Almennar fréttir

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ hefur verið kynntur. Listinn er skipaður fólki með mikla reynslu ásamt nýjum andlitum sem koma inn með krafti.

1.Anna Sigríður Guðnadóttir Bæjarfulltrúi / Stjórnsýslu- og upplýsingafræðingur
2.Ólafur Ingi Óskarsson Bæjarfulltrúi / Kerfisfræðingur
3.Steinunn Dögg Steinsen Framkvæmdastjóri
4.Samson Bjarnar Harðarson Lektor í landslagsarkitektúr
5.Branddís Snæfríðardóttir Laga- og stjórnmálafræðinemi
6.Jónas Þorgeir Sigurðsson Vaktstjóri í vöruhúsi
7.Gerður Pálsdóttir Þroskaþjálfi
8.Andrea Dagbjört Pálsdóttir Kaffibarþjónn
9.Daníel Óli Ólafsson Læknanemi
10.Brynhildur Hallgrímsdóttir Stjórnmálafræðinemi
11.Andrés Bjarni Sigurvinsson Kennari og leikstjóri
12.Lísa Sigríður Greipsson Deildarstj. í Lágafellskóla
13.Jón Eiríksson Eftirlaunaþegi
14.Sólborg Alda Pétursdóttir Verkefnastjóri
15.Finnbogi Rútur Hálfdánarson Lyfjafræðingur
16.Kristín Sæunnar Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri
17.Guðbjörn Sigvaldason Verslunarmaður
18.Guðný Halldórsdóttir Kvikmyndaleikstjóri

Fram­boðslisti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og óháðra í Reykja­nes­bæ

Fram­boðslisti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og óháðra í Reykja­nes­bæ fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar er skipaður öflugu fólki í hverju sæti. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar leiðir listann og Guðný Birna bæjarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur skipar annað sæti.

Eft­ir­tal­in skipa list­ann:

 1. Friðjón Ein­ars­son bæj­ar­full­trúi
 2. Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir bæj­ar­full­trúi
 3. Styrm­ir Gauti Fjeld­sted, B.Sc í rekstr­ar­verk­fræði
 4. Ey­dís Hentze Pét­urs­dótt­ir, meist­ara­nemi í heil­brigðis­vís­ind­um
 5. Guðrún Ösp Theo­dórs­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur
 6. Sig­ur­rós Ant­ons­dótt­ir, hársnyrti­meist­ari og sjálf­stæður at­vinnu­rek­andi
 7. Jón Hauk­ur Haf­steins­son, for­stöðumaður sér­deild­ar Háa­leit­is­skóla
 8. Jó­hanna Björk Sig­ur­björns­dótt­ir, verk­efna­stjóri og nemi
 9. Elfa Hrund Gutt­orms­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi
 10. Val­ur Ármann Gunn­ars­son leigu­bif­reiðastjóri
 11. Íris Ósk Ólafs­dótt­ir rekstr­ar­hag­fræðing­ur
 12. Sindri Stef­áns­son hjúkr­un­ar­fræðinemi
 13. Hulda Björk Stef­áns­dótt­ir leik­skóla­stjóri
 14. Simon Cra­mer Lar­sen fram­halds­skóla­kenn­ari
 15. Hjört­ur Magnús Guðbjarts­son sér­fræðing­ur
 16. Jurgita Milleriene grunn­skóla­kenn­ari
 17. Þór­dís Elín Krist­ins­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi
 18. Bjarni Stef­áns­son málara­meist­ari
 19. Kristjana E. Guðlaugs­dótt­ir viðskipta­fræðing­ur
 20. Vil­hjálm­ur Skarp­héðins­son, eldri borg­ari
 21. Hrafn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir, eldri borg­ari
 22. Ingvar Hall­gríms­son raf­virkja­meist­ari

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg kynntur

Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúar  í Árborg, skipa tvö efstu sætin á framboðslista Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Listinn er fjölbreyttur og ný og ung andlit í bland við mikla reynslu.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg:
1. Eggert Valur Guðmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi.
2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi
3. Klara Öfjörð, grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi.
4. Viktor S. Pálsson, lögfræðingur.
5. Hjalti Tómasson, eftirlitsfulltrúi.
6. Elsie Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og leiðbeinandi í grunnskóla.
7. Sandra Silfá Ragnarsdóttir, háskólanemi og skrifta á RÚV.
8. Sigurður Andrés Þorvarðarson, byggingaverkfræðingur.
9. Ólafur H. Ólafsson, verkamaður og háskólanemi.
10. María Skúladóttir, háskólanemi.
11. Karl Óskar Svendsen, múrari.
12. Sigurbjörg Grétarsdóttir, sjúkraliði.
13. Elfar Guðni Þórðarson, listmálari.
14. Gísli Hermannsson, fyrrverandi línuverkstjóri.
15. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
16. Jón Ingi Sigurmundsson, tónlistar- og myndlistarmaður.
17. Sigríður Ólafsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi.
18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri.

