Aðgerðir gegn loftslagsvá og súrnun sjávar

Samfylkingin telur mikilvægt að breytt sé í þágu umhverfisvænna sjálfbærra lausna í hagkerfinu, umhverfisvænar opinberar fjárfestingar fái algjöran forgang og grænt hagkerfi verði einn af grunntónum í kynningu Íslands út á við.

Hættulegar breytingar á loftslaginu eru áhyggjuefni um allan heim, líka á Íslandi. Hröð súrnun sjávar á norðurslóðum verður að öllum líkindum alvarlegasti þáttur breytinganna á næstu áratugum. Aukin súrnun sjávar getur haft ógnvænleg áhrif á lífríki hafsins á norðurslóðum jafnvel strax á næstu árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf og lífsskilyrði. Líkja má súrnun sjávar við þá ógn sem láglendum eyríkjum stafar af hækkun yfirborðs sjávar. Það eru ríkir þjóðarhagsmunir að íslensk stjórnvöld verði í hópi forysturíkja í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Íslendingum ber einnig að vera í fararbroddi í aðgerðum innanlands gegn þessari vá.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

  • aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði fylgt eftir til fulls og tímasettum markmiðum náð.
  • endurskoða áætlunina með hliðsjón af nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsríkjanna miða þarf aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar minnka notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum.
  • binda gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.
  • vöktun og rannsóknir á súrnun verði forgangsverkefni sem stjórnvöld eigi að beita sér fyrir á alþjóðavettvangi.