r. :

Obywatele krajów nordyckich, którzy ukończyli 18 lat: Po trzech latach nieprzerwanego pobytu na Islandii, na stałe mieszkający w kraju od 26 maja 2015 roku.

Obywatele pozostałych krajów, którzy ukończyli 18 la: Po pięciu latach nieprzerwanego pobytu na Islandii, posiadający stały meldunek w kraju od 26 maja 2013 roku.

¡Tienes derecho a votar! Si cumples alguno de los siguientes requisitos, tienes derecho a votar en las elecciones municipales el 26 de mayo de 2018:

 • Ciudadanos de los países nórdicos mayores de 18 años tienen derecho a votar después de tres años consecutivos de residencia legal. Para las elecciones del 26 de mayo, esto significa debes tener registrada residencia legal desde antes del 26 de mayo de 2015.
 • Ciudadanos de cualquier otro país mayores de 18 años tienen derecho a votar después de 5 años consecutivos de residencia legal. Para las elecciones del 26 de mayo, esto significa debes tener registrada residencia legal desde antes del 26 de mayo de 2013.

Yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar

Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra.

Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans.

Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst.

Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang

Páll Valur leiðir Samfylkinguna í Grindavík

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26.maí var kynntur í dag. Listinn er fjölbreyttur en á honum má sjá ný andlit í bland við mikla reynslu. Páll Valur Björnsson kennari og varaþingmaður leiðir listann og í öðru sæti er Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og síðan í þriðja sæti kemur nýr inn Alexander Veigar Þórarinsson kennari og knattspyrnumaður. Hópurinn er spenntur fyrir baráttunni sem framundan er.

„Grindavík er öflugt samfélag sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og við viljum gera gott samfélag betra.“  Segir Páll Valur oddviti listans.

Listinn í heild sinni:

1. Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður

2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi

3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður

4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari

5. Sigurður Enoksson, bakarameistari

6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri

7. Björn Olsen Daníelsson flugvirki

8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari

9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi

10. Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, bakari og konditor

11. Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður

12. Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari

13. Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari

14. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri

Fullt hús í Gamla bíó er Samfylkingin í Reykjavík kynnti stefnuna

Fullt var út úr húsi í Gamla bíó dag þegar Dagur B. Eggertsson borgartjóri kynnti helstu áherslumál flokksins og  Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem fór yfir farin veg og árangur meirihlutans. Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri fór með gamanmál, KK spilaði nokkur lög og hljómsveitin Sykur lauk fundinum með laginu Reykjavík. Saga Garðarsdóttir leikkona var fundarstjóri. Fundurinn markaði upphafið af  kraftmikilli og jákvæðri kosningabaráttu flokksins.

Borgarlína, Miklabraut í stokk, leikskóli fyrir 12-18 mánaða og húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur eru meðal kosningamála Samfylkingarinnar í vor.

 

Í máli borgarstjóra kom  fram að á kjörtímabilinu hafi tíðni á helstu leiðum strætó verið aukin, næturstrætó farið að ganga og forgangur strætó í akstri hafi aukist til muna auk þess sem farþegum fjölgar hröðum skrefum. Næsta verkefni í almenningssamgöngum sé að klára samninga við ríkið og hefja framkvæmdir við borgarlínu á næsta ári. Borgin geti þá nýtt fjárhagslegan styrk sinn til að koma henni enn hraðar af stað.

Þá kom fram mikilvægi þess að leggja Miklubraut í stokk þar sem Reykjavíkurborg gæti tryggt fjármagn til stokksins þótt framlög ríkisins komi inn á lengri tíma. Stokkurinn væri mikilvægur til að auka öryggi, tengja hlíðarnar sitthvorumegin götunnar og hefja uppbyggingu ofan á stokknum. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg bjóðist til að fjármagna sérstakt félag rikis, borgar og annarra sveitarfélaga sem myndi ráðast í þessi verkefni strax, þótt greiðslur ríkis og annarra kæmu til á lengri tíma. Þannig myndu jákvæð áhrif umferð, umhverfi og uppbyggingu koma fram strax á næstu árum.

