Um Ingu Björk

Um Ingu Björk 2017-09-26T12:19:46+00:00
Mynd af Ingu Björk

Sæti og kjördæmi: 2. sæti í Norðvestur

Starfsheiti: verðandi listfræðingur og fötlunaraktívisti

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég er með háleit markmið — að útrýma óréttlæti í heiminum. Það á enginn að þurfa að búa á götunni, börn eiga ekki að fara svöng í rúmið, koma á fram við fíkla eins og fólk, enginn á að þurfa að neita sér um lyf og mér finnst að allir eigi að hafa rétt á þeirri þjónustu sem þeir þurfa til að blómstra.

Leyndur hæfileiki:

Ég get blístrað mjög hátt og svo spila ég illa á nokkur hljóðfæri.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að vera sífellt að ögra sér, breyta til, þyrsta í að læra og upplifa.

Uppskrift af einhverju góðu:

Vegan “túnfisksalat” þar sem aðalinnihaldið eru kjúklingabaunir, vegan majónes og jalapeño.

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig?

Ég var mikill Breaking Bad aðdáandi á sínum tíma og svaf hvorki né borðaði til þess að hafa meiri tíma til að fylgjast með félögum mínum í metamfetamín bransanum. Annars er uppáhalds þátturinn minn Seinfeld og ég horfi eiginlega ekki á neitt annað, vinum og vandamönnum til mikils ama.

Fyrirmynd í stjórnmálum:

Guðbjartur Hannesson heitinn. Hjartahlýr, vinnusamur, staðfastur en hlustaði líka af alúð.

Inga á Facebook
Twitter: @ingabbjarna