Fjölbreyttara nám og störf

Skapandi ungt fólk

Skapandi greinar í námi barna og ungmenna virkja sköpunarkraft þeirra, víðsýni og hæfileika til að fara fjölbreyttar leiðir við lausn viðfangsefna. Samfylkingin vill fara í samstarf við skóla um að efla framboð á verknámi, tækninámi og listnámi á öllum skólastigum. Til þess þarf að gera skólum kleift að fjárfesta í búnaði til verk-, list- og tæknikennslu.

Mikið úrval er á námi á Íslandi og yfir 100 námsbrautir eru í boði verknámi, listnámi og tækninámi. En það þarf að kynna nemendum möguleikana með auknu samstarfi skóla, atvinnulífs og samtaka foreldra um kynningu á fjölbreyttum verklegum störfum á vinnumarkaði, innan skóla og á vinnustöðum.