Frjáls Palestína

Samfylkingin fagnar því að sífellt fleiri ríki viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu og áheyrnaraðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum og fylgi þar með fordæmi Íslendinga. Mikilvægt er að fylgja eftir frumkvæði Samfylkingarinnar gagnvart Palestínu.

Næsta skref er að styðja við inngöngu Palestínu í fjölþjóðlegar stofnanir, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar og að palestínskum yfirvöldum verði boðið að opna sendiráð á Íslandi.