Viltu gefa kost á þér í embætti?

Það stefnir í öflugan og fjölmennan landsfund Samfylkingarinnar í Grafavogir 11. og 12. apríl.

Á landsfundi er kosið í hin ýmsu embætti og eru áhugasöm hvött til að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn.

Framboð sem berast verða kynnt á heimasíðu Samfylkingarinnar frá og með miðvikudeginum 9. apríl. Framboðsfrestur rennur út kl. 15:30 föstudaginn 11. apríl og kjörskrá lokar kl. 16:00 sama dag.

Hægt er að gefa kost á sér í embætti með því að fylla út eyðublað sem opnast þegar þú smellir hér.

Á reglulegum landsfundi er kosið í eftirfarnandi embætti til tveggja ára:

1. Stjórn flokksins (aðra en formann þingflokks og formann sveitarstjórnarráðs)

  • Formann flokksins (framboð þurfa að berast skrifstofu fyrir kl. 23:59 þann 4. apríl)
  • Varaformann
  • Ritara
  • Gjaldkera
  • Formann framkvæmdastjórnar

2. Framkvæmdastjórn: Sex fulltrúa og sex til vara.

3. Þrjátíu fulltrúa í flokksstjórn.

4. Formann laganefndar

5. Stjórn Verkalýðsmálaráðs: Fimm fulltrúa og tvo til vara.

Í kjörstjórn eru:

Katrín Júlíusdóttir

Björn Þór Rögnvaldsson

Orri Kristjánsson