Fólkið okkar

Fólkið okkar 2017-10-09T23:24:04+00:00
1. sæti – Norðausturkjördæmi

Logi Már Einarsson

Formaður Samfylkingarinnar

Logi er Akureyringur og menntaður arkitekt frá Osló. hann hefur fengist við hönnun í 24 ár og rekið arkitektastofuna Kollgátu, síðustu 12 ár. Þá hef hann verið bæjarfulltrúi á Akureyri í 4 ár. Þar áður starfaði hann m.a. sem verkamaður, sjómaður og dansari í hljómsveitinni Skriðjöklum. Hans helstu áhugamál eru ferðalög og myndlist.

Logi er giftur Arnbjörgu Sigurðardóttir lögmanni og á með henni Úlf, 18 ára og Hrefnu 11 ára.

Nánar

Fyrir hverju brennurðu helst í stjórnmálum:

Jöfnuði og réttlæti.

Fyrirmynd í stjórnmálum:

Ástríðufullir stjórnmálamenn sem berjast fyrir betri heimi

Í hverju felst hamingjan:

Ástvinum

Leyndur hæfileiki:

Ég er ágætur karikatúr teiknari.

Uppskrift af einhverju:

Saltfisksalat
400 g soðnar kartöflur, sneiddar
200 g soðinn saltfiskur, í bitum
1 rauð og 1 gul paprika, í strimlum
4 stórir tómatar, skornir í þunna báta
1 stór rauðlaukur, hálfir hringir
1 bolli grænar ólífur
½ steinseljubúnt, klippt aðeins niður en ekki mjög smátt
Sósa (allt hrært vel saman):
½ dl. extra virgin ólífuolía
1 msk. vatn
1 msk. hvítvínsedik
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
Raðið kartöflusneiðunum í víða skál og dreypið smá sósu yfir. Setjið saltfiskinn yfir og leggið svo tómata, papriku og rauðlauk í lögum þar ofan á. Hellið sósunni yfir allt saman, dreifið svo ólífum yfir og loks steinselju. Gott að hafa snittu- eða hvítlauksbrauð með og hvítvínstár spillir ekki.
Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig:
Steinsteypuöldina.

1. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Ágúst Ólafur Ágústsson

Háskólakennari

er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt.

Nánar

Aldur:

40 ára

Fjölskylduhagir:

Á þrjár dætur, 5 gullfiska og 2 ketti.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Fyrir frjálslyndu samfélagi þar sem fjárfest er í menntun, velferð og nýsköpun

Leyndur hæfileiki:

Góður í að þrífa

Í hverju felst hamingjan?

Í hlátri

Góð uppskrift:

Gin og Tonic

1. sæti – Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Andri Thorsson

rithöfundur

Guðmundur Andri er að verða sextugur, hefur skrifað nokkrar bækur og unnið við enn fleiri sem yfirlesari og hjálparmaður hjá Forlaginu og áður hjá Máli og menningu. Hann er fjölskyldumaður og býr útí sveit, á Álftanesi þar sem eru hestar úti í haga og fuglar í mó. Hann spilar líka í hljómsveit með gömlum vinum sínum. Guðmundur Andri er heimkær jafnaðarmaður og tekur hlutunum af jafnaðargeði.

Nánar

Aldur:

59 ára

Fjölskylduhagir:

Giftur með tvær dætur

Bæjarfélag:

Garðabær

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Jafnrétti, náttúruvernd, menningarmál.

Leyndur hæfileiki:

Kann að steppa – mitt heimatilbúna stepp að vísu en samt stepp.

Í hverju felst hamingjan?

Að halda huganum ungum og vera opinn og jákvæður.

Góð uppskrift:

Setjið saman í matvinnsluvél tíu hvítlauksrif, smábita af engifer, kannski svona tveggja til þriggja sentimetra, örlítið vatn og soldið túrmerík og hrærið saman. Skerið lauk og steikið hann á pönnu, má nota isio-olíu eða grænmetisolíu en helst ekki ólívuolíu. Skerið svo kjúklingabringur, kannski hálft kíló og steikið á pönnunni með lauknum. Þegar kjúklingurinn er orðinn brúnn setjið þið gumsið úr matvinnsluvélinni og hrærið soldið í þessu. Setjið svo jógúrt, sirka einn bolla. Það verður að vera hrein jógúrt, ekki sykurjukkið frá MS. Má líka nota AB-mjólk. Saltið þetta duglega og leyfið að malla við vægan hita í svona hálftíma eða þrjú korter. Setjið svo lúku af fersku kóríander og það af grænum chilipipar sem þið treystið ykkur í, látið svo sjóða svolítið niður og setjið loks dálítið af fersku dilli út í þetta áður en þið berið fram með naan-brauði og hrísgrjónum.

1. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Helga Vala Helgadóttir

Héraðsdómslögmaður og leikkona.

Helga Vala er eindregin baráttukona fyrir mannréttindum. Frá unga aldri hefur hún verið órög við að benda á misrétti, hvort sem um er að ræða kjara, kynja, kynþáttar eða kynhneigðarmisrétti. Helga Vala hefur í störfum sínum sem lögmaður einbeitt sér að réttindamálum fyrir brotaþola, málefnum fjölskyldna, erlendra borgara sem og þeirra sem á einhvern hátt hafa þurft að gæta réttar síns gagnvart stjórnvöldum.

Nánar

Aldur:

45 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, börnin eru fjögur, Snærós Sindradóttir, Emil Grímsson, Ásta Júlía Grímsdóttir og Arnaldur Grímsson. Barnabörnin þrjú, Freyja Sigrún, Erling Kári og Urður Vala.

Bæjarfélag:

Búsett í Reykjavík en hjartað slær líka í Bolungarvík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?:

Jafnrétti, jafnrétti, jafnrétti! Fjölskyldumál, málefni barna og eldri borgara, réttarvörslukerfið, málefni erlendra borgara, menntamál, menning og listir sem bera hróður okkar um allan heim, nýsköpun og atvinnumál. Umhverfismál eru mér líka mikið hjartans mál enda er náttúran okkar stærsta auðlind en ekki óþrjótandi og því þurfum við að gæta að henni. Loks brenn ég fyrir því að við fáum nýja stjórnarskrá. Það held ég að myndi leysa mörg vandamál sem okkur hefur tekist að deila um árum og áratugum saman.

Leyndur hæfileiki:

Framliðinn leigubílstjóri ekur í gegnum mig, svo ég rata um ólíklegustu hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að leggja sig allan fram, hvort sem er í daglegum samskiptum, störfum eða því hvernig maður kemur fram við sig sjálfan.

Góð uppskrift:

Góð uppskrift að lífinu er auðmýkt, virðing, hugrekki og húmor.

1. sæti – Norðvesturkjördæmi

Guðjón S Brjánsson

Alþingismaður

Guðjón er áhugasamur um samfélagsmál, ekki minnst heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu eftir margra ára stjórnunarstörf á þeim vettvangi. Hann hefur tekið þátt í ýmslegu félagsstarfi, var m.a. í stjórn Alþýðflokksfélagsins á Ísafirði á tíunda áratug liðinnar aldar, Hann var um tíma félagsmálastjóri á Ísafirði. var m.a. einn af stofnendum Félags stjórnenda í öldrunarþjónu og Alzheimersamtakanna á Íslandi.  Hann er frekar duglegur, vill niðurstöður í mál eftir eðlilega og nauðsynlega umfjöllun,  er ekki endilega upptekinn af að vera miðdepill í sínum störfum og nýtur þess gjarnan að þúsund blóm fái að blómstra

Nánar

Aldur:

62 ára

Fjölskylduhagir:

Kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur, gullsmið og sjónfræðingi, tveir synir og fimm barnabörn

Bæjarfélag:

Akranes

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Hugsjónum jafnaðarfólks, réttlæti, sanngirni og heiðarleika

Leyndur hæfileiki:

Þegar ég var á skaki, þá náði ég sérstöku sambandi við þorskinn og ef ég hefði þroskað þetta samband meira er aldrei að vita til hvers það hefði getað leitt. Síðan hef ég hæfileika á sviði tónlistar sem ég geri mér ljóst að er ekki við alþýðusmekk

Í hverju felst hamingjan?

Að feta fram veginn með góðum lífsförunaut, heilbrigði til líkama og sálar og að fá að fylgjast með barnabörnum vaxa og dafna

Góð uppskrift:

Öll mín matargerð, sem er þó ekki rismikil er mjög impulsiv og ræðst af birgðastöðu heimilisins hverju sinni og er ekki til þess fallin að haldið sé til haga

1. sæti – Suðurkjördæmi

Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Alþingismaður

Oddný var fyrsta konan á Íslandi til að verða Fjármálaráðherra og fyrsta konan sem varð formaður fjárlaganefndar. Hún hefur verið formaður þingflokksins á þremur þingum og formaður Samfylkingarinnar til skamms tíma. Hún var bæjarstjóri í Garði þegar hún var fyrst kjörin á þing 2009, er kennari með stærðfræði sem sérgrein og MA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Oddný hefur einnig starfað sem skólastjórnandi, stærðfræðikennari og verkefnastjóri í menntamálaráðuneyti.

 

Nánar

 

Aldur:

60 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Eiríki Hermannssyni sagnfræðingi og fyrrverandi fræðslustjóra Reykjanesbæjar. Saman eiga þau dæturnar Ástu Björk og Ingu Lilju og fjögur barnabörn.

Bæjarfélag:

Garður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Stóru fallegu hugsjón jafnaðarmanna um jöfnuð, réttlæti, samhjálp og frið.

Leyndur hæfileiki:

Spila á píanó og spái í spil.

Í hverju felst hamingjan?

Í því að vera með fólkinu sem maður elskar og gefa með sér.

Góð uppskrift:

Pönnukökur

 • 200 gr. hveiti
 • 2 msk sykur
 • 1/2 tsk salt
 •  1/2 tsk matarsódi
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • ca. 1/2 líter mjólk
 • 50 gr smjör
2. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir 

Framkvæmdastjóri

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Tengsla hjá Háskólanum í Reykjavík en þar hefur hún starfað síðastliðin sex ár. Þar áður starfaði Jóhanna Vigdís sem framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, sem markaðsstjóri Borgarleikhússins og sem forstöðumaður markaðsmála Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Jóhanna Vigdís er menntuð í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, með MSc-gráðu í menningarfræði frá Edinborgarháskóla og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í störfum sínum undanfarin ár hjá Háskólanum í Reykjavík hefur Jóhanna Vigdís lagt höfuðáherslu á uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs og verkefni sem snúa að því að auka veg stúlkna og kvenna í tæknigreinum.

Nánar

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

2. sæti – Norðausturkjördæmi

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Framkvæmdastjóri

Albertína er framtakssöm, félagslynd og ávallt til í nýjar áskoranir. Hún er félagslandfræðingur, með áherslu á byggðafræði. Starfsferillinn er fjölbreyttur, allt frá kennslu til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Hún hefur reynslu af sveitarstjórnarmálum sem  bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Í dag er Albertína framkvæmdastjóri EIMS sem vinnur að bættri nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra.

Nánar

Aldur:

37 ára.

Fjölskylduhagir:

Einhleyp og barnlaus.

Bæjarfélag:

Akureyrarkaupstaður.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég er félagshyggjumanneskja og berst því fyrir jöfnuði og réttlæti, einkum þegar kemur að menntun og heilbrigðismálum. Hafandi alist upp á svæði sem hefur búið við stöðuga fólksfækkun síðustu áratugi þá brenn ég fyrir byggðamálum og styrkingu innviða, enda hef ég óbilandi trú á því að með aukinni fjárfestingu í innviðum landsins felist tækifæri til vaxtar fyrir Ísland í heild. Þá eru málefni eins og loftslagsmál og nýsköpun og frumkvöðlastarf mér hugleikin.

Leyndur hæfileiki:

Þetta er kannski ekki leyndur hæfileiki lengur en ég er með 8. stig á píanó og liðtækur organisti.

Í hverju felst hamingjan?

Að hafa gott fólk í kringum sig og leyfa sér að sjá fegurðina í hverri einustu mínútu lífsins.

Góð uppskrift:

Ég var með matarblogg í fjölda ára – mæli með að tékka á því!

2. sæti – Suðurkjördæmi

Njörður Sigurðsson

Sagnfræðingur og bæjarfulltrúi

Njörður er sagnfræðingur og starfar sem sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Hann sinnir jafnframt stundakennslu í sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands og er bæjarfulltrúi í Hveragerði fyrir Samfylkinguna. Auk þessara starfa leiðir Njörður hóp erlendra sérfræðinga fyrir Alþjóða skjalaráðið við að finna lausnir á deilum ríkja og þjóða um eignarhald og aðgengi að upplýsingum og skjalasöfnum. Njörður hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur sögu og stjórnsýslu.

Nánar

Aldur:

43

Fjölskylduhagir:

Ég er kvæntur Kolbrúnu Vilhjálmsdóttur kennara og námsráðgjafa. Við eigum saman þrjú börn, Daníel 18 ára, Jónínu 14 ára og Sólrúnu 8 ára.

Bæjarfélag:

Hveragerði

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég vil tryggja fólki jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að grunnþjónustu samfélagsins. Þá finnst mér sérstaklega mikilvægt að stjórnvöld starfi fyrir opnum tjöldum og að almenningur geti á auðveldan hátt nálgast upplýsingar um starfsemi hins opinbera, þannig aukum við traust í samfélaginu og aðhald almennings að störfum hins opinbera.

Leyndur hæfileiki:

Ég er ágætur bakari og hef meira að segja unnið kökukeppnir. Hef þó ekki gert myndbönd um þennan hæfileika.
Í hverju felst hamingjan? Eiga fjölskyldu og vini sem þú getur deilt með sorgum og sigrum og að gera það sem þér finnst skemmtilegt!

Góð uppskrift:

Appelsínukaka að hætti mömmu: 150 gr. sykur, 150 gr. smjörlíki, 150 gr. hveiti, 2 egg, 1 tsk. lyftiduft, 1 appelsína. Smjörlíki og sykur hrært saman. Eggin sett eitt og eitt út í. Síðan hveiti og lyftiduft. Að lokum safi og flus (rifinn börkur) af hálfri appelsínu. Krem: 200 gr. flórsykur, safi og flus úr hálfri appelsínu hrært saman.

