Sættir sig ekki við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu - „Takk Óttarr Proppé“

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ekki sátt við Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, í færslu á Facebook í dag. Þar gagnrýnir hún opnun einkasjúkrahúss á sama tíma og „hægribandalagið“ sker niður framlög til opinbera heilbrigðiskerfisins þvert á innan við árs gömul kosningaloforð.

Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að heilbrigðisráðherra verði óheimilt að semja við einkaaðila um rekstur heilbrigðisþjónustu án ályktunar frá Alþingi. Þá felur frumvarpið í sér bann við arðgreiðslum úr rekstri heilbrigðisþjónustu, en arðgreiðslur úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu nema hundruðum milljóna. Oddný er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Facebook-færsla Oddnýjar: