Frjáls og óháð rannsóknarblaðamennska

Frjáls og óháð rannsóknablaðamennsku er einn af hornsteinum lýðræðislegrar umræðu og aðhalds gagnvart stjórnvöldum á hverjum tíma. Samfylkingin ætlar að stofna Fjölmiðlasjóð sem veitir styrki á samkeppnisforsendum til verkefna á sviði rannsóknarblaðamennsku.

Þar að auki er mikilvægt að bæta réttarstöðu þeirra sem starfa við fjölmiðla sem fjalla um samfélagsmál, m.a. með úrbótum á meiðyrðalöggjöf. Sérstaklega þarf að huga að stuðningi við starfrækslu staðbundinna fjölmiðla í öllum landshlutum.