2. sæti – Suðvesturkjördæmi

Margrét Tryggvadóttir

Bókverkakona

Margrét er alin upp í hjálparsveit skáta og því alltaf tilbúin þegar kallið kemur. Hún er bókmenntafræðingur og með mastersgráðu í menningarstjórnun og hefur yfirleitt unnið afleidd störf í menningargeiranum en hefur reyndar líka skrifað bækur fyrir börn og fullorðna. Margrét les mikið og þegar hún var á þingi 2009-13 var hún einn af þeim þingmönnum sem reyndi að lesa allar skýrslurnar og skjölin – sem reyndar er ógjörningur. Önnur áhugamál eru fólk, hundahald, útivist og ekki síst skíðamennska.

Nánar

Aldur:

45

Fjölskylduhagir:

í hjónabandi með Jóhanni Ágúst Hansen

Bæjarfélag:

Kópavogur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Réttlæti, sanngirni og lýðræði.

Leyndur hæfileiki:

Ég er fáránlega góður kokkur en fer ekkert sérlega leynt með það. Auk þess er ég snillingur í laufabrauðsskurði.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan fellst í góðri heilsu, andlegri og líkamlegri, tengslum við fólkið sitt og hæfileikanum til að njóta stundarinnar.

Góð uppskrift:

Þessa dagana er ég með hægeldunaræði. Ég mæli með hægelduðu lambakjöti með fullt af grænmeti og vel af góðu karríkryddi í pott í ofninn eða í þar til gerðan hægeldunarpott. Súpukjöt og aðrir ódýrir bitar henta fullkomlega og það grænmeti sem til er í ísskápnum. Tilvalið er að nýta ávexti sem eru komnir á síðasta snúning, t.d. epli eða perur með. Þetta má malla í svona sex tíma og jafnvel lengur. Þegar um tveir tímar eru eftir er tilvalið að setja kartöflur með í pottinn. Ótrúlega einfalt og eldar sig sjálft á meðan maður talar við væntanlega kjósendur.

2. sæti – Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jónsdóttir

Verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ

Bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar frá árinu 2006 og formaður bæjarráðs frá árinu 2014. Arna Lára hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Ísafjarðarbæ.  Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar  Íslands frá árinu 2007 og hefur í störfum sínum komið að margvíslegum verkefnum sem snúa að nýsköpun, atvinnu- og byggðamálum.  Arna Lára brennur fyrir byggðum landsins og að þær fái að njóta styrkleika sinna og tækifæra, það er gert með öflugri jafnaðarstefnu sem er besta byggðastefnan.

Nánar

Aldur:

41 ára

Fjölskylduhagir:

Í sambúð með Inga Birni Guðnasyni bókmenntafræðing.

Bæjarfélag:

Ísafjarðarbæ

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Byggða- og atvinnumálum.

Leyndur hæfileiki:

Tala á háum púlsi

Í hverju felst hamingjan?

Að lifa í sátt við sjálfan sig

Góð uppskrift:

Sterkt atvinnulíf er undirstaða öflugrar velferðar og það er kjarni jafnaðarstefnunnar.

2. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Páll Valur Björnsson

Kennari

Páll Valur Björnsson er fyrrverandi alþingismaður og sat áður í bæjarstjórn Grindavíkur. Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðamál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu.

Nánar

Aldur:

Páll Valur er 55 ára gamall

Fjölskylduhagir:

Páll Valur er giftur Huldu Jóhannsdóttur leikskólastjóra og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn.

Bæjarfélag:

Páll Valur býr í Grindavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Velferðarmálum og samfélagi án aðgreiningar.

Leyndur hæfileiki:

Páll Valur hefur ýmsa hæfileika en engan leyndan.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í þvi að geta elskað og vera elskaður.

Góð uppskrift:

Páll Valur er afleitur kokkur og lumar ekki á neinni uppskrift sem gæti glatt bragðlaukana.

3. sæti – Norðausturkjördæmi

María Hjálmarsdóttir

Verkefnastjóri

María er 35 ára ung kona sem er mjög áhugasöm um samfélagið sitt, hún vil fara nýjar leiðir í að stuðla að bættari lífskjörum á landsbyggðinni. Hún er með meistaragráðu í nýsköpun og frumkvöðlafræði og bachelorgráðu íviðskipta og markaðsfræði. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Austurbrú og vinnur að þróun í ferðaþjónustu og markaðssetningu á fjórðungnum. María er skapandi, hrifnæm, uppátækjasöm og skynsöm. Hún elskar útiveru og að hvetja börnin sín áfram í að vera þau sjálf. María er með brennandi áhuga á tónlist og veit ekkert betra en að fara á tónleika.

Nánar

Aldur:

35 ára

Fjölskylduhagir:

Sambúð með Jesper og á tvíburana Elly og Hjálmar (5,5 ára)

Bæjarfélag:

Eskifjörður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég vil að landsbyggðin sé ákjósanlegur búsetukostur og áfangastaður að heimsækja. Það er mikilvægt að bæta samgöngur, auka framboð af menntun og leggja áherslu á að nærþjónusta sé samkeppnishæf.  Einnig leggja áherslu á nýsköpun sem tól til að fjölga atvinnutækifærum. En til þess að það sé hægt er háhraðanet í allar sveitir nauðsynlegt.

Leyndur hæfileiki:

Sjúklega meðvituð en gríðarlega viðutan

Í hverju felst hamingjan?

Njóta eins mikið og maður getur og vera óhræddur við nýjar upplifanir.

Góð uppskrift:

150ml tónik, 3 þunnar sneiðar af agúrku og 50ml Hendrick´s gin.

3. sæti – Suðurkjördæmi

Arna Ír Gunnarsdóttir

Félagsráðgjafi/bæjarfulltrúi

Arna Ír útskrifaðist sem félagsráðgjafi árið 1996. Hún starfaði hjá félagsþjónustu Oslóar í nokkur ár áður en hún hóf störf sem sviðsstjóri hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Arna Ír starfar í dag sem verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra í Velferðarþjónustu Árnesþings. Hún hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg sl. 7 ár og fengið þar útrás fyrir eldmóð sinn í baráttunni fyrir betra samfélagi. Arna Ír er hlaupari, skíðakona og fagurkeri sem þolir ekki óréttlæti!

 

Nánar

Aldur:

47 ára

Fjölskylduhagir:

Vel gift Hermanni Ólafssyni og við eigum 3 syni, 19 ára,17 ára og 9 ára.

Bæjarfélag:

Svf. Árborg

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Ég brenn fyrst og fremst fyrir bættum lífskjörum barna, að bæta heilbrigðisþjónustu í landinu, að bæta kjör lífeyrisþega, umhverfismálum og að vinna ávallt að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum og spillingu í íslenskri pólitík.

Leyndur hæfileiki:

Ég er hrikalega góð í að baka brauð (fullkomlega hlutlaust eigið mat).

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í þvi að hlúa að sínum nánustu, hún felst í þakklæti, hún felst í því að sjá tilgang og fegurð í hversdagslegum hlutum og fá útrás með því að hlaupa úti í náttúrunni.

Góð uppskrift:

Sáraeinföld og góð uppskrift af brauði
· 400 gr heilhveiti og 200 gr brauðhveiti
· 1 bréf þurrger
· 2 tsk salt
· 500 ml volgt vatn

Öllu hrært saman í skál. Ekkert hnoðað, á að vera frekar blautt deig. Geymt í kæli í a.m.k. 8 klst. (Ég geri deigið að kvöldi og baka eftir 8-10 tíma fegrunarblund). Hellið á FJÖLNOTA bökunarpappír á bökunarplötu og bakað við 180° á blæstri í ca. 40 mín, eða þangað til að það er orðið gullinbrúnt og girnilegt. Gott að smyrja  brauðið með eggi og setja korn að vild ofan á til að gera það enn fegurra. (Hægt að skipta magninu af mjölinu nokkurn veginn að vild, eftir smekk og ósk um grófleika. Ég set t.d. 100 gr af heilkorna hveiti og slurk af hveitiklíð, minnka þá heilhveitið í staðinn. Athuga verður þó að eftir því sem brauðið er grófara þeim mun lengri hefunartíma þarf brauðið).

3. sæti – Suðvesturkjördæmi

Adda María Jóhannsdóttir

Framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi

Adda María er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún er með BA próf í ensku og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í vetur stundar hún einnig nám í hagnýtum jafnréttisfræðum við sama skóla.

Adda María er gift Úlfari Daníelssyni, kennara og víkingi. Samtals eiga þau fjögur börn og kött. Frítímanum eyðir hún helst með fjölskyldunni en auk þess á hún mótorhjól og spilar á slagverk með elstu starfandi kvennahljómsveit landsins, Dúkkulísum.

 

Nánar

Aldur:

50 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Úlfari Daníelssyni kennara og víkingi. Samtals eru börnin fjögur – Melkorka Rán og Kormákur Ari 20 ára, Sara 26 ára og Silja 36 ára. Barnabörnin eru tvö – Sindri Dan 8 ára og Snævar Dan 6 ára. Heimiliskötturinn Willi er 10 ára.

Bæjarfélag:

Hafnarfjörður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Fyrst og síðast brenn ég fyrir jafnrétti og almennum mannréttindum. Ég vil sjá réttlátara samfélag þar sem við tökum höndum saman og skiljum engan útundan. Menntamál eru mér sérstaklega hugleikinn sem og málefni sem snerta lífsgæði fólks á öllum aldri.

Leyndur hæfileiki:

Hjá mér er ekkert leynilegt – allt upp á borðum 🙂 … Ekki er þó víst að allir vita það að ég fer alla jafna hamförum á dansgólfinu hvort sem það er rokk, diskó, vals eða cha cha cha.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að gleðjast yfir öllu því góða í lífinu en gleyma sér ekki í neikvæðu hlutunum. Hún felst í að gefa sér tíma til að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Og síðast en ekki síst felst hún í í góðum samverustundum með fjölskyldu og vinum.

Góð uppskrift:

Af því að ég er glataður kokkur þá ætla ég að halda mig á hamingjunótunum.

Uppskrift að hamingju:

2 sléttfullir bollar af hamingju
1 hjartafylli af kærleika
2 handfylli af örlæti
slatti af hlátri
1 höfuðfylli af skilningi.

Vætið örlátlega með góðvild, látið nóg af trú og einlægni og blandið vel.
Breiðið yfir þetta með heilli mannsævi. Berið svo á borð fyrir alla sem þið mætið
3. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Einar Kárason

rithöfundur

Einar er kominn út af Vestfirðingum sjósóknurum, ævintýrafólki og jafnaðarmönnum. Einar fæst við skriftir alla daga og segir eins og gömlu togarajxlarnir þegar þeir voru spurðir hvernig þeir nenntu þeim endalausa þrældómi: Þetta er það eina sem ég kann. Einar er kvæntur og býr í Hlíðunum með tvo ketti, á fjórar dætur og sjö barnabörn. Spilar knattspyrnu með Lunch United.

Nánar

Aldur:

61

Fjölskylduhagir:

Eiginkona, fjórar dætur

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Að leyfa forréttindapakkinu ekki að ráðskast með allt.

Í hverju felst hamingjan?

góðri heilsu sinna nánustu.

Góð uppskrift:

Normalbrað með harðri skorpu og reyktum rauðmaga.

3. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Eva H. Baldursdottir

Lögfræðingur og varaborgarfulltrúi

Eva er baráttumanneskja fyrir betra samfélagi. Eva hefur tekið þátt í þjóðfélagsumræðu í 10 ár, m.a. stofnaði hún lánsveðshópinn og barðist við smálánafyrirtæki um hríð. Hún er 35 ára lögfræðingur, lögmaður og varaborgarfulltrúi, vann við gerð nýrrar stjórnarskrár og hefur starfað sem lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu undanfarin 5 ár.

 

 

Nánar

í fjármálaráðuneytinu vinnur hún á sviði verðbréfamarkaða, mótun eftirlits og vinnur mikið við EES-rétt. Í pólitík hefur hún einkum lagt áherslu á réttlæti í auðlindamálum og skattkerfinu, nýja stjórnarskrá og bættan hag barnafjölskyldna.

Eva býr í Hlíðunum og á einn strák, Hrafn Dag. Eva er andlega sinnuð, stundar jóga og hugleiðslu og hlaup allt árið um kring.

Aldur:

35 ára

Fjölskylduhagir:

Bý með syni mínum Hrafni og kettinum Mikka.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Réttlæti og almannahag.

Leyndur hæfileiki:

Spila bridge og glamra á gítar.

Í hverju felst hamingjan?

Finna sátt í aðstæðum og semja frið við núið. Ástin. Fjölskyldan. Vináttan.

Njóta lífsins á meðan við erum hér.

Góð uppskrift:

500 gr. humar, hvítlaukur, salt, smjör – klipptur aðeins upp í miðjuna, hreinsaður, steiktur í um 3 mín í skelinni þannig að skelin brúnist aðeins. Síðan snúa við. Steikja í aðrar 2-3 mín. Besti matur í heimi með ristuðu baguette. Muna sleikja skelina og dýfa brauðinu í smjörið 🙂

3. sæti – Norðvesturkjördæmi

Jónína Björg Magnúsdóttir

fiskverkakona, Akranesi

Jónína Björg eða Nína eins og hún kallar sig, er yngst af stórum systkynahópi og vön að láta heyra í sér hvort sem er í leik eða starfi. Nína býr með Guðmundi Sigurðssyni húsasmið, eldsmið, grjóthleðslumanni og keiluþjálfara og saman reka þau Keilusal Akraness. Nína og Gummi eiga þrjú börn og 8 barnabörn. Tónlist hefur alla tíð átt stóran sess í lífi Nínu og hennar aðaláhugamál er að þýða söngtexta af einu tungumáli yfir á annað t.d. Tvær Stjörnur. Nína og fjölskylda bjuggu í Svíþjóð ’88-’96.

 

Nánar

Aldur:

52 ára

Fjölskylduhagir:

Í sambúð þeð Guðmundi Sigurðssyni. 3 börn og 8 barnabörn

Bæjarfélag:

Akranes

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Húsnæðismálum, samgöngum og bættu heilbrigðis og menntakerfi.

Leyndur hæfileiki:

Góð að flaka þorska á þurru landi.

