Um Loga

Um Loga 2017-09-26T12:19:46+00:00
Logi Einarsson

Nafn:
Logi Einarsson

Starfsheiti:
Arkitekt.

Í hnotskurn:
Ég er Akureyringur og menntaður arkitekt frá Osló. Ég hef fengist við hönnun í 24 ár og rekið arkitektastofuna Kollgátu, síðustu 12 ár. Þá hef ég verið bæjarfulltrúi á Akureyri í 4 ár. Þar áður starfaði ég m.a. sem verkamaður, sjómaður og dansari í hljómsveitinni Skriðjöklum. Mín helstu áhugamál eru ferðalög og myndlist.

Ég er giftur Arnbjörgu Sigurðardóttir lögmanni og á með henni Úlf, 18 ára og Hrefnu 11 ára.

Fyrir hverju brennurðu helst í stjórnmálum:
Jöfnuði og réttlæti.

Leyndur hæfileiki:
Ég er ágætur karikatúr teiknari.

Í hverju felst hamingjan:
Ástvinum

Uppskrift af einhverju:
Saltfisksalat
400 g soðnar kartöflur, sneiddar
200 g soðinn saltfiskur, í bitum
1 rauð og 1 gul paprika, í strimlum
4 stórir tómatar, skornir í þunna báta
1 stór rauðlaukur, hálfir hringir
1 bolli grænar ólífur
½ steinseljubúnt, klippt aðeins niður en ekki mjög smátt
Sósa (allt hrært vel saman):
½ dl. extra virgin ólífuolía
1 msk. vatn
1 msk. hvítvínsedik
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
Raðið kartöflusneiðunum í víða skál og dreypið smá sósu yfir. Setjið saltfiskinn yfir og leggið svo tómata, papriku og rauðlauk í lögum þar ofan á. Hellið sósunni yfir allt saman, dreifið svo ólífum yfir og loks steinselju. Gott að hafa snittu- eða hvítlauksbrauð með og hvítvínstár spillir ekki.
Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig:
Steinsteypuöldina.

Fyrirmynd í stjórnmálum: Ástríðufullir stjórnmálamenn sem berjast fyrir betri heimi

Facebook: https://www.facebook.com/logi.einarsson
Instagram: @logieinarsson