Um Hörð

Um Hörð 2017-09-26T12:19:41+00:00
Mynd af Herði

Starfsheiti: Kennari.

Hörður í hnotskurn: Ég er kennari, lögreglumaður, stjórnmálafræðingur, bæjarfulltrúi , hestamaður, giftur og á þrjár uppkomnar dætur.  Við höfum búið á Blönduósi frá 1987, hér hef ég starfað sem sjómaður, æskulýðsfulltrúi,byggingaverkamaður, kennari, atvinnuráðgjafi, lögreglumaður,  við menntarannsóknarverkefni ofl.   Ég hef tekið virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum. Hestamennska, útivist og hvers kyns náttúruupplifun auk lesturs bóka, einkum um þjóðlegan fróðleik og þjóðfélagsleg málefni , eru helstu áhugamál.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Ég brenn fyrir því að við leitum þess sem sannara reynist.  Jöfnuður er fræðilega skynsamur fyrir samfélagið. Skortur á sjálbærni, auðlindasóun og léleg umgengni um verðmæti í víðum skilningi er mesta ógn sem steðjar að nútímamanninum.  Skammtímahugsun, klíkuskapur og sérhagsmunahyggja er alltof ríkjandi í íslensku samfélagi og mál að linni.

Leyndur hæfileiki: Ég hef mjög víðtæka reynslu og get sett mig inn í ólík mál.

Í hverju felst hamingjan? Að elska og vera elskaður.

Uppskrift af einhverju góðu: Viðeigandi fatnaður + gönguskór og stafir + góður félagi = gönguferð um eyðidal, fjall eða heiði.

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig: Arsenal leiki.  Þoli að missa af flestu öðru.

Fyrirmynd í stjórnmálum: Erfitt að draga fram einhverja fáa en kýs að nefna tvö nálægt okkur í tíma en með ólíkan stíl og áherslur: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðbjartur Hannesson.