Útgefnar skýrslur á færslusniði

Heilbrigðismál og opinber þjónusta

Ályktun aukalandsfundar Samfylkingarinnar haldinn 3-4. júní 2016

Eitt samfélag fyrir alla er sýn okkar jafnaðarmanna. Samfélag sem byggir á jöfnuði, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum, með áherslu á að allir hafi jöfn tækifæri til mannsæmandi lífs.
Birting Panamaskjalanna dregur vel fram að gera þarf róttækar breytingar á íslensku samfélagi til að jafna ábyrgð okkar allra á rekstri þess og tryggja heilbrigða samkeppni í atvinnulífinu. Við viljum skapa þróttmikið og sanngjarnt samfélag sem byggir á gegnsæi í ákvarðanatöku og almennum leikreglum. Því höfnum við því að ákveðnir hópar fái forgang umfram aðra við sölu opinberra eigna og úthlutun auðlinda líkt og viðgengist hefur hér á landi og leitt hefur til misskiptingar og vantrausts.
Samfylkingin byggir á traustum grunni hundrað ára starfi verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á Íslandi sem á brýnna erindi við almenning en nokkru sinni fyrr. Jafnaðarstefnan hefur lagt grunn að velferðarsamfélögum Norðurlanda og skapað skýran valkost við nýfrjálshyggju sem hefur leitt til vaxandi misskiptingar, siðrofs og vantrúar á stjórnvöld og stjórnmál víða um heim.
Við jafnaðarmenn viljum gera mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi svo þessi markmið megi nást.

Heilbrigðiskerfi og opinber þjónusta:

– Við viljum gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu.
– Við viljum efla heilsugæsluna sem grunnþátt í íslensku heilbrigðiskerfi.

– Við viljum betra aðgengi að geð- og sálfræðiþjónustu með áherslu á börn og ungt fólk.
– Við viljum hefja byggingu nýs Landspítala við Hringbraut án tafar.
– Við viljum að vel sé búið að öldruðum og fötluðum með góðri persónulegri þjónustu.

Lífskjör og jöfnuður

Ályktun aukalandsfundar Samfylkingarinnar haldinn 3-4. júní 2016

Eitt samfélag fyrir alla er sýn okkar jafnaðarmanna. Samfélag sem byggir á jöfnuði, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum, með áherslu á að allir hafi jöfn tækifæri til mannsæmandi lífs.

Birting Panamaskjalanna dregur vel fram að gera þarf róttækar breytingar á íslensku samfélagi til að jafna ábyrgð okkar allra á rekstri þess og tryggja heilbrigða samkeppni í atvinnulífinu. Við viljum skapa þróttmikið og sanngjarnt samfélag sem byggir á gegnsæi í ákvarðanatöku og almennum leikreglum. Því höfnum við því að ákveðnir hópar fái forgang umfram aðra við sölu opinberra eigna og úthlutun auðlinda líkt og viðgengist hefur hér á landi og leitt hefur til misskiptingar og vantrausts.

Samfylkingin byggir á traustum grunni hundrað ára starfi verkalýðshreyfingar og jafnaðarmanna á Íslandi sem á brýnna erindi við almenning en nokkru sinni fyrr. Jafnaðarstefnan hefur lagt grunn að velferðarsamfélögum Norðurlanda og skapað skýran valkost við nýfrjálshyggju sem hefur leitt til vaxandi misskiptingar, siðrofs og vantrúar á stjórnvöld og stjórnmál víða um heim.

Við jafnaðarmenn viljum gera mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi svo þessi markmið megi nást.

 

Jöfnuður og lífskjör:
– Við viljum að arðurinn af nýtingu auðlinda fari til þjóðarinnar.
– Við viljum raunverulegt jafnrétti til náms og viljum taka upp námsstyrkjakerfi líkt og þekkist í nágrannalöndum okkar.
– Við viljum tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði og fjölga valkostum sem mæta þörfum ungs fólks líkt og Reykjavíkurborg er að gera.
– Við viljum almennar og ótekjutengdar barnabætur handa öllum börnum.
– Við viljum afnema skerðingar og tekjutengingar í almannatryggingakerfinu svo kerfið verði réttlátara.

– Við viljum meiri mannvirðingu í velferðarkerfinu
– Við viljum útrýma fátækt barna.