Jafnaðarmaður vikunnar - Jónas Már Torfason

Nafn: Jónas Már Torfason

Starf: Laganemi. Sit í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna.

Fjölskylduhagir: Ég bý hjá foreldrum mínum, Ölmu Möller og Torfa Jónassyni, bæði læknar og á eldri systur, Helga Kristín.

12654294_10201497859166487_4370403490566279907_n

Lýstu þér í sex orðum:

Orkumikill, annarshugar, hress, ástríðufullur, skapstór og glaður.

Hvað gerir þú í frítímanum?

Ég les talsvert mikið, undanfarið mikið af ævisögum og sögulegum umfjöllunum. Annars leiðist mér ekki að kíkja í bíó eða heimsækja góðan vin í kaffibolla. Best finnst mér samt að hafa sem minnstan frítíma, ég lifi á því að hafa eitthvað að gera.

Af hverju ert þú jafnaðarmaður?

Ég trúi því staðfastlega að hlutverk stjórnmálamanns er ekki að halda upp einhverjum kreddufullum prinsippum (t.d. að kapítalismi sé arðrán eða skattar þjófnaður) heldur að gera allt sem hann getur til þess að bæta líf venjulegs fólks sem vill bara vinna, sjá fyrir fjölskyldunni sinni og lifa sínu lífi. Ég tel að jafnaðarmannahugsjónin geri þetta, með því að virkja sköpunarkraft markaðshyggjunar og nota auðinn sem skapast til að tryggja öllum viðunandi lífskjör og innihaldsríkara líf.

Jónas fór í framhaldsskólana og kynnti Samfylkinguna fyrir framhaldsskólanemum

Jónas fór í framhaldsskólana og kynnti Samfylkinguna fyrir framhaldsskólanemum fyrir kosningar

Hvað er brýnasta málið í íslenskum stjórnmálum í dag?

Eftir þessa ríkisstjórn og síðustu er svo mikið af útistandandi málum sem þarf nauðsynlega að sinna. Húsnæðismarkaðurinn er gapandi sár, fyrirsjáanlegur kennaraskortur er mikið áhyggjuefni, hefja þarf aftur viðræður við Evrópusambandið svo það sé hægt að fá gjaldmiðil hingað til lands sem virkar. Brýnast af öllu er væntanlega að auka fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, ég ætla ekki að velja á milli þeirra!

Jónas í pallborðsumræðum fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna

Jónas í pallborðsumræðum fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna

Hvað er efst á bucket listanum þínum?

Mig langar alveg rosalega mikið að koma til Norður Kóreu.

Hver er uppáhalds íslenski stjórnmálamaðurinn þinn og af hverju?

Ætti ég verði ekki að segja Gylfi Þ sé uppáhalds, bæði litríkur og skemmtilegur karakter en líka allt sem hann gerði fyrir menntun og menningu á Íslandi. Mér líkar líka mjög vel við nafna minn Jónas frá Hriflu þrátt fyrir alla hans galla, þá var hann mjög litríkur maður og gerði eins og Gylfi meira en flestir aðrir til að byggja upp menntakerfi á Íslandi, auk þess sem hann var einn að stofnendum Alþýðusambandsins og flokksins og einn helsti hvatamaður æskulýðshreyfingarinnar.

En erlendi?

Olof Palme skipar sérstakan sess, en hann var frábær talsmaður jafnaðarstefnunnar og stóð alltaf fast fyrir hugsjónum sínum. Lærifaður hans, Tage Erlander, er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann var mikill leiðtogi og sóttist alltaf eftir því að gera málamiðlanir, en hann stýrði Svíþjóð inn í eitt mesta hagsældartímabil sem þjóðin hefur séð.

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita:

Ég var á tímabili í lokaæfingarhóp fyrir U16 landsliðið í körfubolta, þó ég hafi reyndar aldrei komist í liðið sjálft.

Áttu þér eitthvað guilty pleasure?

Nei ekki sem mér dettur í hug, ég er frekar skammarlaus í öllum mínum „pleasures“.

Hvernig tónlist hlustarðu á?

Allt milli himins og jarðar. Ég hlusta aðallega á tónlist þegar ég er að lesa, en þá hlusta ég að jafnaði á klassíska tónlist eða jazz. Ég hef verið að hlusta meira og meira á nútímaklassíska tónlist, mikið af því eftir íslensk tónskáld. Einmitt um þessar mundir er ég líka mikið að hlusta á Fleetwood Mac og aðrar sambærilegar hljómsveitir. Það sem ég hlusta á ræðst aðallega eftir skapi og stund.

Síðustu samtölin í úthringiverinu fyrir kosningar

Jónas Már og Guðmundur Ari í úthringiham fyrir kosningar að bera fagnaðarerindið út

Hverju ert þú stoltastur af?

Ég fékk að taka þátt í stórsigri vinstrimanna í háskólanum núna í vetur og er mjög hreykinn af þeim árangri sem við náðum þar.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er á twitter, instagram og snapchat undir nafninu JTorfason, en ég er ekkert sérlega duglegur að nota þessa miðla. Mest er ég á facebook.