Um Guðjón

Um Guðjón 2017-09-26T12:19:47+00:00

Nafn: Guðjón Svarfdal Brjánsson

Kjördæmi: Oddviti í Norðvesturkjördæmi

Starfsheiti: Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Í hnotskurn: Ég hef unnið að heilbrigðismálum í fjölda ára, þ.m.t. í öldrunarþjónustu. Mótunar- og skipulagsstörf hafa verið mitt hlutskipti. Ég þekki kjördæmi mitt vel, þar hef ég verið búsettur helming ævinnar og rætur mínar liggja á landsbyggðinni. Ég hef ástríðu fyrir umbótastarfi, er vinnusamur, heiðarlegur í samskiptum við fólk, tel lykilatriði að virkja frumkvæði og drifkraft einstaklinga og að þeir fái hlutdeild í þeim verkefnum sem unnið er að.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Ég horfi til framtíðar, að skapa nýtt Ísland á grundvelli hugsjóna jafnaðarmanna, vil auka gleði í stjórnmálum, skapa búsældarlegt umhverfi fyrir börn, ungar barnafjölskyldur, þá sem búa við skerta starfsorku, eldri borgara og almennt launafólk.

Leyndur hæfileiki: Algjörlega óvirkjuð orka á sviði tónlistar, draumur um að geta spilað á harmonikku

Í hverju felst hamingjan? Sátt við samferðarfólkið, góð eiginkona og að sjá barnabörnin vaxa og dafna

Uppskrift af einhverju góðu: Ég er lítill mataragerðarmaður en nýr, spriklandi ferskur fiskur í öll mál, það eru mínar ær og kýr. Ég ræð við slíka matseld.

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig?
House of Cards

Fyrirmynd í stjórnmálum:
Maður lítur sér gjarnan nær. Guðbjartur Hannesson var framúrskarandi heiðarlegur einstaklingur og sýndi það í verki. Ég var sömuleiðis hrifinn af Jóni Sigurðssyni, fv ráðherra frá Ísafirði og hans fasi. Sænski kratinn Anna Lindh fannst mér líka heillandi og dapurlegt að hún fékk ekki lengra líf.

Twitter: @GBrjansson
Snapchat:
gudjonbrjans