Um Örnu Ír

Um Örnu Ír 2017-09-26T12:19:47+00:00

Nafn: Arna Ír Gunnarsdóttir

Starfsheiti: Félagsráðgjafi/verkefnisstjóri

Í hnotskurn: Ég er fædd á Selfossi 27.ágúst 1970 og er vel gift Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt. Við eigum saman 3 dásemdardrengi, 8, 16 og 18 ára, grunn- og framhaldsskólanema. Ég hef starfað sem félagsráðgjafi í 20 ár og vinn nú sem verkefnisstjóri í málefnum fatlaðs fólks í Velferðarþjónustu Árnesþings. Ég hef verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Svf. Árborg sl. 6 ár. Ég er hlaupari, skíðakona og fagurkeri sem þolir ekki óréttlæti!

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Ég brenn fyrir allt of mörgu en fyrst og fremst öllu sem viðkemur lífskjörum barna, að stytta biðina eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu, að bæta hag þeirra sem hafa lægstu launin á Íslandi, að minnka hvers kyns sóun og að vinna ávallt að almannahagsmunum gegn sérhagsmunum og spillingu í íslenskri pólitík.

Leyndur hæfileiki: Að gera allt of marga hluti samtímis!

Í hverju felst hamingjan? Hamingjan felst í þvi að hlúa að sínum nánustu, hún felst í þakklæti fyrir allt sem gott er, hún felst í því að sjá tilgang og fegurð í hversdagslegum hlutum og fá útrás með því að hreyfa sig hratt og mikið!

Bláber falin í grískri jógúrt (Hrikalega fljótlegt fyrir snarupptekið fólk):

Hráefni
Kanill af hnífsoddi
Súkkulaðispænir eða brætt súkkulaði til skrauts eða súkkulaðiísingu (íssósa sem harðnar)
200 g hafrakex
80 g smjör,brætt
2 msk. sykur (um 26 g)
200 g fersk bláber (eða jarðarber í bitum, helst íslensk)
300 g Gott í matinn grísk Jógúrt
300 g rjómi 36%
60 g flórsykur
Aðferð:

Botn: Hafrakexið mulið, gott er að setja kexið í matvinnsluvél en þá þarf að gæta þess að kexið verði ekki of fínt mulið. Smjörið er brætt, sykrinum og smjörinu blandað saman við kexið, blandað vel saman og þrýst í botninn á litlu eldföstu móti og að lokum sett í kæli.

Ber og jógúrt efralag: Byrjið á að þeyta jógúrtina í hrærivél og hellið rjómanum rólega út í. Við þeytinguna eykur blandan rúmmál sitt um u.þ.b. 50% og er fullþeytt þegar mjúkir toppar myndast og blandan heldur formi. Hraðinn minnkaður og flórsykri og kanill bætt út í í lokin. Þegar jógúrtblandan er klár er berjunum dreift yfir kexbotninn, jógúrtblöndunni hellt yfir og hún jöfnuð í formið með skeið og skreytt með súkkulaði. Gott að setja í kæli í a.m.k. 30 mínútur áður en rétturinn er borinn fram. Ekkert síðra daginn eftir.

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig? Danska framhaldsþætti á sunnudagskvöldum

Fyrirmynd í stjórnmálum: Gro Harlem Brundtland

Arna á Facebook
Twitter:@arnairgunn
Instagram: arnairgunn
Snapchat: arnair