Umhverfismál

Samfylkingin telur mikilvægt að breytt sé í þágu umhverfisvænna sjálfbærra lausna í hagkerfinu, umhverfisvænar opinberar fjárfestingar fái algjöran forgang og grænt hagkerfi verði einn af grunntónum í kynningu Íslands út á við.

Hættulegar breytingar á loftslaginu eru áhyggjuefni um allan heim, líka á Íslandi. Hröð súrnun sjávar á norðurslóðum verður að öllum líkindum alvarlegasti þáttur breytinganna á næstu áratugum. Aukin súrnun sjávar getur haft ógnvænleg áhrif á lífríki hafsins á norðurslóðum jafnvel strax á næstu árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf og lífsskilyrði. Það eru ríkir þjóðarhagsmunir að íslensk stjórnvöld verði í hópi forysturíkja í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Íslendingum ber einnig að vera í fararbroddi í aðgerðum innanlands gegn þessari vá.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

 • aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði fylgt eftir til fulls og tímasettum markmiðum náð.
 • endurskoða áætlunina með hliðsjón af nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsríkjanna miða þarf aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar minnka notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum.
 • binda gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.
 • vöktun og rannsóknir á súrnun verði forgangsverkefni sem stjórnvöld eigi að beita sér fyrir á alþjóðavettvangi.

Rammaáætlun er ætlað að skapa sátt um nýtingu og verndun náttúrunnar. Sáttin er um að sömu reglur gildi ávallt við mat á náttúrusvæðum gagnvart óskum um orkunýtingu.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

 • uppfæra rammaáætlun og leggur áherslu á að Alþingi taki einungis ákvarðanir innan þess ramma sem faglegt matsferli markar, auk hliðsjónar af umsögnum frá almenningi.
 • rammaáætlun taki líka til náttúrusvæða og kallist á við náttúruverndaráætlun.
 • nauðsynlegt er að takamarka verulega nýtingu náttúrusvæða til óafturkræfrar orkunýtingar.

Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í baráttunni gegn hlýnun jarðar, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og myndi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfismálum.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

 • Íslendingar lýsi því yfir að þeir hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni og ekki gefa út ný leyfi til leitar á olíu.

Samfylkingin styður eindregið uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu og verndun þess og leggur áherslu á að miðhálendið verði ein skipulags- og stjórnunarheild í samstarfi við sveitarfélög, annarra umhverfisstjórnvalda og fulltrúa félagasamtaka almennings.

Aðgerðir gegn loftslagsvá og súrnun sjávar

Samfylkingin telur mikilvægt að breytt sé í þágu umhverfisvænna sjálfbærra lausna í hagkerfinu, umhverfisvænar opinberar fjárfestingar fái algjöran forgang og grænt hagkerfi verði einn af grunntónum í kynningu Íslands út á við.

Hættulegar breytingar á loftslaginu eru áhyggjuefni um allan heim, líka á Íslandi. Hröð súrnun sjávar á norðurslóðum verður að öllum líkindum alvarlegasti þáttur breytinganna á næstu áratugum. Aukin súrnun sjávar getur haft ógnvænleg áhrif á lífríki hafsins á norðurslóðum jafnvel strax á næstu árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf og lífsskilyrði. Líkja má súrnun sjávar við þá ógn sem láglendum eyríkjum stafar af hækkun yfirborðs sjávar. Það eru ríkir þjóðarhagsmunir að íslensk stjórnvöld verði í hópi forysturíkja í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Íslendingum ber einnig að vera í fararbroddi í aðgerðum innanlands gegn þessari vá.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

 • aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði fylgt eftir til fulls og tímasettum markmiðum náð.
 • endurskoða áætlunina með hliðsjón af nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsríkjanna miða þarf aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar minnka notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum.
 • binda gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.
 • vöktun og rannsóknir á súrnun verði forgangsverkefni sem stjórnvöld eigi að beita sér fyrir á alþjóðavettvangi.

