Sýnum eldra fólki sóma

Sýnum eldra fólki sóma

Sýnum eldra fólki sóma

Mannsæmandi eftirlaun og afturvirkar hækkanir

Fólk á ekki að þurfa að kvíða ellinni. Við viljum að eldra fólki verði sýndur meiri sómi – þeim verði gert fært að vinna lengur ef þeir vilja og geta og að þeim verði tryggð mannsæmandi eftirlaun.

Við ætlum að láta greiðslur til aldraðra fylgja þróun lægstu launa þannig að þær verði 300.000 kr. á mánuði.  Við höfum lagt fram tillögur þess efnis við gerð síðustu fjárlaga en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar felldi þær. Einnig viljum við afturvirkar hækkanir frá 1. maí 2016 en þá hækka lægstu laun á vinnumarkaði. Við ætlum ekki að skilja aldraða og öryrkja eina eftir.

Nýlegar tillögur hægri stjórnarinnar auka skerðingar og auka mun eftir sambúðarformi. Ríkisstjórnin hafnar réttlátum tillögum okkar um að kjör aldraðra sem eru í sambúð nái 300 þúsund krónum. Eldri borgarar og öryrkjar í sambúð eru skildir eftir og tekjuskerðingar aukast hjá ákveðnum hópum. Þessu munum við breyta á næsta kjörímabili

Sýnum eldra fólki sóma

  • Hækkum eftirlaun svo að aldraðir fái að minnsta kosti 300 þúsund krónur á mánuði.
  • Hækkunin verði afturvirk frá 1. maí 2016.
  • Afnemum krónu-á-móti-krónu skerðingar: Refsum ekki þeim sem geta og vilja vinna. 
  • Búum til einfaldara og skilvirkara lífeyriskerfi.
  • Sveigjanleg starfslok.
  • Ráðgjafa- og greiðslumiðstöð þar sem fólk fær glöggar upplýsingar um réttindi sín, valmöguleika, þjónustu og kostnað komið á fót.