Í hverju felst hamingjan? Í samhug og samveru með fólki og fjölskyldu.

Góð uppskrift:

Slatti af brosi og slatti af þetta reddast alltaf. Ef það gengur ekki er bara að standa á fætur og reyna aftur.

4. sæti – Suðurkjördæmi

Marinó Örn Ólafsson

Háskólanemi

Marinó Örn er ungur jafnaðarmaður á besta aldri og fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann lærir hagfræði við Háskóla Íslands og er virkur innan ýmissa hagsmunahreyfinga ungs fólks. Marinó er mikill áhugamaður golfíþróttarinnar og finnst fátt betra en að skella sér átján holur í góðum félagsskap.

Nánar

Aldur:

21 árs

Fjölskylduhagir:

Einhleypur

Bæjarfélag:

Reykjanesbær

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Málefnum ungs fólks og menntamálum.

Leyndur hæfileiki:

Ég get varið mörgum dögum í að hugsa um hvort ég hafi einhverja leynda hæfileika.

Í hverju felst hamingjan?

Að geta sofið út og hlustað eins mikið á útvarp og maður vill.

Góð uppskrift:

Sneið af hemilisbrauði, skellt í brauðrist í nokkrar mínútur. Þegar brauðið er farið að brúnast má skella yfir það smjöri og osti eða því sem finnst í ísskápnum hverju sinni.

4. sæti – Norðausturkjördæmi

Bjartur Aðalbjörnsson

Leiðbeinandi í grunnskóla

Bjartur er 23 ára gamall Vopnfirðingur. Hann starfar sem leiðbeinandi í Vopnafjarðarskóla og leikur knattspyrnu með Einherja.  Bjartur er alinn upp á pólitísku heimili og vaknaði því yfirleitt á sunnudagsmorgnum við stjórnmálaumræður í útvarpi og sjónvarpi eða við kappmiklar rökræður við eldhúsborðið. Þetta vakti áhuga Bjarts á pólitík en hann hefur starfað í flokknum frá árinu 2013. Hann er í Samfylkingunni því hann trúir á frelsi, jafnrétti og samstöðu.

Nánar

Aldur:

23 ára

Fjölskylduhagir:

Einhleypur og bý með bróður mínum og föður.

Bæjarfélag:

Vopnafjörður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Réttlátari skiptingu auðsins þannig að allir hafi jafnt aðgengi að húsnæði, menntun og heilbrigðu lífi.

Í hverju felst hamingjan?

Íslenskri náttúru með fjölskyldunni eða jafnvel sólarströnd með vinunum.

4. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

sagnfræðingur og formaður Ungra jafnaðarmanna

Nánar
4. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Ellert B. Schram

formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. alþingismaður

Hann er kominn til ára sinna, en hefur ennþá mörg áhugamál, svo sem golf, bridge, vaxtarækt, lestur samskipti við vini sína, börn og barnabörn , svo ekki sé talað um elsku bestu Ágúst, sem er konan hans. Svo er hann jafnaðarmaður fram í fingurgóma og tók að sér formennsku í félagi eldri borgara í Reykjavík

Nánar

Aldur:

78 ára 10. oktober

Fjölskylduhagir:

Kvæntur Ágústu Jóhannsdóttir, fyrrverandi ljósmiður og núna kennara

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jafnræði, velferð, samkennd og baráttunni gegn fátækt

Leyndur hæfileiki:

Að leyna göllunum

Í hverju felst hamingjan?

Gleði, ást, þakklæti og heilsu

Góð uppskrift:

allur matur sem konan mín eldar

4. sæti – Norðvesturkjördæmi

Sigurður Orri Kristjánsson

Leiðsögumaður

Sigurður er mikill áhugamaður um körfubolta og er NBA sérfræðingur Karfan.is. Eitt af hans hestu áhugamálum er að ferðast og kynnast menningu og siðum annarra þjóða. Hann er mikið fyrir músik og þá sérstaklega að spila sósíaldemókratísk lög á gítarinn sinn, helst frekar hátt. Skemmtilegast finnst honum þó að tala um hugmyndir sem gætu bætt samfélagið.

 

Nánar

Aldur:

29 ára

Fjölskylduhagir:

Í Sambúð.

Bæjarfélag:

Reykjavík.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnuði og því að hætta hinu óþolandi krónutölujafnrétti sem margir vilja meina að sé jafnrétti.

Leyndur hæfileiki:

Kann að prjóna brugðið.

Í hverju felst hamingjan?

Ástinni.

Góð uppskrift:

Ný bleikja, salt og pipar, steikja í smjöri í ca 30 sekúndur. Það þarf ekkert að vera flókið.

4. sæti – Suðvesturkjördæmi

Finnur Beck

Lögfræðingur

Finnur er hérðsdómslögmaður en starfar nú sem lögfræðingur hjá HS Orku. Hann nam lögfræði í Háskólanum í Reykjavík en hefur einnig BA gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ. Á árum sínum í Háskóla Íslands var Finnur virkur í starfi Röskvu – samtaka félagshyggjufólks og var meðal annars formaður Stúdentaráðs HÍ frá 1999-2000. Á árunum 2000-2007 starfaði hann sem fréttamaður á Fréttastofu Sjónvarps hjá RÚV en hefur síðan þá fengist lögfræðitengd störf m.a. á lögmannsstofu og stundakennslu við Háskólann í Reykjavík.

Nánar

Aldur:

42 ára

Fjölskylduhagir:

Þriggja barna faðir

Bæjarfélag:

Uppalinn í Kópavogi, nú búsettur í Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Efnahags- og menntamál hafa alltaf verið mér hugleikin.  Það er svo mikilvægt að skapa hér frjóan jarðveg í réttlátu samfélagi. Jafnaðarstefnan byggist á því að draga eins og kostur er úr aðstöðumun fólks. Þannig er mikilvægt að skapa hér almenn og góð skilyrði svo hver og einn fái notið sín, óháð efnahag eða uppruna, og geti uppskorið á grundvelli eigin atorku og hæfileika í heilbrigðu og réttlátu samfélagi.

Leyndur hæfileiki:

Að geta klúðrað einföldustu uppskriftum.

Í hverju felst hamingjan?

Þakklæti, að kunna að meta allt það góða í lífinu.

Góð uppskrift:

Sjá svar við spurningu um leyndan hæfileika.

5. sæti – Norðausturkjördæmi

Silja Jóhannesdóttir

Verkefnastjóri í Brothættum byggðum

Silja er sannkölluð lattelepjandi landsbyggðartútta en hún hefur búið jafnt í borg sem sveit og líkar bæði vel. Hún vinnur í dag í byggðaeflingarverkefnum sem heita Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn. 

Hún er í dag búsett á Raufarhöfn og hjarta hennar slær í dag í byggðamálum svo og ferðaþjónustu. Hún vann áður hjá Hagstofunni og Capacent. Silja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og MBA gráðu frá HR.

 

Nánar

Aldur:

38 ára

Fjölskylduhagir:

Ég bý með kettinum mínum, honum Gimla

Bæjarfélag:

Raufarhöfn

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Byggðamálum og atvinnumálum

Leyndur hæfileiki:

Ég er opin bók, engin leyndur hæfileiki.
Í hverju felst hamingjan? Að vera sáttur við sjálfan sig og leggja eitthvað til samfélagsins.

Góð uppskrift:

Elda hvorki né baka. en uppskrift að góðum degi er að eyða honum í faðmi þeirra sem þér þykir vænt um.

5. sæti – Norðvesturkjördæmi

Gunnar Rúnar Kristjánsson

Bóndi

Gunnar er mikill áhugamaður um sögu, ekki síður stjórnmálasöguna. Íþróttir skipa líka stóran sess sérstaklega hópíþróttir og frjálsar íþróttir. Hin seinni ár hefur áhuginn einnig snúist mikið um stjórnkerfið og stjórnsýsluna og er Gunnar að klára MPA nám í opinberri stjórnsýslu. Árið 2012 greindist Gunnar með æxli í merg og hefur hann frá þeim tíma kynnst heilbrigðiskerfinu nokkuð vel sem notandi þess.

Nánar

Aldur:

60 ára

Fjölskylduhagir:

Giftur

Bæjarfélag:

Húnavatnshreppur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

atvinnumálum, heilbrigðismálum og menntamálum

Leyndur hæfileiki: leikari

Í hverju felst hamingjan?

allskyns upplifun

Góð uppskrift:

Ekkert slær út grillað Lamba-prime með kartöflum (franskar, bakaðar) og rótagrænmeti

5. sæti – Suðvesturkjördæmi

Sigurþóra Bergsdóttir

Vinnusálfræðingur og verkefnisstjóri

Sigurþóra  hefur í ræðu og riti fjallað um hvernig við eigum að halda betur utan um unga fólkið okkar. Hún setti á fót styrktarsjóð til styrktar úrræðum fyrir ungt fólk sem lent hefur í áföllum í nafni sonar síns. Hennar menntun er í vinnu og félagssálfræði og hefur mikinn áhuga á því hvernig þau fræði geta unnið með okkur í að gera betra samfélag. Sigurþóra er fjölskyldukona.  Hennar áhugamál eru góður matur, skemmtilegt fólk, henni finnst gaman að syngja og er í kórnum Hrynjandi.

Nánar

Aldur:

45 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Rúnari Unnþórssyni og á tvö börn sem eru 14 og 11 ára.  Elsti sonur Bergur Snær væri 21 árs en hann lést 19 ára.

Bæjarfélag:

Seltjarnarnes

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Betri umgjörð um börnin okkar og unga fólkið þar sem við höldum betur utan um alla frá upphafi og gerum það í alvöru svo engin verði útundan og allir hafi jafna forgjöf til að blómstra.   Forvarnir, umhverfismál og betra og fjölskylduvænna samfélag.  Stytting vinnuviku og lenging fæðingarorlofs væri góð byrjun.  Einnig sanngjarnari skattlagning þar sem lægstu og meðatekjufólkið okkar borgi lægri skatta en sækja skatta til þeirra sem geta lagt meira til.  Sérstaklega þarf að skoða stöðu einstæðra foreldra hvort sem þau hafa lögheimili barna sinna eða ekki.  Minnka áhrif jaðarskatta á þessa hópa.  Sanngjörn renta af okkar auðlindum til samfélagsins.

Leyndur hæfileiki:

Ég get hreyft eyrun 🙂

Í hverju felst hamingjan?

Fjölskyldunni minni og vinum.  Góð tengsl við fólkið mitt er uppruni minnar hamingju.

Góð uppskrift:

Humar, hvítlaukur og smjör, hvítvín og fólkið mitt.

5. sæti – Suðurkjördæmi

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi

Nánar
5. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Vilborg Oddsdóttir

Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar

Vilborg er með ríka réttlætiskennd og er mjög forvitin um allt sem er í kringum hana, bæði fólk og hluti. Vilborg er dugleg að skipuleggja hluti og fá fólk til að vinna saman. Að hlusta á fólk er það sem Vilborg hefur lært í starfi sínu með viðtölum við mörg þúsund einstaklinga, hvern með sína sögu og sitt líf að segja frá.

 

Nánar

Aldur:

57 ára

Fjölskylduhagir:

Er gift Þórði Árnasyni tónlistarmanni, á þjú börn og eitt barnabarn.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Réttlæti,heiðarleika, þátttöku allra í samfélaginu, að allir geti lifað mannsæmandi lífi af þeim launum/bótum sem þeir hafa.

Leyndur hæfileiki:

Er löngu búin að sýna alla mína hæfileika!

Í hverju felst hamingjan?

Að lifa lífinu í dag og horfa í kringum sig á alla þá skemmtilegu hluti sem þar er að finna, bæði í nátturunni og hjá fólki.

 

5. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Nikólína Hildur Sveinsdóttir

mannfræðinemi

Nikólína er hálfdönsk Reykjavíkurmær sem hefur ávallt haft sterka réttlætiskennd og áhuga á pólitík. Henni líður vel í góðra vina hópi en nýtur þó einnig einverustunda í litlu risíbúðinni sinni. Í mannfræðináminu efldist áðurnefnd réttlætiskennd og þyrsti Nikólínu að taka virkan þátt í að gera samfélagið og heiminn betri, það varð því svo að hún byrjaði að taka þátt í starfi Ungra jafnaðarmanna og situr nú í framkvæmdastjórn hreyfingarinnar.

Nánar

Aldur:

26

Fjölskylduhagir:

Einhleyp

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég vil búa í samfélagi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra og frelsis óháð félagslegum flokkunum á borð við kyn, kyngervi, uppruna og efnahag. Bakgrunnur fólks á ekki að stýra stefnu þeirra í lífinu

Leyndur hæfileiki:

Ég er mjög góð í eftirhermum

Í hverju felst hamingjan?

Það felst ákveðin hamingja í því að ætlast ekki til þess að vera alltaf hamingjusamur

Góð uppskrift:

Blómkálssúpa à la Nikólína

6. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Þórarinn Eyfjörð

Framkvæmdastjóri SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu

Þórarinn hefur verið framkvæmdastjóri SFR – stéttarfélags í 11 ár, en þar á undan framkvæmdastjóri Fræðslusetursins Starfsmenntar og stýrði uppbyggingu þess. Aðaláhugamál Þórarins eru útivera, ferðalög, náttúra Íslands og náttúruvernd í góðu jafnvægi við íslenska þjóð. Þórarinn er formaður Útivistar-ferðafélags og hefur verið það í allmörg ár. Hann starfaði að leiklist um alllangt skeið sem leikari, leikstjóri, höfundur leikgerða og leikskáld og var formaður Sjálfstæðu leikhúsanna um árabil.

Nánar

Aldur:

57

Fjölskylduhagir.

Eiginkona: Kristín Jónsdóttir skólastjóri í Víðisstaðaskóla og lektor í HÍ. Börn: Sigrún Eyfjörð og Þorsteinn Eyfjörð

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Stjórnmál snúast um skiptingu gæða og hvernig þeim gæðum er ráðstafað.

Leyndur hæfileiki:

Var alltaf með betri splæsurum um borð.

Í hverju felst hamingjan?

Ást, fjölskyldu, vinum, nánd og sólarupprás við fallegt vatn með kröftugum uppítökum.

Góð uppskrift:

Bibbio, stöng nr. 6, lína nr. 7, kaffi á brúsa, silfurhærð dís á miðþóftunni og grillið klárt.