Málefni Norðurslóða

Samfylkingin hvetur til þess að ríkisstjórnin leggi aukna áherslu á málefni norðurslóða í anda einróma samþykktar Alþingis um stefnu Íslands gagnvart norðurslóðum. Ísland á hvarvetna að leggja atbeina sinn að því að efla Norðurskautsráðið og vinna ötullega gegn svokölluðu „fimm-ríkja-samstarfi“ sem dregur úr áhrifum Íslands og frumbyggja norðursins á ákvarðanir sem varða þróun norðurslóða.

Ríkisstjórn Íslands ber að setja sér stefnu um réttindi frumbyggjanna og styðja baráttu þeirra fyrir sem mestum áhrifum á umhverfi sitt og afkomu. Jafnframt ber að efla samvinnu um norðurslóðir á sviði vísinda og menntunar með gagnkvæmum samningum við aðrar þjóðir.

Samfylkingin hefur eftirfarandi að leiðarljósi:

 • aðild að Evrópusambandinu veitir Íslendingum einstakt tækifæri til að hafa áhrif á þróun norðurslóða til framtíðar í gegnum stefnumótun sambandsins. Loftslagsmál eru lykilþáttur í þessu sambandi og þar á Ísland að gegna mikilvægu hlutverki. Sem fullgilt aðildarríki að ESB fengjum við mikilvæga bandamenn og sterkari samningsstöðu í umhverfismálum, bæði á norðurslóðum og á alþjóðavettvangi.
 • vestnorræna ráðið er mikilvægur samstarfsvettvangur um norðurslóðir og efling þess fer saman við íslenska hagsmuni. Með tilliti til langtímahagsmuna er sömuleiðis mikilvægt að styrkja samband Íslands við önnur svæði á Norðurslóðum, ekki síst Alaska og norðursvæði Kanada.
 • öll aðkoma Íslands í málefnum norðurslóða á að grundvallast á umhverfisverndarsjónarmiðum.
 • opnun siglingaleiða og betri aðgangur að auðlindum norðurheimskautsins felur í sér áhættu en skapar um leið tækifæri. Treysta ber Norðurskautsráðið sem þann vettvang þar sem málefnum svæðisins er ráðið til lykta. Forgangsverkefni er að tryggja stöðu Íslands sem strandríkis til að Íslendingar geti komið að öllum alþjóðlegum ákvörðunum sem varða svæðið.
 • vinna þarf sérstaklega gegn mengun á hafsvæðum í kringum landið.
 • Verndun norðurslóða er mjög mikilvæg. Þar er átt við umhverfissjónarmið vegna þess hve viðkvæmt vistkerfi svæðisins er, en einnig vernd hagsmuna íbúa og þá einkum frumbyggja
 • Í ljósi bindandi samnings um leit og björgun á norðurslóðum eiga Íslendingar að leggja áherslu á að byggja upp alþjóðlegt björgunarteymi sem í senn getur gagnast okkur og heiminum öllum. Brýnt er að ríkisstjórn Íslands leggi aukna rækt við að afla stuðnings norðurskautsþjóða og Evrópusambandsins við að hér á landi verði ein af miðstöðvum leitar, björgunar og mengunarvarna vegna umferðar um norðurhöf.

Minna plast

 

Rusl er eitt stærsta umhverfisvandamál 21. aldarinnar og nauðsynlegt er að draga úr notkun plastpoka og annarra plastumbúða.

Við getum litið til ríkja sem hafa markvisst dregið úr plastpokanotkun. Þá er mikilvægt að tryggja að hægt sé að endurvinna helstu tegundir umbúða um allt land.

Olíuleit og vinnsla

 

Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og myndi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum.

Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.

Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.

Ferðaþjónusta og náttúra Ísland

Náttúruvernd fjöregg ferðaþjónustu

Um 80% ferðamanna nefna náttúru Íslands sem helstu ástæðu Íslandsferðar. Náttúruvernd er því fjöregg ferðaþjónustunnar. Uppbygging verndarsvæða og þjóðgarða, ekki síst á miðhálendinu, er þáttur í eflingu náttúruferðamennsku, samfélaginu öllu og einstökum landshlutum í hag. Mikilvægt er að vernda auðlindina sem ferðaþjónustan byggir helst á.