Borgarstjóri sagði að borgin hafi aldrei verið eins fjölbreytt, skemmtileg og spennandi. Mesta íbúafjölgun í 30 ár eigi sér nú stað í Reykjavík og aldrei hafi fleiri íbúðir farið í uppbyggingu á nokkru öðru kjörtímabili í sögu borgarinnar. Samfylkingin vill halda áfram að tryggja húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa, fjölga félagslegum íbúðum og halda áfram að bjóða fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði en um leið hvatti borgarstjóri sveitarfélög í kraganum til að taka þátt í uppbyggingu húsnæðis fyrir þá allra verst settu – skattgreiðendur í Reykjavík geti ekki einir og sér borið ábyrgð á þeim hópi sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu og landsins alls eiga að bera sameiginlega.

Næsta verkefni á sviði húsnæðismála væri að tryggja ungu fólki og fyrstu kaupendum 500 íbúðir í Gufunesi, Úlfarsárdal, B ryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og á lóð Stýrimannaskólans.

Borgarstjóri sagði í ræðu sinni að manneklan á leikskólum borgarinnar væri á góðri leið en áfram verði viðvarandi verkefni að fjölga starfsfólki. Næsta verkefni sem hægt væri að ráðast í á næsta kjörtímabili væri að klára uppbyggingu leikskólana og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Byggja þurfi 6 nýja leikskóla og fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu, opna sjö nýjar ungbarnadeildir og sex nýjar leikskóladeildir þar sem eftirspurnin er mest strax í haust. Á kjörtímabilinu verði hægt að bjóða 12-18 mánaða börnum pláss á leikskólum borgarinnar.

 

Samfylkingin í Reykjavík hefur komið í lofti heimasíðu þar sem nálgast má stefnuna í heild sinni: https://xsreykjavik.is/ 

Framboðslisti Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi kynntur

Framboðslisti Samfylkingarinnar og annnars félagshyggjufólks í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26.maí var samþykktur í kvöld á fjölmennum og líflegum fundi. Listinn er fjölbreyttur en á honum má sjá ný andlit í bland við mikla reynslu. Silja Jóhannesdóttir kemur ný inn og leiðir listann og í öðru sæti kemur Benóný Valur Jakobsson inn. Kjartan Páll og Jónas Hreiðar, sem voru í efstu sætum árið 2014 og eru bæjarfulltrúar, taka sjötta og áttunda sæti á listanum.

Listinn er þannig skipaður:

 1. Silja Jóhannesdóttir,                    verkefnastjóri í atvinnuþróun    Húsavík
 2. Benóný Valur Jakobsson            verslunarmaður                            Húsavík
 3. Bjarni Páll Vilhjálmsson             ferðaþjónustubóndi                     Reykjahverfi
 4. Ágústa Tryggvadóttir                  hjúkrunarfræðingur                     Húsavík
 5. Jóna Björk Gunnarsdóttir         BA í mannfræði                              Húsavík
 6. Jónas Hreiðar Einarsson            rafmagnsiðnfræðingur                Húsavík
 7. Rebekka Ásgeirsdóttir                hjúkrunarfræðingur                     Húsavík
 8. Kjartan Páll Þórarinsson             íþrótta- og tómstundafulltrúi   Húsavík
 9. Berglind Pétursdóttir                   viðskiptafræðingur                      Húsavík
 10. Gunnar Illugi Sigurðsson            hljómlistarmaður                         Húsavík
 11. Bryndís Sigurðardóttir                verkefnastjóri/Öxarfjörður í sókn  Kópaskeri
 12. Guðmundur Árni Stefánsson      nemi                                               Húsavík
 13. Ruth Ragnarsdóttir                     aðstoðarleikskólakennari            Húsavík
 14. Jónas Friðrik Guðnason             bókavörður og textahöfundur    Raufarhöfn
 15. Jóna Björg Arnarsdóttir              förðunarfræðingur                       Húsavík
 16. Þorgrímur Sigurjónsson             verkamaður                                   Húsavík
 17. Guðrún Kristinsdóttir                  grunnskólakennari                      Húsavík
 18.   Hrólfur Þórhallsson                   skipstjóri                                       Húsavík.

Fjármálaáætlun veldur vonbrigðum

„Þótt ég hafi kannski vitað í grófum dráttum hvað var í vændum eftir að hafa lesið fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, verð ég að viðurkenna að ég leyfði mér að vona að áhrif Vinstri-grænna yrðu til þess að framlög myndu nægja betur til að takast á við bráðavanda ýmissa innviða, grípa til varna fyrir lág- og millitekjufólks og til þess að milda hömlulausa hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að skattamálum.” sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í lokaorðum á Alþingi í umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Lesa má ræðu Loga í heild sinni hér.

