Sjáðu frambjóðendur á landsfundi 2025

Eins og flestum ætti að vera kunnugt fer landsfundur Samfylkingarinnar fram um næstu helgi, dagana 11. og 12 apríl í Fossa Studio í Grafarvogi, Fossaleyni 21.

Fjöldi framboða hafa borist í embætti innan flokksins en kosið verður á landsfundinum um helgina. Enn er hægt að bjóða sig fram í öll embætti, að formanni flokksins undanskildum. Framboðsfrestur rennur út kl. 15:30 föstudaginn 11. apríl.

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, verður ein í fram­boði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en frest­ur til að skila inn formannsfram­boði rann út á miðnætti 4. apríl síðastliðinn.

Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar og Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækjast eftir endurkjöri.

Til ritara hafa tvö boðið sig fram, Guðný Birna Guðmundsdóttir, oddviti í Reykjanesbæ, og  Gylfi Þór Gíslason, formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, hefur ein gefið kost á sér sem formaður framkvæmdastjórnar.

Mörg framboð hafa einnig borist í framkvæmdastjórn flokksins og til annarra embætta.

Hér er hægt að kynna sér öll framboðin sem borist hafa, en listinn uppfærist þegar fleiri framboð berast. https://xs.is/frambjodendur-a-landsfundi-2025

Framboðsfrestur er til kl. 15:30 föstudaginn 11. apríl. Við hvetjum öll til að bjóða sig fram. Hægt er að senda mynd og upplýsingar á [email protected]. Skráning fer fram hér: https://forms.gle/AWuz58RPES7M2AbKA