Inngrip stjórnvalda

Samfylkingin ætlar að skýra umboð stjórnvalda til að grípa inn í ef hætta stafar af ágangi ferðamanna, t.d. með tímabundnum lokunum eða takmörkunum á umferð og fjölda ferðamanna inn á ákveðin svæði. Stjórnvöld verða að ákveða hvar eigi að byggja upp svæði, innviði og þjónustu og hvar ekki

Setja á stefnu í ferðamálum til næstu áratuga í samráði við fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu og bestu rannsóknir.

Ferðaþjónusta verði sjálfbær atvinnugrein

Aukin gjaldtaka

Samfylkingin vill að gjaldtaka af ferðamönnum verði aukin og fjármagnið nýtt til innviðauppbyggingar. 

Fjárfesting

Fyrir það verður að fjárfesta í vegum, heilbrigðisþjónustu, löggæslu og betra aðgengi að ferðamannastöðum. Sveitarfélögin verða að fá hluta af auknum tekjum til að mæta þjónustu við ferðamenn og við viljum að gistináttagjald fari til þeirra.

Uppbygging

Stýra þarf uppbyggingu ferðaþjónustunnar betur. Með virkari gjaldtöku og flokkun á neti áfangastaða um allt land er hægt að draga fram gæði og minnka áherslu á magn. Um leið og uppbygging flugsamgangna á Keflavíkurflugvelli þarf að mæta fjölgun ferðamanna, viljum við millilandaflug á Akureyri og Egilsstöðum sem raunverulegan valkost.

Framtíðarsýn

Í grunninn þarf að setja fram raunverulega stefnu um hvernig sé hagkvæmast og best að ferðaþjónustan þróist til framtíðar, meta kostnað við fjölgun ferðamanna og hvað teljast megi æskilegt umhverfi atvinnugreinar í miklum vexti. Ef við tökum strax um taumana verður orðspor Íslands sem ferðamannastaðar áfram gott og fjárfestingar sem ráðist hefur verið í, munu bera ríka ávöxtun.

Almenningssamgöngur í öndvegi

Með stórauknum almenningssamgöngum í þéttbýli og dreifbýli sparast fé, loftgæði batna, ferðamöguleikum óháð efnahag fjölgar, lýðheilsa batnar og lífsgæði aukast. Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu er eina raunhæfa leiðin til að mæta fólksfjölgun komandi ára og áratuga, þróun byggðar og ferðaþörfum íbúa sem og gesta.

Samfylkingin vill taka höndum saman við sveitarfélög landsins við uppbyggingu kerfis almenningssamgangna með rútum, hraðlestum, samnýtingu bifreiðakosts, hjólastígum og göngustígum. Hefja þarf samvinnu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lestarsamgöngur sem tengjast Keflavíkurflugvelli og fjármagna Borgarlínu.

Endurheimt votlendis

Endurheimt votlendis

Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi á Íslandi er 226% meiri en frá öllum iðnaði og samgöngum. Þurrkun votlendis veldur bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Votlendi miðlar næringu í ár og vötn sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og strandsvæða sem eru uppvaxtarsvæði fiska og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ísland fékk endurheimt votlendis samþykkta sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto-bókunar loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna árið 2011 og á því möguleika á að endurheimta um 1000 ferkílómetra votlendis án þess að hagsmunir landbúnaðarins skerðist.

 

Aðgerðir gegn súrnun sjávar

Alvarlegasti þáttur loftlagsbreytinga

Hröð súrnun sjávar á norðurslóðum verður að öllum líkindum alvarlegasti þáttur loftslagsbreytinga á næstu árum. Aukin súrnun sjávar getur haft ógnvænleg áhrif á lífríki hafsins á norðurslóðum jafnvel strax á næstu árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf og lífsskilyrði. Líkja má súrnun sjávar við þá ógn sem láglendum eyríkjum stafar af hækkun yfirborðs sjávar.

Vöktun og rannsóknir forgangsverkefni

Samfylkingin ætlar að gera vöktun og rannsóknir á súrnun verði forgangsverkefni sem stjórnvöld beita sér fyrir á alþjóðavettvangi. Miða þarf allar aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar og hætta notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum. Binda þarf gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.