6. sæti – Norðvesturkjördæmi

Guðrún Eggertsdóttir

Fjármálastjóri

Guðrún er Kópavogsbúi sem hefur búið 17 ár á Patreksfirði. Guðrún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Guðrún hefur starfað sem fjármálastjóri í Odda fiskvinnslu og útgerð síðan 2012.  Áður var hún verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Guðrún hefur einnig unnið hjá Sýslumanninum á Patreksfirði og starfað við kennslu. Guðrún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar árin 2010 – 2014.

Áhugamálin eru fjölskyldan fyrst og fremst og henni finnst gaman að ferðast. Hún hefur nýlega tekið upp aftur skíðaiðkun og hestamennsku. Guðrún vonast líka til að finna tíma til að byrja að stunda golf og byrja aftur að læra á píanó.

Nánar

Aldur:

41 ára

Fjölskylduhagir:

Gift og 4 börn

Bæjarfélag:

Patreksfirði Vesturbyggð

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Byggðamálum,  rekstrarumhverfi fyrirtækja og jöfnun búsetuskilyrða.

Leyndur hæfileiki:

Lærði 3 ár á píanó

Í hverju felst hamingjan?

Gleðjast yfir hversdagslegum hlutum, því litla og smáa og að rækta fjölskyldu og vini .

Góð uppskrift:

Geri hrikalega gott lasagna.

6. sæti – Suðvesturkjördæmi

Símon Örn Birgisson

Leiklistarfræðingur

Símon Birgisson er menntaður leiklistarfræðingur. Hann hefur komið að fjölda leiksýninga hér á Íslandi og í hinum þýskumælandi leikhúsheimi sem höfundur, sviðsmyndahönnuður og tónlistarstjóri og hefur unnið sem pistalhöfundur, fréttamaður og blaðamaður á Stöð 2, Fréttablaðinu og DV. Í dag starfar Símon við leikmyndagerð og aðra smíði á Verkstæðinu í Mosfellsbæ. Símon býr í Hafnarfirði ásamt Írisi Önnu Randversdóttur og tvíburunum Helga og Kára.

Nánar

Aldur:

32 ára

Fjölskylduhagir:

Trúlofaður tveggja barna faðir.

Bæjarfélag:

Hafnarfjörður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég hef ríka réttlætiskennd. Þess vegna er ég vinstrimaður. Við hugsum svolítið með hjartanu og metum hag heildarinnar meira en okkar persónulega hagi. Ég gæti aldrei tilheyrt flokki eða hópi fólks sem finnst það flott eða kúl að tala um að græða pening í hádeginu og grilla á kvöldin. Ég hef átt miklu láni að fagna í lífinu, fengið góða menntun og unnið við skapandi störf. En ég hef líka kynnst því að lífið er ekki dans á rósum hjá öllum. Ég á bróðir sem er öryrki og hefur svo sannarlega þurft að hafa fyrir hlutunum í lífinu. Pabbi minn hefur glímt við krabbamein. Og ég hef líka kynnst því hvaða áhrif það getur haft á fjölskyldur sem eiga langveik börn. Í öllum þessum tilvikum treystum við því að búa við hjálparnet, félagslegt kerfi og heilbrigðiskerfi sem aðstoðar fólk í gegnum erfiðleika. Í dag brenn ég einna mest fyrir bættum kjörum ungs barnafólks. Það þarf að taka til í bótakerfinu, uppfæra það í takt við breytta tíma. Það hefur orðið launaskrið í landinu en barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur hafa lítið sem ekkert hækkað. Það verður líka að lengja fæðingarorlof og breyta hugsunarhættinum í kerfinu. Fólk upplifir að því sé refsað fyrir að eignast börn en þau ekki boðin velkomin. Því þarf að breyta því Ísland er eitt af fáum Evrópulöndum þar sem fólk er enn að fjölga sér og það er mikil gæfa og blessun. Ég vil líka að við metun skapandi greinar og listir að verðleikum. Lífið er svo innantómt og leiðinlegt ef það snýst bara um peninga og vinnu.

Leyndur hæfileiki:

Ég hef unnið til verðlauna á kraftlyftingarmótum, tek yfir hundrað í bekk og 200 kíló í réttstöðulyftu. Svo er ég með gamlan hefilbekk í bílskúrnum og elska að smíða.
Í hverju felst hamingjan? Það var frægt skáld sem skrifaði að ef maður vænti einskis og óttaðist ekkert væri maður frjáls. Ég held að það sé mikilvæg lexía. Maður á ekki að lifa lífinu af ótta eða vera með sífelldar væntingar um eitthvað sem er ókomið. Maður verður að gera eins vel og maður getur úr aðstæðum hverju sinni og njóta augnabliksins. Þá er maður frjáls og hamingjusamur.

Góð uppskrift:

Eldaðu uppáhaldsréttinn þinn og bættu svo Chili út í. Ég er á Chili tímabili í lífinu mínu og finnst allt betra með smá kryddi. Er Samfylkingin ekki einmitt kryddið sem þarf í næstu ríkisstjórn 🙂

6. sæti – Norðausturkjördæmi

Kjartan Páll Þórarinsson

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings

Kjartan er fæddur og uppalinn Akureyringur en hefur búið á Húsavík í að verða 7 ár.
Hann er menntaður húsasmiður sem fór í háskólanám í hruninu og kláraði BA í stjórnmálafræði.
Kjartan hefur alla tíð haft mikin áhuga á íþróttum og spilaði fótbolta til margra ára með Völsungi, Aftureldingu og fleiri liðum. Íþróttir eru því eitt af aðaláhugamálum ,,Kjarra´ eins og hann er alltaf kallaður.
Stangveiði og útivera höfðar mikið til hans sem og lestur góðra bóka.

Nánar

Aldur:

35 ára

Fjölskylduhagir:

Unnusta og tvær yndislegar stelpur.

Bæjarfélag:

Húsavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Húsnæðismálum, og almennum jöfnuði.

Leyndur hæfileiki:

Tekur meira en 100kg í bekk!

Í hverju felst hamingjan?

Að vera í núinu og að leita ekki langt yfir skammt.

Góð uppskrift:

Ristað brauð, mikill steiktur laukur, tómatsósa, 2 spæld egg, beikon ef það er spari. Lykilatriði að drekka sterkt kaffi með.

6. sæti – Suðurkjördæmi

Miralem Haseta

Húsvörður í Nýheimum

Nánar
6. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Þröstur Ólafsson

hagfræðingur

Þröstur  hefur verið virkur á flestum sviðum þjóðfélagsins. Hann aðstoðaði ráðherra þrisvar í: iðnaðar-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður  bókmenntafélagsins Máls og menningar. Framkvæmdastjóri KRON/Miklagarðs, Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Sinfóníuhljómsveitarinnar.Hefur sinnt húsverndarmálum  í stjórn Minjaverndar ; skógræktaarmálum í stjórn Skógræktarfél. Rvíkur. og náttúruverndamálum í stjórn Auðlindar. Þröstur sat í stjórnum fjölda fyrirtækja og stofnana s.s. Granda hf, Flugleiða hf, SÍS, Félagsbústaða hf, Seðlabankans og Félagslega þróunarbanka Evrópu, Þróunarmvinnustofnunarinnar o.s.frv.. Vann í fjölda nefnda s.s. um mótun fiskveiðstjórnunar, afnám vístölubindingar o.s.frv.

Nánar

Aldur:

78.

Fjölskylduhagir:

Giftur Þórunni Klemensdóttur og eigum við fimm börn. Bæjarfélag: Reykjavík. Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum: Opnu, frjálslyndu þjóðfélagi jöfnuðar og réttlætis. Að rétta hlut þeirra sem á brattan eiga að sækja s.s. ungu fólki í húsnæðisþröng og ellilífeyrisþegum. Umhverfis- og loftlagsmál eru örlagamál samtímans. Þá skipta mig Evrópu- og gjaldmiðilsmál afar miklu máli.

Leyndur hæfileiki:

óþekktur

Í hverju felst hamingja ?

í því að vera glaður í sinni og sáttur við Guð og menn.

Góð uppskrift:

Mundu að vera nærgætinn við samferðamenn meðan allt leikur í lyndi hjá þér. Þú átt eftir að hitta þá síðar á lífsleiðinni.
Myndir. Fésbókar mynd. Sendi síðar fleiri mybdir.
7. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Inga Auðbjörg K. Straumland

KaosPilot, vefsmiður og athafnarstjóri

Inga er skapandi skáti sem grenjar yfir raunveruleikasjónvarpi og tryggingaauglýsingum. Hún vinnur við að búa til vefsíður og gifta fólk um alla koppa og grundir í nafni Siðmenntar. Svo nemur hún verkefnarstjórnunarfræði við HR og skiptir sér að pólitík.

Nánar

Aldur: 31
Fjölskylduhagir: Gift Helga Hrafni Gunnarssyni og saman eigum við þrjá ketti, Sönsu, Arýu og Tyrion.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég brenn fyrir tækifærum og fjölbreytileika.  Femínismi, hinsegin málefni og náttúran er eitthvað sem ég berst fyrir, auk velferðar, menntamála, menningu og trúfrelsis.

Leyndur hæfileiki:

Ég get samið lög á staðnum og leikið undir á hljóðfæri.

Í hverju felst hamingjan?

Í ástinni og parmaskinku.

Góð uppskrift:

Mér finnst skemmtilegt að elda arabískan mat og elda mjög sjaldan eftir uppskriftum.

Kúskús

Hellið heitu vatni yfir kúskús sem hefur verið kryddað með t.d. kanil, kóríander, cumin og krafti.

Steikið grænmeti, t.d. papriku, sveppi, ólífur, lauk, spínat, hvítlauk, engifer og blandið kúskúsinu út í.

Berið fram með fersku kóríander og fetaosti.

Arabískur kjúklingur

Blandið saman grískri jógúrt eða ab-jógúrt og kryddi, svo sem kanil, cumin, garam masala, kóríander, chili, hvítlauk, engifer.

Hellið yfir kjúklingabita með beini og eldið í ofni.

Svindlnaan

Kaupið upprúllað pizzadeig, skerið í litla þríhyrninga og steikið á þurri pönnu.

Penslið með bræddu smjöri með hvítlauk, kóríander og salti.

7. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Sigríður Ásta Eyþórsdóttir

Iðjuþjálfi

Sassa þrífst best þegar hún er umvafin fólki. Börn og unglingar skipa stóran sess í lífi hennar bæði í leik og starfi og finnst henni fátt betra en þegar húsið iðar af lífi. Eins veitir það henni mikla gleði að gefa fjölskyldu og vinum góðan mat, sitja lengi yfir borðhaldi og ræða málefni líðandi stundar. Kórsöngur með kærum vinum nærir sál hennar og jassballet með vinkonum heldur henni liðugri og léttri á sér. Sassa er forvitin um heiminn og hefur ferðast víða og búið í Bandaríkjunum og á Spáni

Nánar

Aldur:

49 ára

Fjölskylduhagir:

Gift í 27 ár og á 3 börn, 23 og 20 ára syni og 9 ára dóttur.

Bæjarfélag: Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Fyrir heilbrigðis- og menntamálum. Hef víðtæka þekkingu og reynslu af hvoru tveggja. Finnst grundvallaratriði að þessar grunnstoðir samfélagsins séu sterkar, aðgengilegar og þjóni öllum jafnt.

Leyndur hæfileiki:

Kemst ennþá í splitt.

Í hverju felst hamingjan?

Að gleðja og gleðjast með fólki.

Góð uppskrift:

Kasmír kjúklingur
125 gr. smjör
3 stórir laukar
10 piparkorn
10 kardimommur (eða 1 tsk)
1 tsk kanill
5 cm engifer
2 hvítlauksgeirar
1 tsk chili duft
2 tsk paprika
salt
1.5 kg kjúklingabitar með beini
250 gr. hrein jógúrt

Steikið lauk, hvítlauk, engifer og kryddin í smjörinu í u.þ.b. 7 mínútur (laukurinn má næstum brenna). Bætið kjúklingum út í og steikið vel. Að lokum er jógúrtin sett út í og hrært varlega saman. Setjið lokið á og eldið í 30 mínútur við vægan hita. Berið fram með grjónum, naan brauði og mangó chutney.

 

7. sæti – Suðurkjördæmi

Arna Huld Sigurðardóttir

Hjúkrunarfræðingur

Nánar
7. sæti – Norðausturkjördæmi

Ólína Freysteinsdóttir

Ráðgjafi/Fjölskyldumeðferð

Nánar
7. sæti – Suðvesturkjördæmi

Gunnar Helgason

leikari og rithöfundur

Í hotskurn má segja að Gunnar sé duglegur. Hann er hress og alltaf með marga bolta á lofti. Hann hefur fengist við leiklist, leikstjórn og ritlist allt frá útskrift úr Leiklistarskóla Íslands árið 1991. Áhugamálin eru fótbolti og veiðar. Er hann var yngri vann hann við vegagerð út um allt land og kynntist þar mikið af stórkostlegu fólki hvort heldur þau voru vörubílstjórar, verkstjórar eða vegavinnuskúrsmatseljur.

 

Nánar

Aldur:

51 ára

Fjölskylduhagir:

Ég á tvo syni, Ásgrím og Óla Gunnar sem eru báðir á kosningaaldri og mjög áhugasamir um pólitík. Konan mín er Björk Jakobsdóttir, sú landsfræga grínkella. Hún kennir unglingum leiklist og rekur Gafaraleikhúsið af mikilli snilld.

Bæjarfélag:

Hafnarfjörður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég hef alla mína starfsævi unnið að gerð barnaefnis og hef heldur færst í aukana eftir því sem árin hafa færst yfir. Nú er ég formaður SÍUNG – Samtaka unglinga- og barnabókahöfunda á Íslandi og vinn hörðum höndum að því að koma skikki á reglur um skólabókasöfn landsins og þar með framtíð barnanna, lesturs, læsis og íslenskunnar.

Leyndur hæfileiki:

Ég er ástríðuveiðimaður en ákaflega byssuhræddur og veiði því eingöngu á stöng. Ég á tvo hunda og 7 hesta en fer ekki á hestbak eftir að ég bakbrotnaði árið 2006. Það sem fáir vita er að ég er fyrrum skíðameistari, stórkostlegur dansari og svo tala ég Serbó-Króatísku.

