Um Erlu Björgu

Um Erlu Björgu 2017-09-26T12:19:45+00:00
Mynd af Erlu

Starfsheiti:
Viðskiptafræðingur og ráðgjafi

Erla í hnotskurn:
Ég er réttsýn, jákvæð og félagslynd móðir þriggja merkilegra einstaklinga og eiginkona Egils Snæs. Ég er Akureyringur, sem hef yndi af því að læra nýja hluti og fást við fjölbreytt verkefni. Ég hef stundað nám í Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla, Landbúnaðaháskólanum á Hvanneyri og Háskóla Íslands og starfaði sem framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar sl. átta ár. Ég er alin upp við að stunda hestamennsku og margar mínar bestu stundir á ég í hestastússi með fólkinu mínu.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?
Mig langar að bæta samfélagið og held við höfum mikla möguleika til þess í gegnum menntakerfið.

Leyndur hæfileiki:
Ég get gefið frá mér hljóð mjög lengi án þess að draga andann

Í hverju felst hamingjan?
Hamingjan er fólgin í litlu hlutunum, þegar þú færð sólina í andlitið í stutta stund, þegar besta lag í heimi er spilað um leið og þú sest með kaffibollann, þegar barnið þitt segir: „Þetta er nú gott líf“, þegar vinur þinn er óvænt í sætinu við hliðina á þér í flugvélinni, þegar fólkinu þínu líður vel og þegar þú ferð frá hlutunum í aðeins betra horfi en þú komst að þeim.

Uppskrift af einhverju góðu:
Gerðu alltaf þitt besta og Hakuna Matata

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig?
Horfi eiginlega aldrei á neinn sjónvarpsþátt en þátturinn Orðbragð er í eftirlæti

Fyrirmynd í stjórnmálum:
Ég á mér ekki beinlínis fyrirmynd í stjórnmálum en Svanfríður Jónasdóttir er ótrúlega mögnuð manneskja og fyrirmynd í lífinu

Erla á Facebook
Erla á Instagram: @erlasimey
Eva á Snapchat: e.brogg