Samfylkingin gegn ofbeldi, áreitni og einelti

Samfylkingin hefur það í stefnu sinni að beita sér gegn hvers kyns ofbeldi og áreitni. Á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fór á Reykjavík Natura 2. – 3. mars samþykkti flokkurinn nýja metnaðarfulla stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni. Einnig voru samþykktar uppfærðar siðareglur og verklag um móttöku og meðferð umkvartana vegna eineltis og áreitni innan flokksins.

Sérstakur dagskráliður á landsfundinum fjallaið um #metoo byltinguna og í lok þess fundar kynnti nefndin sem vann tillögurnar innan flokksins þessa nýju stefnu og verklag. Í stefnu Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni er því lýst að Samfylkingin skapi félagsmönnum vettvang til þess að koma umkvörtunum um ótilhlýðilega háttsemi á framfæri, taki umkvörtunum alvarlega og setji þær í formlegan, málefnalegan farveg sem leiðir til réttlátrar niðurstöðu og að kvartendum verði veittur viðeigandi stuðningur við úrvinnslu atburða.

Tekið er á móti erindum til trúnaðarnefndar með hverjum þeim hætti sem málshefjandi velur. Trúnaðarnefndin vinnur úr málum eins og kveður á um í verklaginu og kemst síðan að niðurstöðu eða kemur því í viðeigandi farveg.

Eftirfarandi niðurstöður eru mögulegar:

6.1.1. Umfjöllun lokið án viðurlaga. Ekki ástæða til viðbragða.

6.1.2. Samtal og eftir atvikum ráðgjöf til málsaðila, annars eða beggja.

6.1.3. Áminning trúnaðarnefndar.

6.1.4. Tillaga um að víkja aðila úr öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Stefnan og  verklagsreglur verða síðan skipulega kynntar fyrir öllum kjörnum fulltrúm, formönnum aðilarfélaga, fólki í trúnaðarstarfi fyrir flokkinn, sérstaklega fyrir frambjóðendum, kjörnum fulltrúum og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum í flokknum.

Á næstu vikum mun á heimsíðu flokksins birtast nákvæmar leiðbeiningar um hvernig verklaginu verður fylgt eftir með upplýsingum um hvar einstaklingar geta komið sínum málum áleiðis.

Verklag og stefnuna má nálgast í heild sinni hér að neðan:

Stefna Samfylkingarinnar gegn einelti og áreitni

Verklag um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni

 

 

Freyja ráðin aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar

Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.

Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða um Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir fyrirtækið Indigo Strategies.

Freyja hefur unnið til fjölda evrópskra verðlauna (Polaris Awards EAPC) fyrir herferðir sem hún hefur stýrt. Árið 2017 vann hún fern verðlaun fyrir málefnaherferð með það að markmiði að þrýsta á Framkvæmdarstjórn ESB að samþykkja löggjöf um vinnuvernd. Í síðustu viku vann hún síðan aftur til tveggja verðlauna fyrir herferð sem hún mótaði og stýrði fyrir evrópsku verkalýðshreyfinguna í flokkunum besta notkun samfélagsmiðla og besta stafræna herferðin.

Freyja er fædd 1989 og er menntuð í stjórnmála- og jafnréttisfræðum. Hún hefur auk þess unnið að margvíslegu félagsstarfi t.d. fyrir Stúdentaráð, Unga Evrópusinna, Já Ísland, Leaderise (Young Women who Lead) og Samfylkinguna.

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri kynntur

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri var samþykktur einróma á aðalfundi félagsins í kvöld. Hilda Jana Gísladóttir, fjölmiðlakona leiðir listann. Dagbjört Pálsdóttir, bæjarfulltrúi er í öðru sæti og Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi er í þriðja sæti. Félagsmenn lýstu yfir ánægju með listann og eru spenntir fyrir komandi kosningum. Listinn er fjölbreyttur og ný andlit í bland við mikla reynslu.

