Logi: Ómannúðlegt að senda flóttastúlkur úr landi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir yfirvofandi brottvísun tveggja flóttastúlkna og segir ómannúðlegt taka þeim ekki opnum örmum.

Til stendur að vísa tveim ungum stúlkum úr landi ásamt fjölskyldum sínum. Haniye er 12 ára og hefur verið á flótta ásamt föður sínum allt sitt líf. Mary er 8 ára og hefur verið búsett á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í tvö ár.

„Það verður að gera kröfu um það í siðmenntuðu landi að sérstaklega skuli horft til barna sem hingað komi á flótta,“ segir Logi.