Rakel Pálsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Rakel hefur undanfarin tvö ár starfað sem rekstrarstjóri Samfylkingarinnar og hefur nú tekið við stöðu framkvæmdastjóra.

Rakel hefur víðtæka reynslu á sviði almannatengsla og kynningarmála auk verkefna- og viðburðastjórnunar. Hún hefur m.a. starfað hjá Eflingu sem kynningarstjóri og samskiptastjóri hjá BSRB. Áður var hún forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og kynningarstjóri hjá Eddu útgáfu.

Rakel er með BA gráðu í þjóðfræði og mannfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.