Endurreisum heilbrigðiskerfið. Það þolir enga bið. 2017-09-26T12:19:36+00:00

Veikir Íslendingar og fjölskyldur þeirra eiga að hafa forgang. Við eigum öll að geta gengið að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu um allt land. Ókeypis. Alltaf.

Við höfum efni á þessu, við bjóðum einfaldlega út kvótann því króna í vasa sjúklings veldur ekki meiri óstöðugleika en króna í vasa útgerðarmanns.

 • Stórauknir fjármunir í heilbrigðisþjónustu og hún gerð gjaldfrjáls
 • Betra aðgengi og minni greiðsluþáttaka einstaklinga í geðheilbrigðisþjónustu
 • Ókeypis sálfræðiþjónusta fyrir ungt fólk
 • Aukin niðurgreiðsla tannlækninga fyrir eldri borgara og öryrkja
 • Heilsugæslur efldar um land allt
 • Hafist handa við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut strax

Svona forgangsröðum við

Við tökum undir ákall 87.000 Íslendinga um að veita meira fé til heilbrigðismála. Það gengur ekki að sjúkrahús séu fjársvelt á sama tíma og efnahagurinn er á stöðugri uppleið, og útgerðin græðir á tá og fingri. Veikir Íslendingar og fjölskyldur þeirra eiga að hafa forgang. Við eigum öll að geta gengið að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu um allt land. Ókeypis. Alltaf.

Við höfum efni á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Við bjóðum einfaldlega út kvótann til að ná því sem upp á vantar. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Ókeypis heilbrigðisþjónusta

 • Gjaldtaka af sjúklingum lækkuð í nokkrum öruggum skrefum þar til sjúklingar þurfa ekki að greiða krónu fyrir læknisþjónustu úr eigin vasa.
 • Í fyrsta áfanga strax á næsta ári greiða sjúklingar aldrei meira en 35.000 krónur fyrir læknisþjónustu.

 • Niðurgreiðsla tannlækninga fyrir lífeyrisþega aukin verulega.

Stórbætum geðheilbrigðisþjónustu

 • Sálfræðiþjónusta verði aukin til muna á heilsugæslum og framhaldsskólum  út um allt land og sálfræðiþjónusta gerð ókeypis fyrir ungt fólk.
 • Aðgengi allra að geðheilbrigðisþjónustu verði stórbætt.

 • Þolendur kynferðisofbeldis geti sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu óháð því hvenær eða hvar brotið er á þeim.

Fyrsta flokks þjónusta um allt land

 • Öflugar heilbrigðisstofnanir í hverjum fjórðungi.
 • Aukin áhersla á fjarlækningar.

 • Öflugir sjúkraflutningum á landi og í lofti eru öryggis- og réttlætismál fyrir alla landsmenn.
 • Hærri ferðastyrkir og fleiri fá aðgang að sjúkrahóteli svo allir njóti bestu heilbrigðisþjónustu sem í boði er.

Eyðum biðlistum

 • Styttum biðina eftir nauðsynlegum aðgerðum, tímum hjá sérfræðingum og geðhjálp.

Uppbygging heilsugæslunnar

 • Allir hafi greiðan aðgang að heilsugæslu.
 • Aukin þjónusta við sjúklinga með langvinna sjúkdóma.

 • Hlutverk heilsugæslunnar styrkt í forvörnum í skólum og með aukinni áherslu á lýðheilsu.

Nýr Landspítali við Hringbraut strax

 • Ný bygging bætir öryggi og aðbúnað sjúklinga.
 • Við viljum bæta vinnuumhverfi starfsmanna.

 • Nauðsynlegt er að fá byggingar sem bera nútímatækjabúnað í heilbrigðisþjónustu.

Fjölga hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og langveika

 • 500 ný hjúkrunarrými byggð til að anna eftirspurn og eyða biðlistum.
 • Hjúkrunarheimilum verði tryggt nægilegt rekstrarfé.

Við höfum efni á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Við bjóðum einfaldlega út kvótann til að ná því sem upp á vantar. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Bjóðum út kvótann