Fullorðins- og framhaldsfræðsla

Samfylkingin vill tryggja rétt almennings til framhaldsfræðslu og starfsþróunar, m.a. með eflingu raunfærnimats og stuðnings við net símenntunarmiðstöðva. Leita þarf víðtæks samstarfs við skóla og aðila vinnumarkaðarins um fjölgun möguleika fyrir einstaklinga á vinnumarkaði sem vilja snúa aftur í nám. Auka þarf fjölbreytni valkosta í framhaldsnámi með þróun nýrra námsbrauta og skoða þarf leiðir sem gefist hafa vel í öðrum löndum, t.a.m. starfræksla fagskóla og lýðskóla. Samfylkingin vill:

  • aukið samstarf og samfellu í starfi símenntunarmiðstöðva, framhaldsskóla og háskóla.
  • að þau sjálfsögðu réttindi að fara í nám á fullorðinsaldri án óyfirstíganlegs kostnaðar séu varin og að aldurstakmarkanir setji ekki skorður á starfsþróun fólks. Öflugir háskólar, vísindi og nýsköpun