Eftir loforðaflaum í síðustu kosningum biðu margir eftir þessu mikilvæga plaggi sem fjármálaáætlunin er – því það sýnir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar svart á hvítu.

Ríkisstjórnin hefur í kjölfarið komið fram með stórkostlegar yfirlýsingar stjórnarliðsins um að fram undan sé mikil uppbygging heilbrigðis- og velferðarkerfisins, samgöngu og menntakerfisins – en ein af annarri hafa þær verið hraktar af stjórnarandstöðunni, forstöðumönnum, viðskiptalífi og almenningi.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnir enga framsýni í fjármálaáætlun. Í henni birtist gamaldags hægri stefna sniðin að sérhagsmunum efsta lags samfélagsins og allar líkur eru á að hún auki misskiptingu í landinu.

Raunar má segja að í þessu felist bæði hagstjórnarleg mistök og kosningasvik, þar sem stórsókn í innviðauppbyggingu er langt frá því sem flokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Betra hefði verið að afla tekna fyrir útgjöldum: Hlífa fólki með lágar og meðaltekjur en sækja tekjur til þeirra sem allra best hafa það.

Þótt hægt sé að benda á jákvæða punkta í áætluninni er forgangsröðunin röng og þingmenn Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt eftirfarandi atriði harðlega:

 • 20-30 milljarða tekjur eru gefnar eftir á toppi uppsveiflunnar sem aðallega gagnast þeim tekjuhæstu og bönkum
 • Barnabætur og vaxtabætur standa í stað
 • Tekjuskattbreytingarnar gagnast þeim tekjuhæstu þrisvar sinnum betur en tekjulægstu
 • Framlög til aldraðra og öryrkja samsvarar aðallega fjölgun þessara hópa
 • Samneysla dregst saman næstu fimm ár þvert á loforð
 • Framhaldsskólarnir fá nánast ekki krónu í viðbót
 • Háskólarnir fá þrisvar sinnum minna en ríkisstjórnin lofaði
 • Framlög til samgöngumála eru allt of lág til að mæta bráðavanda og ná ekki einu sinni 10 ára meðaltali framlaga til málaflokksins
 • Nægt rekstrarfé til spítalanna ekki tryggt.
 • Framlög til uppbyggingar leiguíbúða er lækkað um helming
 • Framlög til ferðamála lækka
 • Veiðigjöld og hvers kyns auðlindarenta stendur í stað
 • Framlög til menningar, lista, íþrótta og æskulýðsmála lækka

Ríkisstjórnin á að senda skýr skilaboð um bættan hag barna, ungra fjölskyldna á Íslandi og þeirra sem minnst hafa handa á milli, með því að styrkja húsnæðiskerfið, húsnæðis- og vaxtabætur, barnabætur og hækka persónuafsláttinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gerir ekkert af þessu.

 

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Borgarbyggð

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi í kvöld á fjölmennum og líflegum fundi! Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann.

Frambjóðendur eru eftirfarandi:
1. Magnús Smári Snorrason sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarnesi
2. María Júlía Jónsdóttir hársnyrtimeistari, Borgarnesi
3. Logi Sigurðsson sauðfjárbóndi, Steinahlíð í Lundarreykjadal
4. Margrét Vagnsdóttir sérfræðingur á fjármálasviði við Háskólann á Bifröst
5. Guðmundur Karl Sigríðarson framkvæmdastjóri Landnámsseturs Borgarnesi
6. Sólveig Heiða Úlfsdóttir háskólanemi, Borgarnesi
7. Jón Arnar Sigurþórsson varðstjóri, Borgarnesi
8. Dagbjört Diljá Haraldsdóttir nemi við Mennntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi
9. Sölvi Gylfason kennari og knattspyrnuþjálfari, Borgarnesi
10. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, Borgarnesi
11. Ívar Örn Reynisson framkvæmdastjóri, Ferjubakka IV
12. Guðrún Björk Friðriksdóttir viðskiptafræðingur og verkefnastjóri Háskólanum á Bifröst, Skálpastöðum
13. Jóhannes Stefánsson húsasmiður, Ánabrekkku
14. Kristín Frímannsdóttir grunnskólakennari, Borgarnesi
15. Haukur Valsson slökkviliðismaður og sjúkraflutningamaður, Borgarnesi
16. Ingigerður Jónsdóttir eftirlaunaþegi, Borgarnesi
17. Sveinn G. Hálfdánarson fyrrverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands, Borgarnesi
18. Geirlaug Jóhannsdóttir sveitastjórnarfulltrúi, Borgarnesi

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar: Millitekju- og láglaunafólk ber byrðarnar

Fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ber þess ekki mikil merki að Vinstri-grænir hafi komið að gerð hennar. Í áætluninni birtist hægri stefna þar sem tekjuháum og fjármagnseigendum er hyglt á kostnað á lág- og millitekjuhópa.