Í hverju felst hamingjan?

Að vera sáttur í sínu skinni með sér og sínum.

Góð uppskrift:

Pylsubrauð, blóðberg, chilisulta, sinnep, remúlaði og harðgrillað bleikjuflak. Tékk it.

7. sæti – Norðvesturkjördæmi

Sólveig Heiða Úlfsdóttir

háskólanemi, Borgarbyggð

Sólveig er 24 ára nemi á þriðja ári í leikskólakennarafræði og vinnur samhliða námi við aðhlynningu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Sólveig hefur mikla réttlætiskennd og er jafnaðarmaður í húð og hár!

Nánar

Aldur:

24 ára

Fjölskylduhagir:

Gift og á einn 3 ára dreng.

Bæjarfélag:

Borgarnes

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Menntamálum og stöðu aldraðra.

Leyndur hæfileiki:

Get þulið upp öll fylki Bandaríkjanna.

Í hverju felst hamingjan?

Hugarró.

Góð uppskrift:

Kærleikur og bros, gerir allt betra!

8. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Guðmundur Gunnarsson

Fyrrv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands

Virkur í samfélagsumræðunni. Útilífsmaður, náttúruvernd komið að gerð Rammaáætlunar og stofnun hálendisþjóðgarðs. Lagfæring bóta- og lífeyrisskerfis. Var í Stjórnlagaráði og ný stjórnarskrá.

Nánar

Aldur: 71
Fjölskylduhagir. Giftur, 6 barna faðir og 11 barnabörn
Bæjarfélag: Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ný stjórnarskrá. Náttúruvernd. Endureisn heilbrigðis- og skólakerfisins. Aukið jafnræði í skiptingu þjóðarkökunnar

Leyndur hæfileiki:

Lúnkinn kokkur og grillari

Í hverju felst hamingjan?

Jafnræði og virðingu fyrir samferðamönnum

Góð uppskrift:

Grillaðir saltfiskhnakkar. Pennsla með hvítlauksolía og skvettu af Hoisin sósu. Forréttur grillaðar gellur. Marínanerað í olíu, sítrónusafa, soyasósu, salt og pipar

8. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Hallgrímur Helgason

Myndlistarmaður og rithöfundur

Hallgrímur Helgason byrjar hvern dag á því að yrkja ljóð og skrifar síðan skáldsögu fram yfir hádegi, smellir svo í pistil fyrir kvöldmat en dreymir ný málverk á nóttunni. Á klukkutíma fresti tekur hann sér 2 mín. pásu til að fylgjst með þjóðmálunum. Ný ljóðabók hans, „Fiskur af himni“, kemur út hjá Forlaginu í október.

Nánar

Aldur:

58

Fjölskylduhagir.

Í sambúð með fyndinni VG-konu, þriggja barna faðir og eitt á leiðinni.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Gegn elítu, gegn feðraveldi, gegn íslenska klíkusvindlinu. Með þjóðnýtingu kvótans, nýrri stjórnarskrá og ESB-aðild.

Leyndur hæfileiki:

Enginn, þetta er allt upp á borði hjá mér.

Í hverju felst hamingjan?

Að skapa og elska, og skála stöku sinnum í góðu rauðvíni.

Góð uppskrift:

Límónubaka í „Ómótstæðileg Ella“ bls. 196. – Gebbuð.

8. sæti – Suðurkjördæmi

Guðmundur Oddgeirsson

Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

Nánar
8. sæti – Norðausturkjördæmi

Jónas Einarsson

Húsavík

Nánar
8. sæti – Norðvesturkjördæmi

Garðar Svansson

Fangavörður, Grundarfjarðarbæ

Nánar

Aldur:

49 ára

Fjölskylduhagir:

Sambúð, 3 börn og 4 barnabörn

Bæjarfélag:

Grundarfjarðarbær

 

8. sæti – Suðvesturkjördæmi

Steinunn Dögg Steinsen

Deildarstjóri Umhverfismála

Steinunn er með mastersgráðu í efnaverkfræði, d-vottun í verkefnastjórnun, lærði að vera einkaþjálfari og hefur útskrifast sem ræstitæknir. Hún er brosmild og lífsglöð ung kona sem hefur gaman af lífinu. Skemmtilegast finnst henni að lesa og spila við börnin sín eða ræða málefni líðandi stundar við vini og vandamenn.

Nánar

Aldur:

38 ára

Fjölskylduhagir:

Gift draumaprinsinum og saman eigum við Iðunni Völu 7 ára, Salvar Stein 2 ára og engilinn Stein sem lést þegar hann var eins og hálfs árs.

Bæjarfélag:

Mosfellsbær

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Réttlátu samfélagi

Leyndur hæfileiki:

Tölur, excel og greining á gögnum. Mjög nördralegt en tölur segja oft svo miklu meira en mörg orð…. 🙂

Í hverju felst hamingjan?

Þakklæti

Góð uppskrift:

Galdurinn er að geta brosað!

9. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Anna Margrét Ólafsdóttir

Leikskólastjóri

Önnu Margréti finnst fátt skemmtilegra en samvera við börn, bæði í starfi og einkalífi. Hún prjónar mikið í frítíma og finnst athöfnin vera bæði slökun og hugleiðsla. Anna Margrét heldur úti námsleikjasíðunni paxel123.com og er höfundur alls efnis á síðunni. Þar er að finna tölvuleiki sem tengjast læsi og stærðfræði ásamt skemmtilegum verkefnablöðum sem hægt er að prenta út. Aðgangur er ókeypis enda netöryggi barna forsenda síðunnar.

Nánar

Aldur:

57

Fjölskylduhagir:

Gift, þriggja barna móðir og amma fimm barna

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Menntamál á öllum skólastigum, heilbrigðismál og velferðamál

Leyndur hæfileiki: hann er svo leyndur að hann finnst ekki
Í hverju felst hamingjan? Hamingjan felst í því að eiga góðar stundir með maka og afkomendum

Góð uppskrift:

Dásamleg sítrónukladdkaka sem er ótrúlega einfalt að gera:

Börkur af tveimur sítrónum og 3-4 msk sítrónusafi
150 g smjör
2 dl. sykur
1 1/2 dl. hveiti
1 tsk. vanillusykur
2 egg
Flórsykur til skreytingar

Aðferð:

Ofninn stilltur á 175 gráður

Bökunarpappír settur í botninn á hringformi sem ser ca. 20 cm. í þvermál. Smyrja botninn og kantana með smá smjöri

Skolið sítrónurnar og þerrið þær með eldhúspappír

Bræðið smjörið í potti og takið af hellunni

Blandið þurrefnunum saman við smjörið og notið sleif til að hræra með

Setjið eggin út í pottinn og hrærið vel

Setjið sítrónubörkinn og safann út í

Setjið í formið og bakið í ca. 20-22 mín – látið kökuna kólna í forminu

Setjið kökuna á disk og sigtið smá flórsykur yfir – berið fram með þeyttum rjóma

9. sæti – Suðurkjördæmi

Borghildur Kristinsdóttir

Bóndi, Landsveit

Nánar
9. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Margrét M. Norðdahl

Myndlistakona

Margrét starfar á vettvangi lista, listmenntunar og stjórnmála. Hún er myndlistarkona og með MA í listkennslu. Hún starfar m.a. að kennslu í Myndlistaskóla Reykjavíkur og í Listaháskólanum og er nefndarmaður hjá Reykjavíkurborg ásamt því að kenna jóga.
Hún hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á að jafna þáttöku og aðgengi ólíkra hópa  í listheiminum og á rétt allra til að mennta sig á öllum skólastigum. Hún hefur fengið Hvatningarverðlaun ÖBÍ í eintaklingsflokki fyrir þá baráttu og Múrbrjót Þroskahjálpar með bæði Listahátíðinni List án landamæra, sem hún stýrði í 8 ár, og síðar með Myndlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún var deildarstjóri Diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun.
Margrét hefur mikla trú á að hvert og eitt okkar geti haft áhrif á að breyta heiminum til hins betra, bæði í nærumhverfinu og í stærra samhengi.

Nánar

Aldur:

39 ára

Fjölskylduhagir:

Unnusti og 2 börn

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Að búa til réttlátt, skapandi samfélag sem er  fyrir alla en ekki bara suma. Samfélag sem byggist á samkennd, samskipan, sköpun og sjálfbærni.
Ég myndi vilja að samfélagið allt væri hannað eftir lögmálum og hugsun algildrar hönnunar (Universal design) allt frá ytra umhverfi til innra stjórnkerfis og allt þar á milli.

Leyndur hæfileiki:

Ég er góð í að finna jákvæða eiginleika í fari fólks, svo er ég mjög liðug í puttunum og get fléttað þeim saman í kuðung.

Í hverju felst hamingjan?

Núinu, kærleika og þakklæti

Góð uppskrift:

Ég er mjög léleg að fylgja uppskriftum.

Hér er slump að góðum karrýpottrétti sem ég geri oft úr því sem er til í ískápnum hverju sinni.

– Steikja lauk, hvítlauk og krydd í olíu í potti
Krydd: T.d. Cumin, Karrý, Garam Masala og Kóríander, chilli ef smekkur er fyrir sterku.
– Skola rauðar linsubaunir og steikja svo  í kryddblöndunni smá stund.
– Skera grænmeti eftir smekk í bita og steikja í smá stund með hinu
T.d.: Brokkolí, blómkál, gulrætur, sætar kartöflur, rótargrænmeti,  kúrbít, sykurbaunir osfrv.
– Bæta útí hökkuðum tómat í krukku, tómat paste, vatni og grænmetisskrafti, setja minna í einu og bæta við ef þarf.
– Láta malla.
– Smakka og krydda meira eftir smekk. Gott að setja Curry paste og Mango Chutney útí.
– Bæta við kókosmjólk í lokin, rétturinn verður mildari.

Berist fram með Rotti brauði (fæst í Koló) eða Nan, fersku kóríander, Vegan-sýrðum rjóma (t.d. frá Oatly) og Quinoa eða íslensku perlubyggi.

Það er hægt að breyta þessu í súpu með því að setja meiri vökva, þá getur verið gott að ,,smússa“ þessu saman með töfrasprota.

9. sæti – Norðausturkjördæmi

Sigríður Margrét Guðjónsdóttir

Stuðningsfultrúi

Sigga Magga er 39 ára Norðfirðingur og eins og flestir frá Neskaupstað. Sigga Magga er líka 5 barna móðir með sterka réttlætiskennd og passar að fólkinu sínu líði vel. Vinnur í dag sem stuðningsfulltrúi í Nesskóla og stendur vaktina fyrir börnin. Hún þekkir af eigin raun mikilvægi þess að samgöngur verði betrumbættar og hugsar hlýtt til Kristjáns Möllers fyrir að hafa komið Norðfjarðargöngum í gagnið.

 

Nánar

Aldur:

39 ára

Fjölskylduhagir

Gift

Bæjarfélag:

Nesskaupstað

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Velferðarmálum, Byggðarmálum og samgöngur…

Leyndur hæfileiki:

Fer sjaldan í fílu.

Í hverju felst hamingjan?

Lifa lífinu lifandi…

Góð uppskrift:

Frönsk Súkkulaðikaka

Uppskrift

Botn:

 • 2 dl sykur
 • 200 g smjör
 • 200 g suðusúkkulaði
 • 1 dl hveiti
 • 4 stk egg

Súkkulaðikrem:

 • 150 g suðusúkkulaði
 • 70 g smjör
 • 2-3 msk síróp

Aðferð-botn:

Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur.

Aðferð – krem:

Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðaberjum, hindberjum eða bláberjum.

9. sæti – Norðvesturkjördæmi

Ingimar Ingimarsson

organisti, Reykhólahreppi

Nánar
9. sæti – Suðvesturkjördæmi

Erna Indriðadóttir

fjölmiðlakona

Erna Indriðadóttir hefur sérstakan áhuga á málefnum eldra fólks og er í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og í herráði Gráa hersins. Hún er einnig varamaður í stjórn Landssambands eldri borgara. Árið 2014 stofnaði hún vefritið Lifðu núna, en þar er fjallað um málefni fólks sem er komið yfir miðjan aldur. Þar áður gegndi Erna starfi fjölmiðlafulltrúa hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði, eftir að hafa starfað hjá Ríkisútvarpinu í rúma tvo áratugi.

 

Nánar

Aldur:

64 ára

Fjölskylduhagir:

Í sambúð

Bæjarfélag:

Garðabær

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Málefnum eldra fólks, efnahags- og atvinnumálum.

 

10. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Óli Jón Jónsson

kynningar- og fræðslufulltrúi BHM

Óli er 47 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann las sagnfræði og stjórnmálafræði við háskóla hér heima og í Svíþjóð og hefur unnið við ýmislegt frá því að hann lauk námi seint á síðustu öld, einkum þó útgáfumál og almannatengsl. Óli ver frítíma sínum mest með fjölskyldunni en glamrar líka á hljóðfæri þegar tími gefst til, les bækur um sögu tuttugustu aldar, fer út að skokka eða hangir á facebook.

Nánar

Aldur:

47

Fjölskylduhagir.

Kvæntur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Fyrir því að við endurreisum heilbrigðiskerfið, byggjum upp innviði samfélagsins og bætum kjör lág- og millitekjuhópa með réttlátri skattlagningu.

Leyndur hæfileiki:

Breikdans

Í hverju felst hamingjan?

Í því að vera þakklátur fyrir það sem lífið færir manni.

Góð uppskrift:

Fiskur og smjör.

10. sæti – Suðurkjördæmi

Ástþór Jón Tryggvason

Nemi og þjálfari.

Ástþór er ungur Mýrdælingur uppalinn í Vík. Hann stundar nám í fjarnámi við Menntaskólann á Tröllaskaga. Hann er mikill áhugamaður um íþróttir, keppir í hlaupum innanlands sem utan og er þjálfari hjá Umf.Kötlu. Hann er félagsmálamaður mikill og hefur setið í stjórn USVS og er í dag ritari Umf.Kötlu í Vík ásamt því að eiga sæti í Ungmennaráði UMFÍ og Ungmennaráði Menntamálastofnunnar. Hann hefur mikinn metnað fyrir starfi sínu og hefur unnið að uppbygginu ungmennastarfs í Vestur Skaftafellssýslu.

