Evrópusambandið

Við viljum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðan við ESB. Þjóðin á að ráða för í þessu risastóra hagsmunamáli með það fyrir augum að hér verði hægt að njóta annarra valkosta í gjaldeyrismálum.

Samfylkingin hefur til margra ára talað fyrir því að hagsmunum Ísland sé best borgið innan Evrópusambandsins. Margfalt hærri vextir hér á landi rýra lífskjör fólks hér og hækka húsnæðiskostnað fram úr hófi.

Besta leiðin til að lækka vexti og tryggja stöðugleika er að taka upp evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið. Upptaka evru er líka nauðsynleg til að skapa betri starfsskilyrði hér á landi fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum markaði og í nýsköpun.