Áherslur okkar í geðheilbrigðismálum

Áherslur okkar í geðheilbrigðismálum

Áherslur okkar í geðheilbrigðismálum

Í samræmi við geðheilbrigðisáætlun hefur sálfræðingum í heilsugæslunni verið fjölgað en það þarf að gera miklu betur í að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Samfylkingin vill bæta við 100 sálfræðingum  í skólum og heilsugæslu um allt land.  Við leggjum áherslu á að Ísland verði heilsueflandi samfélag sem stuðlar að góðri geðheilsu fólks.

Þau atriði sem við teljum brýnust á næstu árum eru:

  • aðgengileg geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga
  • aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og á heilsugæslustöðvum landsins – 100 nýir sálfræðingar um allt land
  • stuðningur við börn fólks með geðrænan vanda
  • stórefling bráðamóttöku geðdeildar Landspítala

Allt fólk á rétt á geðheilbrigðisþjónustu, ekki bara hátekjufólk.