Nánar

Aldur:

19.

Fjölskylduhagir:

Einhleypur.

Bæjarfélag:

Vík í Mýrdal.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Menntamál með sérstaka áherslu á tækifæri á landsbyggðinni, skattamál með áherslu á skattlagningu ungmenna, lýðheilsumál, samfélagsmál og öll málefni sem við koma börnum og ungmennum.

Leyndur hæfileiki:

Get gutlað á flest hljóðfæri.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan er undir okkur komin.

Góð uppskrift

Settu brauðsneið í ristinna. Smyrðu á það smjöri, settu á það ost og sultu í lokinn. Þarf sennilega ekki að taka það fram að mínir hæfileikar liggja ekki í eldhúsinu.

10. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Reynir Sigurbjörnsson

rafvirki

Nánar
10. sæti – Norðausturkjördæmi

Orri Kristjánsson

Akureyri

Nánar
10. sæti – Suðvesturkjördæmi

Hjálmar Hjálmarsson

Leikari, leikstjóri og höfundur

Nánar

Aldur:

53 ára

Fjölskylduhagir:

Ég er giftur Guðbjörgu Ólafsdóttur og á 3 börn Sölku Sól Eyfeld, Hjálmar Óla og Ágúst Orra. Hjá okkur búa líka kettirnir Bubbi og Mia litla og hundur sem heitir Saga.

Bæjarfélag:

Kópavogur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Að skapa réttlátt samfélag þar sem við öll höfum jöfn tækifæri til að mennta okkur, þroskast og njóta lífsins.

Leyndur hæfileiki:

Að spila á garðslöngu og rafmagnsrör. Og baka mjög góða súkkulaðiköku.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að skapa. Búa eitthvað til.

10. sæti – Norðvesturkjördæmi

Pálína Jóhannsdóttir

Grunnskólakennari

Pálína er full af hugmyndum og getur fengið fleiri hugmyndir á einum degi en meðal maður á einu ári. Pálína hefur vandræðilega mikinn áhuga á knattspyrnu og fer mest allur frítími í íþrótta og tómstundastarf barna sinna. Hún er frekar opin og hefur kaldhæðnislegan húmor fyrir þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni.

Nánar

Aldur:

36 ára

Fjölskylduhagir:

Pálína býr á sex manna heimili með eiginmanni sínum Jóni Steinari Guðmundssyni og fjórum börnum frá 6 ára – 18 ára.

Bæjarfélag:

Hún var uppalin á Ísafirði en hefur verið búsett í Bolungarvík sl 12 ár

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Landsbyggðinni og öllu sem henni viðkemur þó aðallega heilbrigðis-mennta og félagsmál.

Leyndur hæfileiki:

Að sitja í köldum körum við sundlaugar í lengri tíma.

Í hverju felst hamingjan?

Að muna eftir því að lífið er núna.

Góð uppskrift:

Saltfiskhnakkar með pestó og grillaðar kartöflur

Saltfiskhnakkar ca 800 g

2 krukkur af rauðu pestói ca 6-8 msk

svartar ólífur niðurskornar

ristaðar brotnar cashewhnetur 1 lúka.

fetaostur frá Örnu.

Aðferð: raðið fiskinum í eldfast mót, smyrjið rauðu pestó yfir fiskinn. Dreifið ólífum og cashewhnetur yfir. Hellið olíunni af fetaostinum eða veiðið fetaostinn upp úr og dreifið yfir réttinn.

Grillið kartöflur með hefðbundinni aðferð.

Gott að borða með fersku salati (munið bara eftir að skola allt saman) einhver sæta í salatið eins og þurrkuð trönuber eða saxaðar döðlur eru alveg himneskar með.

 

11. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir

Verkefnastjóri þjónustumiðstöð vesturbæjar, miðborgar og hlíðar

Sigríður Arndís er 4 barna móðir. Hún hefur starfað lengi með börnum og unglingum, eldra fólki og nýjum íslendingum.  Heilsuefling og forvarnir skipta hana  miklu máli. Jafnrétti, jöfnuður og menntun fyrir alla er það sem hún stendur fyrir.

Nánar

Aldur:

45

Fjölskylduhagir:

Gift 4 barna móðir og amma

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

jöfnuði, jafnrétti, menntun fyrir alla, trausti og  samkend.

Leyndur hæfileiki:

Frábær yatzy spilari

Í hverju felst hamingjan?

að vera í faðmi fjölskyldunnar

Góð uppskrift:

11. sæti – Suðurkjördæmi

Jórunn Alda Guðmundsdóttir

Eldri borgari í stjórn Öldungaráðs suðurnesja

„Í starfi mínu í stjórn Öldungaráðs Suðurnesja hef ég fundið hvaða mál brenna á fólki. En þar ber hæðst fjölgun hjúkrunarrýma, en því tengt er þörf á að endurmeta breytingar sem gerðar hafa verið á Framkvæmdasjóði aldraðra. Af öðrum málum eru það samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimilishjálpar, fjölgun dagdvalarrýma og heilbrigðisþjónusta fyrir alla í lögheimilissveitarfélagi. Allt eru þetta málefni sem kalla á endurskoðun og betra skipulagi á þjónustu….“

Nánar

„Í starfi mínu í stjórn Öldungaráðs Suðurnesja hef ég fundið hvaða mál brenna á fólki. En þar ber hæðst fjölgun hjúkrunarrýma, en því tengt er þörf á að endurmeta breytingar sem gerðar hafa verið á Framkvæmdasjóði aldraðra. Af öðrum málum eru það samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimilishjálpar, fjölgun dagdvalarrýma og heilbrigðisþjónusta fyrir alla í lögheimilissveitarfélagi. Allt eru þetta málefni sem kalla á endurskoðun og betra skipulagi á þjónustu….“  Þó að málefni eldri borgara séu mér hugleikin, tel ég mikilvægt að Samfylkingin eigi að vera með skýra sýn á Heilbrigðisþjónustu, húsnæðis-, mennta-, umhverfis-, og byggðamálum. Hér skiptir mestu að málefnin séu skýrt sett fram og hvernig á að koma þeim í framkvæmd. Verum málefnaleg, það er engum til framdráttar að ætla að komast áfram á kostnað annarra með neikvæðri umræðu um mann og annan. Vitum hvað við stöndum fyrir og stefnum að því að hér verði stöðugleiki í framsæknu samfélagi.

Aldur:

75 ára

Fjölskylduhagir:

Gift

Bæjarfélag:

245 Sandgerði

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Málefnum eldri borgara, menntun og jöfnuði.

Leyndur hæfileiki:

Enn óljós!

Í hverju felst hamingjan?

Njóta lífsins í faðmi fjölskyldu og vina. Vera til staðar og skipta máli í samfélagi manna.

Góð uppskrift:

Ekkert gerist af sjálfu sér, þitt framlag skiptir máli.

11. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Edda Björgvinsdóttir

leikkona og menningarstjórnandi

Nánar
11. sæti – Norðausturkjördæmi

Pétur Maack Þorsteinsson

Yfirsálfræðingur

Pétur er borinn og barnfæddur Eyfirðingur með rætur á Austurlandi.

Eftir útskrift úr sálfræði við HÍ árið 2005 hefur Pétur starfað á Sjúkrahúsinu á Akureyri, á eigin sálfræðistofu, og kennt við Háskólann á Akureyri. Nú starfar Pétur sem yfirsálfræðingur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og vinnur þar að innleiðingu sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna á heilsugæslustöðvum á Norðurlandi.

Áhugamálin eru óteljandi en þar má nefna fjallahjólreiðar, skógrækt, snjóbretti, útiveru og margt fleira.

Nánar

Aldur:

44 ára

Fjölskylduhagir:

kvæntur og þrjú börn

Bæjarfélag:

Akureyri

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnuði! Jöfnum aðgangi allra að menntun, heilbrigðisþjónustu og tækifærum.

Leyndur hæfileiki:

Ég hef fengið greitt fyrir að koma fram sem eldgleypir

Í hverju felst hamingjan?

Að vera með fólkinu sínu

Góð uppskrift:

Ég kann engar uppskriftir en læt hjartað ráða för þegar ég elda!

11. sæti – Norðvesturkjördæmi

Pétur Ragnar Arnarsson

slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra

Nánar
11. sæti – Suðvesturkjördæmi

Kolbrún Þorkelsdóttir

Lögfræðingur

Kolbrún er fædd og uppalin á Húsavík og hefur miklar taugar norður í land. Kolbrún er menntaður lögfræðingur og starfar hjá Barnavernd Reykjavíkur en velferð barna og fjölskyldna er henni sérstaklega hugleikin. Kolbrún á þrjár dætur og hefur fótboltaáhugi þeirra smitað út frá sér, því eru talsverðar líkur á að kjósendur hitti á Kolbrúnu í stuði á hliðarlínunni, i misjafnlega góðu veðri, þegar boltatíðin sendur sem hæst. Yfir vetrartímann er hana helst að finna við eldhúsborðið að gæða sér á góðum mat.

Nánar

Aldur:

41 ára

Fjölskylduhagir:

Gift þriggja barna móðir

Bæjarfélag:

Kópavogur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Málefni barna og fjölskyldna

Í hverju felst hamingjan?

Mér og þér og okkur öllum

12. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Birgir Þórarinsson

Kerfisfræðingur og tónlistarmaður

Birgir er fæddur 29. sep. 1968 og ólst upp í Reykjavík. BS gráða í Tölvunafræði við HÍ 1994 og stundar nú meistarnám í hagfræði hjá HÍ meðfram tónlistarsköpun. Starfaði sem kerfisfræðingur, m.a. hjá Reiknistofu Bankanna (1992-1996) og Íslandsbanka (2004-2010) en hefur einbeitt sér að tónlistarstörfum undanfarin ár. Þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitinni Gusgus sem á að baki tveggja áratuga starfstímabil og tíu breiðskífur.

Nánar

Aldur

49

Fjölskylduhagir

Kvæntur Sigrúnu Daníelsdóttur, ein dóttir og tveir synir.

Bæjarfélag

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Stjórmál eiga að hafa velferð samfélagsins í heild að leiðarljósi. Þar er mikilvægust sú samfélagsleg ábyrgð sem við deilum á velferð og þroska allra sem mynda þetta samfélag. Því lít ég svo á að jafnrétti til náms og heilbrigðis, óháð efnahag, sé frumforsenda þess að samfélag geti blómstrað og að hver þegn geti hámarkað lífsgæði sín og framlag til samfélagsins. Þá er einnig mikilvægt að muna að lífsgæði eru ekki einungis metin í efnislegum gæðum heldur mörgum öðrum þáttum, svo sem aðgengi að menningu og list sem gefur okkur dýpri og skemmtilegri sýn á tilvistina, jákvæðri félagslegri upplifun, félagslegu öryggi, að enginn þurfi að óttast um sig og sína, og almennt að við lifum í samfélagi samhjálpar og manngæsku.

Leyndur hæfileiki:

Minn helsti styrkur er að greina aðalatriðin frá smáatriðum og greina flókin verkefni niður í einföld.  Það er kannski ekki leyndur hæfileiki, en mikilvægur. Ég er lausnamiðaður og gefst aldrei upp gagnvart erfiðum verkefnum, því það er alltaf til lausn.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan fellst í því að finna að maður tilheyri mannlegu samfélagi sem hefur kærleik og samhjálp að leiðarljósi, að framlag manns skipti máli og maður sé hluti af því að gera heiminn betri.

Góð uppskrift:

Kryddegg: tvö egg steikt báðum megin, með bragðmiklu kryddi og osti, stungið inní samloku með fullt af grænmeti og uppáhalds sósunni.

 

12. sæti – Suðurkjördæmi

Valgerður Jennýjardóttir

Leiðbeeinandi á leikskóla

Valgerði finnst ekkert betra en að eyða tíma með sínum nánustu. Útivera, íþróttir, föndur, bakstur og hverkyns handavinna kemur þar næst á eftir. Valgerði finnst mikilvægt að vera virkur þátttakandi í samfèlaginu og lætur ekki sitt eftir liggja í að aðstoða við margvísleg verkefni, hvort sem það er að sitja í stjórnum á vegum íþrótta- og skólastofnunum bæjarins eða týna rusl á gönguferðum um bæinn.

Nánar

Aldur:

32 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Sigurði Magnúsi Árnasyni matreiðslumeistara og á 3 börn, Emma Lív 13 ára, Matthildur Yrsa 5 ára og Jökull Karl 2ja ára.

Bæjarfélag:

Grindavík.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jafnræði.

Í hverju felst hamingjan?

Að vera sátt við sjálfan sig, þá kemur allt hitt.

Góð uppskrift:

Rice Krispies kaka með bönunum og karamellusósu.

Botn:
100 g smjör
100 g suðusúkkulaði
100 g Mars súkkulaði
4 msk síróp
5 bollar Rice Krispies
Aðferð:
Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna.
Bætið sírópinu því næst og hrærið vel saman, passið að hafa vægan hita svo blandan brenni ekki.
Þegar allt er orðið silkimjúkt þá er gott að blanda Rice Krispies út í.
Hellið blöndunni í form og leyfið botninum að kólna í kæli í lágmark 15 mínútur.
Krem og karamellusósa.

Þeytið lítinn pela af rjóma og skerið tvo banana í litla bita. Setjið bananabitana ofan á kökubotninn og dreifið síðan rjómanum yfir.
Karamellusósu.
1 poki rjómakúlur
1/2 dl rjómi
Bræðið kúlurnar við vægan hita í rjómanum. Setjið karamellusósuna í kæli í smá stund áður en þið setjið ofan á rjómann, það er mjög mikilvægt að sósan sé ekki oft heit því þá er hættan sú að rjóminn fari að leka til og það viljum við svo sannarlega ekki. Gott er að geyma kökuna í kæli í 30 mín – 60 mín áður en að hún er borin fram.

12. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Tómas Guðjónsson

stjórnmálafræðinemi

Nánar
12. sæti – Norðausturkjördæmi

Sæbjörg Ágústsdóttir

Ólafsfirði

Nánar
12. sæti – Norðvesturkjördæmi

Guðjón Viðar Guðjónsson

rafvirki, Akranesi

Nánar
12. sæti – Suðvesturkjördæmi

Kjartan Due Nielsen

Verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Nánar
13. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann

Laganemi

Kolbrún Birna er 23 ára úr Vesturbænum. Hún er á öðru ári í námi við lagadeild HÍ og er ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar. Kolbrún Birna leggur sérstaka áherslu á að hjálpa flóttamönnum, háskólanemum, brotaþolum kynferðisofbeldis og öðrum þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í frítíma sínum nýtur Kolbrún þess að fara á tónleika, í leikhús, stunda yoga og að „chilla“ í góðra vina hópi.

Nánar
13. sæti – Suðurkjördæmi

Ólafur H. Ólafsson

Háskólanemi

Ólafur Högni Ólafsson heitir maðurinn og er búsettur á Selfossi, er í sambúð og er faðir tveggjá ára gamals stelpuskotts og er í fjarnámi við Háskóla Íslands, er að taka mannfræði núna og vinn með því námi( Betra seinnt, en aldrei ). Ég býð mig fram vegna þess að ég trúi því að flokkur sem kennir sig við Sósíal Demókratíska stefnu eigi ávallt fullt erindi  inn í samfélag mannkynsins alls og já ég er gallharður Liverpool fan, sem er ekki alltaf tekið út með sældini

Nánar

Aldur:

40 ára.

Fjölskylduhagir:

Á eina tveggja ára stelpu og er í sambúð.

Bæjarfélag:

Selfoss city.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jafnrétti, jöfnuður og réttlátari heimi til handa öllum, án tilits til kynþáttar,kyns,kynhneigðar,aldurs,fötlunar og hvar viðkomandi er niðurkominn á jarðkringluni. Einnig eiga umhverfis verndar málefni stórann part af mínu hugsjónar hjarta, þetta er stærsta sameiginlega vandamál alls heimsins, sem ekki er hægt að hunsa lengur.

Leyndur hæfileiki:

Ólafur telst víst ágætis kokkur 😉

Í hverju felst hamingjan?

Að lif lífinu, lifandi og í sátt við aðrar manneskjur og náttúru.

Góð uppskrift:

Súkkulaði skúffukaka sem inniheldur 4 bollar hveiti, 3 bollar sykur, 2 bollar súrmjólk, 200 gr brætt smjörlíki, 2 tsk matarsódi 1/2 tsk, salt 4 msk (sléttar) kakó, 2 egg  og 1 1/2 tsk vanilludropar

Súkkulaðikrem:

100 gr brætt smjör, 2 msk vatn, 2 msk kakó, 300 gr flórsykur,1 eggjarauða og Kókosmjöl til skrauts .  Þessi klikkar ekki 🙂

13. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Jana Thuy Helgadóttir

Túlkur

Jana kom til landsins á fyrsta ári, sumarið 1990, sem flóttamaður en hún er af víetnömskum uppruna. Hún ólst upp í Grafarvoginum og þær rætur hafa ekki slitnað því þar er hún enn búsett. Jana hefur látið til sín taka í víetnamska samfélaginu, setið í stjórn samtaka fólks af víetnömskum uppruna og sinnt túlkaþjónustu í næstum áratug.

Nánar

Aldur:

28 ára

Fjölskylduhagir:

Jana er gift Daniel Yuan Ming  Hu og þau eiga saman eitt barn Leo Thien An Hu.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum:

Jafnréttismálum og mannréttindamálum, sérstaklega í innflytjendamálum.

Leyndur hæfileiki:

Söngur

Í hverju felst hamingjan?

Hamingja felst í að kunna njóta, meta og vera þakklát fyrir það sem við höfum.

Góð uppskrift:

Free your heart from hatred. Free your mind from worries. Live simply. Give more. Expect less.

13. sæti – Norðausturkjördæmi

Úlfar Hauksson

Vélstjóri og stjórnmálafræðingur

Úlfar er vélfræðingur og stjórnmálafræðingur og hefur kappkostað að sameina þessa ólíku heima. Siglir um höfin sjö og prófdæmir háskólaritgerðir á úfnum úthafsöldunum. Úlfar hefur brennandi áhuga á samfélags- og þjóðmálum og telur að hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar sé best til þess fallin að tryggja öllum jöfn tækifæri og góð lífsskilyrði. Áhugamál eru helst lestur góðra bóka og útivist og allskonar hreyfing. Úlfar syndir mikið og stundar skíðamennsku við hvert tækifæri.

 

Nánar

Aldur:

51 ára

Fjölskylduhagir:

Einhleypur

Bæjarfélag:

Akureyri

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnum tækifærum öllum til handa

Leyndur hæfileiki:

Leynir aldrei hæfileikum. Afhjúpar þá jafn óðum og þeir uppgötvast

Í hverju felst hamingjan?

Hreinskilni og sátt og að standa með sjálfum sér

Góð uppskrift:

Góð uppskrift að góðu samfélagi eru öflugar grunnstoðir á borð við heilbrigðisþjóunstu og menntun sem eru öllum aðgengilegar. Samfélag sem veitir öllum jöfn tækifæri.

13. sæti – Norðvesturkjördæmi

Guðrún Vala Elísdóttir

náms- og starfsráðgjafi, Borgarbyggð

Nánar
13. sæti – Suðvesturkjördæmi

Margrét Kristmannsdóttir

Framkvæmdastjóri

Margrét er framkvæmastjóri Pfaff hf, sem var stofnað af afa hennar Magnúsi Þorgeirssyni árið 1929 og hefur haft sömu kennitölu og verið eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi.
Margrét var formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og var áður formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) enda verið félagsmálatröll frá menntaskólaárum.

Nánar

Aldur:

55 ára

Fjölskylduhagir:

Gift og á tvö börn og eina stjúpdóttur

Bæjarfélag:

Kópavogur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnuði – að allir beri sínar réttlátu byrgðar

Leyndur hæfileiki:

Þarf aldrei hljóðnema

Í hverju felst hamingjan?

Fjölskyldunni og nægjusemi

Góð uppskrift:

Er húsmæðraskólamenntuð en kem helst aldrei nálægt eldhúsinu

14. sæti – Suðurkjördæmi

Simon E. Cramer Larsen

Framhaldsskólakennari

Simon, hann hefur áhuga á stjórnmálum og þá sérstaklega mennta- og heilbrigðismálum. Hann hefur einnig mikinn áhuga á dýravelferðamálum. Auk þess finnst honum mjög gaman að ferðast viða um heim og kynnast nýjum menningarheimum.

Simon er með tvöfaldan ríkisborgarétt. Hann er fæddur í Danmörku en hefur búið á Íslandi í yfir 14 ár og hefur öðlast íslenskan ríkisborgarétt. Hann er dönskukennari að mennt og er einnig að ljúka MS. námi í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Nánar

Aldur: 

Ég er 32 ára gamall.

Fjölskylduhagir:

Ég er giftur maður.

Bæjarfélag:

Ég bý í Reykjanesbæ.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég hef mjög mikinn áhuga á mennta- og heilbrigðismálum. Mig langar til þess að sjá jöfnun kynja og betri lífsgæði fyrir eldri fólk. 

Leyndur hæfileiki:

Ég kann á  fiðlu.

Í hverju felst hamingjan?

Alltaf að sjá það jákvæða í lífinu og ekki hafa áhyggjur á hvað fólki finnst um mann bara vera maður sjálfur.

Góð uppskrift: 

Það besta sem hægt er að fá eru danskar kjötbollur – endilega verið í bandi ef þið viljið fá uppskrift.

14. sæti – Norðausturkjördæmi

Erla Björg Guðmundsdóttir

Mannauðsstjóri

Nánar

Aldur:

41 árs

Fjölskylduhagir:

Gift, þriggja barna móðir

Bæjarfélag:

Akureyri

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnuði, réttlæti og menntun fyrir alla

Leyndur hæfileiki:

Ég er magnaður liðsmaður í tungubrjótakeppnum

Í hverju felst hamingjan?

Litlu hlutunum og því að njóta augnabliksins

Góð uppskrift:

Skemmtilegt fólk, fallegt umhverfi, góður matur (klikkar aldrei)

14. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Leifur Björnsson

rútubílstjóri og leiðsögumaður

Nánar
14. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Hlal Jarah

veitingamaður á Mandi

Nánar
14. sæti – Norðvesturkjördæmi

Helgi Þór Thorarensen

prófessor, Sauðárkróki

Nánar
14. sæti – Suðvesturkjördæmi

Hafsteinn Karlsson

Skólastjóri

Nánar

Aldur:

61 ára

15. sæti – Norðvesturkjördæmi

Inga Björk Bjarnadóttir

Listfræðinemi

Inga Björk er 24 ára gömul; meistaranemi í listfræði og fötlunaraktívisti. Hún er búsett í Feneyjum þessi misserin þar sem hún starfar á Feneyjatvíæringnum. Inga Björk hlaut Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands árið 2013, þá 20 ára gömul fyrir baráttu sína fyrir réttindum fatlaðra.

Inga Björk situr í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar og er varaformaður Ungra jafnaðarmanna.

Nánar

Aldur:

24 ára

Fjölskylduhagir:

Í sambandi

Bæjarfélag:

Borgarbyggð

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Að gera Ísland að fyrirmyndarríki í anda Olof Palme. Þar sem smjörið sem drýpur af hverju strái er nýtt til að bæta hag fólksins í gegnum menntakerfið, barnabætur, góð ellilaun, skólastyrki og gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Leyndur hæfileiki:

Að drekka vatn útaf liggjandi og spila illa á mörg hljóðfæri.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að vera sífellt að ögra sér, breyta til, þyrsta í að læra og upplifa.

Góð uppskrift:

Góðar grænmetiskássur eru gulli betri.

15. sæti – Suðurkjördæmi

Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir

Verkefnastjóri og Háskólanemi

Jóhönnu þykir gaman að ferðast bæði innanlands og utan og tekur þá gjarnan börnin með sér. Allt sem snýr að fólki og félagsmálum hefur Jóhanna gaman af. Fyrir rúmmum 2.árum settist hún á skólabekk að nýju eftir rúmlega 20.ára hlé og hóf nám í NLP markþjálfun og BA í sálfræði frá Akureyri. Það er gaman að segja frá því að þetta hófst allt með því að Jóhanna tók þátt í bæjarkosningunum í Reykjanesbæ og settist í stjórn mss sem er miðstöð símenntunar á suðurnesjum, þá fór hún í áhugasviðsmat og lét gamlan draum rætast.

 

Nánar

Aldur:

45 ára

Fjölskylduhagir:

Fráskilin Börn -Sigrún Helga 15.ára, Svavar Hörðdal 9.ára og stjúpsynirnir Árni Steinar 25.ára og Jónas Heiðarr 22.ára

Bæjarfélag:

Reykjanesbæ

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Allt sem snýr að fjölsyldunni og fólki almennt, Heilbrigðismálin , menntamálin, samgöngumál og fleira

Leyndur hæfileiki:

Kannski það leynist smá leikari þarna 😉

Í hverju felst hamingjan?

Hamingja felst í að vera sáttur við sjálfan sig og sjá það jákvæða í lífinu. Hún felst í því að læra af því sem liðið er og horfa björtum augum til framtíðar 🙂

Góð uppskrift:

Ég fer aldrei eftir uppskriftum en styðst stundum við þær.

15. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Vanda Sigurgeirsdóttir

uppeldis- og menntunarfræðingur

Vanda er frá Sauðárkróki og hefur allan sinn starfsaldur unnið með börnum og ungu fólki. Hún er mikil baráttukona fyrir jafnrétti og betra samfélagi, sérstaklega á vettvangi íþrótta og félagsstarfa. Einnig hefur hún unnið ötullega gegn einelti í hartnær 30 ár. Vanda er fyrrum íþróttakona og lék með landsliðum Íslands í knattspyrnu og körfubolta. Þá þjálfaði hún A landslið kvenna um tíma. Vanda er auk þess eina konan sem þjálfað hefur meistaraflokk karla í knattspyrnu. Núna er Vanda mamma í Laugardalnum, kennari við Háskóla Íslands ásamt því að fara út um allt land með fræðslufyrirlestra fyrir kennara og annað fagfólk, nemendur og foreldra. Vanda fékk jafnaðarmennsku og réttlætiskennd í vöggugjöf og hefur það litað allt hennar líf með jákvæðum hætti.

Nánar
15. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Ragnheiður Sigurjónsdóttir

fjölskylduráðgjafi

Nánar
15. sæti – Norðausturkjördæmi

Bjarki Ármann Oddsson

Eskifirði

Nánar
15. sæti – Suðvesturkjördæmi

Gerður Aagot Árnadóttir

Læknir

Gerður starfar sem heimilislæknir í Garðabæ og hefur sérstakan áhuga á geðheilsu barna. Hún hefur einnig starfað mikið að málefnum fatlaðs fólks og var formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar um árabil.  Áhugamál hennar eru einkum ferðalög, innan lands sem utan, ekki síst hreyfiferðir !

Nánar

Aldur:

53 ára

Fjölskylduhagir:

Einhleyp, 2ja barna móðir

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Málefnum fatlaðs fólks og heilbrigðismálum

Leyndur hæfileiki:

Rósarækt !

Í hverju felst hamingjan?

Að vera sáttur við sjálfan sig, lífið og almættið

16. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Hervar Gunnarsson

Öryrki

Hervar er 66 ára vélvirki og vélstjóri sem varð fyrir því óláni að verða öryrki fyrir átta árum. Hann er ákafur baráttumaður fyrir jöfnuði og réttlæti og hefur lengi verið áhugasamur um félagsmál. Hervar hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa í geng um tíðina fyrir verklýðshreyfinguna og á pólitískum vettvangi.  Hann á þrjá uppkomna syni, eina stjúpdóttur, sjö barnabörn og tvö barnabarnabörn. Eiginkona Hervars er Alfa Ágústa Pálsdóttir.

Nánar

Aldur:

66 ára

Fjölskylduhagir:

Giftur. Á þrjá uppkomna syni, eina stjúpdóttur, 7 afabörn og 2 langafabörn.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnuði, réttlæti og sannleika.

Leyndur hæfileiki:

Ekkert til að tala um.

Í hverju felst hamingjan?

Virðingu fyrir sjálfum sér og sem flestu öðru.

Góð uppskrift:

Stórt bros, góður hugur og sanngirni. Hrærist varlega saman. Hægt að bera fram hvar sem er.

16. sæti – Suðurkjördæmi

Ingimundur Bergmann Garðarson

Vélfræðingur, Flóahreppi

Nánar
16. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Reynir Vilhjálmsson

eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari

Nánar
16. sæti – Norðausturkjördæmi

Nanna Árnadóttir

Ólafsfirði

Nánar
16. sæti – Norðvesturkjördæmi

Sigrún Ásmundsdóttir

iðjuþjálfi, Akranesi

Nánar
16. sæti – Suðvesturkjördæmi

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson

Námsmaður

Óskar Steinn er 23 ára Hafnfirðingur. Hann er að læra stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og starfar sem ráðgjafi hjá Vinakoti ehf. Óskari finnst gott að drekka góð vín og ferðast um heiminn. Hann er mikill áhugamaður um almenningssamgöngur og geðheilbrigðismál og berst fyrir sálfræðiþjónustu í alla framhaldsskóla. Óskar bjó um skeið í Noregi, þar sem hann kynntist skandinavískri unglingamenningu. Óskar er umhverfisverndarsinni og dýravinur mikill og á frábæran hund sem heitir Týra. Þrátt fyrir stutta ævi hefur Óskar unnið í leikskóla í heil fjögur ár. Hann segir leikskólastarfið mest gefandi starf sem hann hefur haft og hvetur alla til að prófa.

Nánar

Aldur:

23 ára

Fjölskylduhagir:

Einhleypur og bý hjá mömmu.

Bæjarfélag:

Hafnarfjörður.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég brenn fyrir því að bæta aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu.

Leyndur hæfileiki:

Karókí-stjarna.

Í hverju felst hamingjan?

Drekka ódýrt vín í langri lestarferð milli tveggja borga í Evrópu.

Góð uppskrift:

Hummus á Mandi. Veit ekki hvað er í honum en hann er geggjaður.

17. sæti – Suðurkjördæmi

Kristín Á. Guðmundsdóttir

Formaðir Sjúkraliðafélags Íslands

Nánar
17. sæti – Norðausturkjördæmi

Hreinn Pálsson

lögmaður

Hreinn er nú á eftirlaunum,en hefur alla tíð nú sem fyrr haft mikinn áhuga á stjórnmálum og ætíð fylgt jafnaðarstefnunni í gegnum þykkt og þunnt, sigra og sorgir.Ég tel að nú sé tækifæri til þess að Samfylkingin nái að sannfæra kjósendur um að henni sé best treystandi til að leiða þjóðina áfram til velfarnaðar.

Nánar

Aldur:

75 ára

Fjölskylduhagir:

Ekkill

Bæjarfélag:

Akureyri

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Velferð  þjóðarinnar,ekki síst barna og ungs fóks svo og hinna elstu.

Leyndur hæfileiki:

Góð eftirherma

Í hverju felst hamingjan?

Að virða alla og eiga góð samskipti og láta í sem flestu gott af sér leiða

 

17. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Áshildur Haraldsdóttir

flautuleikari

Nánar
17. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Halla B. Thorkelsson

fyrrverandi formaður Heyrnarhjálpar

Nánar
17. sæti – Suðvesturkjördæmi

Hildur Guðmundsdóttir

Deildarstjóri í úrræði fyrir fatlað fólk

Hildur er 35 ára Hafnfirðingur. Hún er fjögurra barna móðir og tveggja barna stjúpmóðir. Hún er í sambúð með Ágústi Aðalsteinssyni smið. Hildur starfar sem forstöðukona í úrræði fyrir fatlað fólk. Hún er félagsvera mikil og það er sjaldan logn í kringum hana. Yfirleitt er hún með ansi mörg járn í eldinum í einu og því mikið um að vera. Hún er líka stöðugt syngjandi og syngur með kór Vocal Project auk þess að stunda fjarnám með vinnu.

 

Nánar

Aldur:

35 ár

Fjölskylduhagir:

Trúlofuð Ágústi Aðalsteinssyni smið.

Bæjarfélag:

Hafnarfjörður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Jöfnuði í samfélaginu þar sem allir eiga sambærilega möguleika. Menntunarmöguleikar fyrir alla, lausnir í húsnæðismálum, heilbrigðiskerfi sem virkar og samfélag sem barnafjölskyldur geta lifað í og eytt tíma saman.

Leyndur hæfileiki:

Get enn farið í splitt á góðum degi.

Í hverju felst hamingjan?

Lifa lífinu lifandi og í núinu.

Góð uppskrift:

Egg og próteinduft hrært saman og skellt á pönnu. Voila – þú ert komin með dýrindis holla pönnuköku !

18. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Þorkell Heiðarsson

Líffræðingur og tónlistarmaður

Þorkell starfar sem sviðstjóri Þjónustusviðs í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og er menntaður á sviði sjávarlíffræði. Hann hefur einnig starfað við tónlist um árabil meðal annars með hljómsveitinni Geirfuglunum og í hinum ástsælu Spöðum. Hann er formaður hverfisráðs Árbæjar, varaformaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og situr í stjórn Bandalags háskólamanna (BHM).

Nánar

Aldur:

47 ára

Fjölskylduhagir.

Er giftur Arngerði Jónsdóttur og eigum við fjögur börn

Bæjarfélag:

Bý í Árbænum í Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Að tryggja afkomendum okkar heilbrigt samfélag að búa í

Leyndur hæfileiki:

Hundahvísl

Í hverju felst hamingjan?

Að lifa í núinu

Góð uppskrift:

Haframjöl, vatn, salt.

18. sæti – Suðurkjördæmi

Kristján Gunnarsson

Formaður VSFK

Nánar
18. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Ída Finnbogadóttir

mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Nánar
18. sæti – Norðausturkjördæmi

Sigrún Blöndal

Egilsstöðum

Nánar
18. sæti – Suðvesturkjördæmi

Þráinn Hallgrímsson

skrifstofustjóri Eflingar-stéttarfélags

Þráinn Hallgrímsson hefur alla tíð verið jafnaðarmaður, starfaði fyrst á Ísafirði síðan í Kópavogi. Allt frá því að hann var menntaskólakennari á Ísafirði hefur líf hans með einhverjum hætti tengst  baráttu fyrir menntamálum og  hugsjónum jafnaðarstefnunnar. Fyrst sem blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan sem fræðslufulltrúi MFA/ ASÍ, skólastjóri í Mími, skrifstofustjóri ASÍ, í stjórn Neytendasamtakanna í meira en áratug og tvo síðustu áratugi starfað fyrst fyrir Dagsbrún en síðan fyrir stéttarfélögin sem sameinuðust í Eflingu-stéttarfélagi, öðru stærsta verkalýðsfélagi landsins. Hann er áhugasamur þar fyrir utan um ferðalög og útivist, ræktunarmál, tónlist og lestur góðra bóka. Flest af þessu má njóta með vinum og góðri fjölskyldu.

Nánar

Aldur:

69 ára

Fjölskylduhagir:

eiginkona Þórunn Karitas Þorsteinsdóttir og þrjú uppkomin börn.

Bæjarfélag:

Kópavogur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

jöfnuði, réttlæti og að láta gott af mér leiða

Leyndur hæfileiki:

Leyni ekki hæfileikum mínum

Í hverju felst hamingjan?

Að koma vel fram við náungann

Góð uppskrift:

Að ná að umbreyta erfiðri stöðu í lausnir

19. sæti – Suðurkjördæmi

Karl Steinar Guðnason

Fyrrverandi alþingismaður

Nánar
19. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Ingibjörg Guðmundsdóttir

hjúkrunarfræðingur

Nánar
19. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Sigurður Svavarsson

bókaútgefandi

Nánar
19. sæti – Norðausturkjördæmi

Sæmundur Pálsson

Sæmundur Pálsson

Nánar
19. sæti – Suðvesturkjördæmi

Ýr Gunnlaugsdóttir

Viðburðastjórnandi

Ýr hefur starfað með Samfylkingunni frá upphafi og verið virk í félaginu í Kópavogi. Var formaður SF í Kópavogi og einnig formaður Kjördæmisráðs.

Hún hefur þokkalega reynslu með flokknum fyrir utan að elska að vinna með fólki og skipuleggja og stjórna viðburðum. Ýr á fyrirtækið Tríó Events Reykjavik ásamt 2 öðrum frábærum konum. Tríó Events er viðburðafyrirtæki sem þjónustar fyrirtæki með hönnun og skipulagningu á öllum mögulegum viðburðum.

Ýr er gift Sigurði Grétarsyni og eiga þau tvo syni.

Nánar

Aldur:

53 ára

Fjölskylduhagir.

Gift og á 2 syni

Bæjarfélag:

Kópavogur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Launajafnrétti, umhverfismálum að gera landið okkar frábæran stað að búa á

Leyndur hæfileiki:

þeir eru nokkrir !

Í hverju felst hamingjan?

jafnvægi við sjálfa sig og þá sem eru samferða manni. njóta allra augnablika og reyna að sjá lífið með stórum húmorsgleraugum

Góð uppskrift:

bæta við allt ást, umhyggju og gleði og þá tekst allt miklu betur

20. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Gunnar Lárus Hjálmarsson

Dr. Gunni

Dr. Gunni (1965) hefur verið afskiptasamur og drífandi síðan hann hætti við að verða veðurfræðingur og fékk áhuga á músík. Hann hefur staðið á ýmsum sviðum um allan heim síðan 1980 og gert t.d. Prumpulagið, Popppunktur, Stuð vors lands, Popp- og rokksaga Íslands, unnið sem gjaldkeri í Landsbanka Íslands aðalbanka í 8 ár, unnið í búðum, borið kassa og ferðast um allt land (nema til Melrakkasléttu). Þá hefur hann tjáð sig um sjálfan sig og annað á bloggi síðan 2001 og í pistlum í blöðum.

Nánar

Aldur:

52

Fjölskylduhagir.

Giftur

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Framtakssemi og stuði

Leyndur hæfileiki:

Badminton

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjunni

Góð uppskrift:

Á netinu

20. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Signý Sigurðardóttir

Viðskiptafræðingur

Viðskiptafræðingur frá Bifröst í febrúar 2017 Hefur starfað í heimi utanríkisviðskipta allan sinn feril í þjónustu við inn- og útflytjendur. Var í forsvari fyrir flutningagreinina í Húsi atvinnulífsins um 4ra ára skeið og átti í miklum samskiptum við stjórnarráðið, stofnanir og Alþingi. Er í atvinnuleit.

Pólitík hefur átt hug og hjarta Signýjar frá 10 ára aldri.

Signý hefur tjáð skoðanir sínar með greinaskrifum í gegnum tíðina og þær hafa birst í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á vefnum.

Nánar

Aldur:

54

Fjölskylduhagir.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Að vinna að því að búa til stjórnmálaumhverfi þar sem við getum öll einbeitt okkur að því verkefni að lifa. Stjórnmálaumhverfi sem ber vitni stjórnmálamönnum sem þykir vænt um fólk.

Leyndur hæfileiki:

Lausnamiðuð og jákvæð

Í hverju felst hamingjan?

Hvíla sáttur í sjálfum sér og óska sér endurtekningar á því sem er á morgun og hinn.

Góð uppskrift:

Að hlusta

20. sæti – Suðurkjördæmi

Margrét Sæunn Frímannsdóttir

Fyrrverandi alþingismaður

Nánar
20. sæti – Suðvesturkjördæmi

Gísli Geir Jónsson

verkfræðingur

Gísli stafar sem byggingarverkfræðingur og hefur aðallega fengist við hönnun hitaveitna. Hann er vara bæjarfulltrúi í Garðabæ og er í skipulagsnefnd. Hans áhugamál eru ferðalög og íþróttir.

Nánar
21. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

hagfræðingur og fyrrv. þingkona

Nánar
21. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi

Nánar
21. sæti – Suðvesturkjördæmi

Rósanna Andrésdóttir

stjórnmálafræðingur

Nánar
21. sæti – Norðausturkjördæmi

Svanfríður I. Jónasdóttir

Dalvík

Nánar
22. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Dagur B. Eggertsson

læknir og borgarstjóri

Dagur er læknir og borgarstjóri í Reykjavík. Hann er uppalinn í Árbæjarhverfi, fjögurra barna faðir og giftur Örnu D. Einarsdóttur líknarlækni.

Nánar

Aldur:

45 ára

Fjölskylduhagir.

Kvæntur Örnu Dögg Einarsdóttur líknarlækni

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Húsnæðismál eru í mínum huga brýnustu viðfangsefni dagsins.

Leyndur hæfileiki:

Ég get spilað á hálsinn á mér.

Í hverju felst hamingjan?

Löngum fjölskyldumorgunmat um helgi.

Góð uppskrift:

Ómótstæðilegir kjúklingavængir

 

22. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Jóhanna Sigurðardóttir

fyrrv. forsætisráðherra

Nánar
22. sæti – Suðvesturkjördæmi

Stefán Bergmann

líffræðingur og fv. dósent HÍ

Nánar
23. sæti – Suðvesturkjördæmi

Jóhanna Axelsdóttir

kennari

Nánar
24. sæti – Suðvesturkjördæmi

Ingvar Viktorsson

kennari og fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði

Nánar
25. sæti – Suðvesturkjördæmi

Rannveig Guðmundsdóttir

Fyrrverandi bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra

Rannveig er þeirrar skoðunar að jafnaðarstefnan sé jafnt hugsjón sem hugmyndafræði. Hún fæddist á Ísafirði 1940 og óx úr grasi í rauða bænum, bjó í nokkur ár við stjórn jafnaðarmanna í Noregi og hefur ávallt verið samfélagssýn jafnaðarmanna í blóð borin. Hún var bæjarfulltrúi í Kópavogi í nær þrjú kjörtímabil, varð aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og sat síðan á Alþingi í 18 ár. Á þeim tima var hún árum saman þingflokksformaður, varð félagsmálaráðherra og seinna forseti Norðurlandaráðs. Rannveig er fjölskyldumanneskja, hún og maður hennar Sverrir Jónsson eiga þrjú börn en alls ellefu afkomendur. Þau njóta þess að ferðast og uppáhaldsferðirnar eru inn á hálendi Íslands.

Nánar
26. sæti – Suðvesturkjördæmi

Árni Páll Árnason

lögfræðingur, fv. alþingsmaður og ráðherra

Nánar