Listinn er þannig skipaður:
1 Hilda Jana Gísladóttir
2 Dagbjört Pálsdóttir
3 Heimir Haraldsson
4 Unnar Jónsson
5 Ólína Freysteinsdóttir
6 Orri Kristjánsson
7 Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir
8 Ragnar Sverrisson
9 Margrét Benediktsdóttir
10 Þorlákur Axel Jónsson
11 Sigríður Huld Jónsdóttir
12 Þorsteinn Kruger
13 Sif Sigurðardóttir
14 Árni Óðinsson
15 Valgerður S. Bjarnadóttir
16 Haraldur Þór Egilsson
17 Valdís Anna Jónsdóttir
18 Þorgeir Jónsson
19 Ásdís Karlsdóttir
20 Eiríkur Jónsson
21 Hreinn Pálsson
22 Sigríður Stefánsdóttir

Framboðslisti Samfylkingar Seltirninga samþykktur

Listi Samfylkingar Seltirninga var samþykktur á fjölmennum fundi á Bókasafni Seltjarnarness fyrr í kvöld. Listann skipa öflugir ungir og nýir einstaklingar í bland við eldri reynslubolta úr sveitarstjórnarmálunum. Listinn er fjölbreyttur í aldurssamsetningu og sérfræðiþekkingu en flestir fulltrúar á listanum hafa sérfræðiþekkingu á þeirri þjónustu sem sveitarfélög standa að.

Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingur og bæjarfulltrúi skipar oddvitasætið, Sigurþóra Bergsdóttir, verkefnastjóri og varabæjarfulltrúi skipar annað sætið, Þorleifur Örn Gunnarsson, grunnskólakennari skipar þriðja sætið og Karen María Jónsdóttir deildarstjóri skipar fjórða sætið.

Hér má sjá listann í heild sinni.
1. Guðmundur Ari Sigurjónsson – Tómstunda- og félagsmálafræðingur
2. Sigurþóra Bergsdóttir – Verkefnastjóri
3. Þorleifur Örn Gunnarsson – Grunnskólakennari
4. Karen María Jónsdóttir – Deildarstjóri
5. Magnús Dalberg – Viðskiptafræðingur
6. Helga Charlotte Reynisdóttir – Leikskólakennari
7. Stefán Bergmann – Líffræðingur
8. Hildur Ólafsdóttir – Verkfræðingur
9. Tómas Gauti Jóhannsson – Handritshöfundur
10. Laufey Elísabet Gissurardóttir – Þroskaþjálfi
11. Stefanía Helga Sigurðardóttir – Frístundaleiðbeinandi
12. Árni Emil Bjarnason – Bókbindari
13. Gunnlaugur Ástgeirsson – Menntaskólakennari
14. Margrét Lind Ólafsdóttir – Bæjarfulltrúi

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í kosningum til bæjarstjórnar Akraness í vor, var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í kvöld.

Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem verið hefur oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn síðastliðið kjörtímabil, stígur til hliðar og situr í 18. sæti listans.

Nýr oddviti listans er Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúi og nýir frambjóðendur í 2. og 3. sæti eru þær Gerður Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður og Bára Daðadóttir félagsráðgjafi.

Næstu þrjú sæti þar á eftir skipa þau Kristinn Hallur Sveinsson landfræðingur, Guðjón Viðar Guðjónsson rafvirki og Ása Katrín Bjarnadóttir nemi í umhverfisskipulagi.

Listinn í heild sinni:

1. Valgarður Lyngdal Jónsson – bæjarfulltrúi og grunnskólakennari

2. Gerður Jóhannsdóttir – héraðsskjalavörður

3. Bára Daðadóttir – félagsráðgjafi

4. Kristinn Hallur Sveinsson – landfræðingur

5. Guðjón Viðar Guðjónsson – rafvirki

6. Ása Katrín Bjarnadóttir – nemi í umhverfisskipulagi

7. Guðríður Sigurjónsdóttir – leikskólakennari

8. Uchechukwu Eze – verkamaður

9. Björn Guðmundsson – húsasmiður

10. Margrét Helga Ísaksen – háskólanemi

11. Pétur Ingi Jónsson – lífeindafræðingur

12. Ragnheiður Stefánsdóttir – sjúkraliði

13. Guðríður Haraldsdóttir – prófarkalesari

14. Ívar Orri Kristjánsson – tómstunda- og félagsmálafræðingur

15. Gunnhildur Björnsdóttir – grunnskólakennari

16. Guðmundur Valsson – mælingaverkfræðingur

17. Þráinn Ólafsson – slökkviliðsstjóri

18. Ingibjörg Valdimarsdóttir – bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í morgun. 

Mikil endurnýjun er á listanum og margt nýtt fólk gengið til liðs við flokkinn á síðustu mánuðum.

Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér til forystu á næsta kjörtímabili.   

Nýr oddviti flokksins er Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi.

Framboðslistinn er þannig skipaður:

1. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi

2. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og varabæjarfulltrúi

3. Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi í fyrstu hjálp

4. Stefán Már Gunnlaugsson, prestur

5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari

6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri

7. Steinn Jóhannsson, konrektor

8. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, stærðfræðingur

9. Einar Pétur Heiðarsson, verkefnastjóri

10. Vilborg Harðardóttir, háskólanemi

11. Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri

12. Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi

13. Matthías Freyr Matthíasson, laganemi

14. Svava Björg Mörk, doktorsnemi

15. Guðjón Karl Arnarson, forstöðumaður

16. Þórunn Blöndal, málfræðingur

17. Colin Arnold Dalrymple, stjórnmálafræðingur

18. Elín Lára Baldursdóttir, þjónn

19. Gylfi Ingvarsson, vélvirki og formaður 60+

20. Dóra Hansen, innanhússarkitekt

21. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi

22. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi

Kallað eftir skýrslu frá Ríkisendurskoðanda um starfsemi og eftirlit Fiskistofu

Í gær lagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fram skýrslubeiðni þar sem kallað er eftir því að Ríkisendurskoðun leggi mat á starfsemi Fiskistofu og hvort stofnunin nái að sinna lögbundnu hlutverki sínu.  Flutningsmenn  skýrslubeiðninnar eru ásamt Oddnýju, þingmenn Samfylkingarinnar og þrír þingmenn Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson.

Þann 21. nóvember síðast liðinn komu fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV ábendingar um að Fiskistofu tækist ekki að uppfylla skyldur sínar lögum samkvæmt, en stofnunin sinnir m.a. eftirliti með fiskveiðum. Fullyrt hefur verið að fyrir liggi vísbendingar um brot a.m.k. gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, sem feli í sér annars vegar brottkast afla og hins vegar ranga vigtun afla. Einnig kom fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem fer með málefni sjávarútvegs, ætti að vera kunnugt um framangreint.

Í skýrslunni komi m.a. fram:
1. Mat á árangri af eftirlitshlutverki Fiskistofu þar sem skoðað verði sérstaklega:
a. Hvernig staðið hefur verið að eftirliti með vigtun á afla undanfarin 5 ár
og rannsókn og eftirfylgni brotamála.
b. Hvernig staðið hefur verið að eftirliti með brottkasti afla undanfarin 5 ár
og rannsókn og eftirfylgni brotamála.
2. Hvernig brugðist sé við upplýsingum um brot og hvort ákveðnum vinnureglum sé fylgt um rannsókn og eftirfylgni mála.
3. Hvernig fjárveitingar til stofnunarinnar hafi þróast undanfarin 10 ár og hver hafi verið fjöldi starfsmanna á sama tímabili greindur eftir starfsheitum.
4. Stuðningur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við starfsemi Fiskistofu og viðbrögð ráðuneytisins við athugasemdum um galla á lögum og reglugerðum sem torveldað gætu eftirlit Fiskistofu.
5. Hvaða áhrif brottkast og röng vigtun hafi á upplýsingar um hversu stór hluti auðlindarinnar er í raun nýttur.
6. Hvaða áhrif röng vigtun sjávarafla hafa á laun sjómanna og tekjur hafna.
7. Ábendingar Ríkisendurskoðunar um til hvaða aðgerða þurfi að grípa þannig að Fiskistofa megi sem best sinna hlutverki sínu með eftirliti sem stuðlar að sjálfbærum og ábyrgum fiskveiðum.

Skýrslunni verði skilað til Alþingis fyrir 1. júní 2018.

Flutningsmenn telja brýnt að gerð verði úttekt á málinu enda verður að telja brot á þessu sviði mjög alvarleg. Ekki verður við það unað að til séu hvatar í kerfinu til að fara fram hjá reglum, sérstaklega ekki fyrir fiskveiðiþjóð sem stærir sig af ábyrgum og sjálfbærum veiðum.

 

Skýrslubeiðnina má lesa í heild sinni hér: http://www.althingi.is/altext/148/s/0461.html