Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi á síðustu misserum með hinni svokölluðu Beauty tips byltingu, frelsun geirvörtunnar og druslugöngunni en slíkt ofbeldi er þó ennþá alltof algengt í okkar samfélagi. CEDAW, nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám misréttis gegn konum, benti árið 2016 á að taka þurfi á ofbeldi gegn konum á Íslandi, og nefndi sérstaklega ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og konum með fötlun.

Samfylkingin setur í forgang nýrrar ríkistjórnar að samþykkja ítarlega aðgerðaráætlun um það hvernig koma eigi í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum, í samstarfi við skóla, heilbrigðisþjónustuna, lögreglu, dómstóla og félagasamtök.

Samfylkingin leggur til að aðgerðaráætlun gegn kynferðislegu ofbeldi leggi áherslu á:

Fækkum gerendum til þess að fækka þolendum

 • Forvarnir og fræðsla gegn kynferðisofbeldi
 • Vitundavakning um afleiðingar kynferðisofbeldis
 • Samræmd viðbragðsáætlun í skólum og stofnunum

Bætum þjónustu fyrir brotaþola um allt land

 • Enn frekari efling neyðarmóttöku á Landspítalanum
 • Betri móttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis óháð aðstæðum: búsetu, kynhneigð, fötlun, kynþætti og efnahag
 • Fagaðilar sem sinna kynferðisofbeldi og sálfræðiþjónusta
 • Tryggja niðurgreidda þjónustu fyrir brotaþola

Kerfisbreytingar fyrir þolendur

 • Skýr löggjöf um stafrænt kynferðisofbeldi
 • Sértækar aðgerðir til að fjölga konum í lögreglunni um allt land
 • Efling kynferðisbrotadeild lögreglunnar um allt land
 • Samræmd meðferð mála í réttarvörslukerfinu
 • Sérmenntun lögreglumanna/kvenna í meðferð kynferðisbrota
 • Aðgerðir til að fjölga konum í dómstólum

Betri greining á vandanum

 • Ítarleg greining á umfangi kynferðisbrota
 • Greining stöðu kvenna af erlendum uppruna og fatlaðra sérstaklega, og á aðgengi þeirra að aðstoð