Endurheimt votlendis

Endurheimt votlendis

Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi á Íslandi er 226% meiri en frá öllum iðnaði og samgöngum. Þurrkun votlendis veldur bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Votlendi miðlar næringu í ár og vötn sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og strandsvæða sem eru uppvaxtarsvæði fiska og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ísland fékk endurheimt votlendis samþykkta sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsalofttegunda innan Kyoto-bókunar loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna árið 2011 og á því möguleika á að endurheimta um 1000 ferkílómetra votlendis án þess að hagsmunir landbúnaðarins skerðist.