Förum varlega í virkjanir

Nauðsynlegt er að spyrja sig áður en hugað er að frekari virkjunum til hvers er virkjað, hverju ætlunin er að ná fram og hvort nauðsynlegt sé að taka fleiri náttúrusvæði til óafturkræfrar orkunýtingar til að ná settu marki.

Samfylkingin ætlar að fara varlega í að virkja og bíða með frekari ákvarðanir um virkjanaframkvæmdir í vatnsorku og jarðhita þar til friðlýsing verndarkosta úr síðasta áfanga rammaáætlunar er orðin að veruleika.