Ferðaþjónusta verði sjálfbær atvinnugrein

Aukin gjaldtaka

Samfylkingin vill að gjaldtaka af ferðamönnum verði aukin og fjármagnið nýtt til innviðauppbyggingar. 

Fjárfesting

Fyrir það verður að fjárfesta í vegum, heilbrigðisþjónustu, löggæslu og betra aðgengi að ferðamannastöðum. Sveitarfélögin verða að fá hluta af auknum tekjum til að mæta þjónustu við ferðamenn og við viljum að gistináttagjald fari til þeirra.

Uppbygging

Stýra þarf uppbyggingu ferðaþjónustunnar betur. Með virkari gjaldtöku og flokkun á neti áfangastaða um allt land er hægt að draga fram gæði og minnka áherslu á magn. Um leið og uppbygging flugsamgangna á Keflavíkurflugvelli þarf að mæta fjölgun ferðamanna, viljum við millilandaflug á Akureyri og Egilsstöðum sem raunverulegan valkost.

Framtíðarsýn

Í grunninn þarf að setja fram raunverulega stefnu um hvernig sé hagkvæmast og best að ferðaþjónustan þróist til framtíðar, meta kostnað við fjölgun ferðamanna og hvað teljast megi æskilegt umhverfi atvinnugreinar í miklum vexti. Ef við tökum strax um taumana verður orðspor Íslands sem ferðamannastaðar áfram gott og fjárfestingar sem ráðist hefur verið í, munu bera ríka ávöxtun.