Boðuð skattabreyting á neðra skattþrepi skilar tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, einn hópa gegn áhrifum verðbólgu þegar kemur að fjármagnstekjuskattinum og lækka á sérstaklega bankaskattinn.

Barnabætur og vaxtabætur haldast algjörlega óbreyttar – næstu fimm árin. Það er ólíðandi og þvert á loforð forsætisráðherra.

Menntasóknin sem var lofað er ekki sjáanleg. Raunhækkun til framhaldsskólanna er lítil sem engin, framlög til háskólanna svara ekki þörfum og ljóst að meðaltali Norðurlanda verður ekki náð á þessu kjörtímabili. Þetta bætist við nýjar úthlutunarreglur LÍN sem stúdentar hafa lýst vonbrigðum sínum yfir síðustu daga. Þar stendur frítekjumark í stað og framfærsla hækkar óverulega.

Húsnæðisstuðningur minnkar töluvert en gert er ráð fyrir helmingi lægri fjárhæð til byggingu leiguíbúða á næstu árum. Á sama tíma hefur þörfin sjaldan verið brýnni.

Framlög til menningar, lista, íþrótta og æskulýðsmála lækka.

Hækkanir til aldraðra og öryrkja eru fyrst og fremst vegna fjölgun þessara hópa.

Ríkisstjórnin hampar framlögum til samgöngumála en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að framlögin hækka fyrst en lækka svo snögglega í lok tímabilsins og eru lægri árið 2023 en 2018. Þetta dugar ekki til að framfylgja gildandi samgönguáætlun og ekki einu sinni til að mæta viðhaldsþörf.

Það er auðvitað ánægjulegt að sjá fjármagn fara í nær ónýta innviði svo sem heilbrigðiskerfið og samgöngumál – en betur má ef duga skal. Markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru góðra gjalda verð en eru í engu samræmi við stórar yfirlýsingar um kolefnishlutlaust Ísland.

Fjármálaáætlunin mun auka ójöfnuð, þar sem lág- og millitekjuhópar fá ekki sambærilegar kjarabætur og þeir tekjuhæstu og fjármagnseigendur í landinu. Því veldur fjármálaáætlun miklum vonbrigðum.

Stöðvum ofbeldið í Sýrlandi

Samfylkingin fordæmir aðgerðir Tyrkja gegn kúrdískum borgurum í Afrín í Norður Sýrlandi.

Í síðustu viku voru liðin sjö ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst án þess að friður sé í augsýn, en um hálf milljón manns hafa látist í átökunum.

Þann 20. janúar hófu tyrkneskar hersveitir árásir gegn Kúrdum og tóku nú í síðustu viku yfir borgina Afrín í norðurhluta Sýrlands. Árásir NATO-ríkisins Tyrklands hafa neytt þúsundir á flótta og hundruð manna hafa látist.

Samfylkingin fordæmir innrás Tyrkja í Afrín og þá glæpi sem þeir hafa framið gegn kúrdísku þjóðinni. Samfylkingin lýsir enn fremur yfir vonbrigðum með getuleysi alþjóðasamfélagsins til þess að vinna saman, fordæma aðgerðir Tyrkja og grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu.

Samfylkingin skorar á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að taka opinbera afstöðu gegn innrásinni á alþjóðavettvangi, sér í lagi innan NATO, og þrýsta á bandalagsþjóðir að gera slíkt hið sama. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að halda uppi harðri gagnrýni vegna ofsókna og mannréttindabrota gegn Kúrdum og taka jafnframt til eindreginna varna fyrir þá á alþjóðavettvangi.

Samfylkingin minnir auk þess á að Íslandi ber, líkt og öðrum ríkjum í Evrópu, að axla ábyrgð og taka við umsækjendum um alþjóðlega vernd.

 

Mynd: Fólk á flótta frá Afrin 15. mars 2018. REUTERS/Khalil Ashawi