Hælisleitendur og flóttafólk

Íslensk stjórnvöld þurfa að taka á móti fleira flóttafólki en nú er gert. Opnum faðminn, tökum á móti fleira fólki á flótta og verum almennilegt samfélag.

Samfylkingin hefur alltaf lagt áherslu á að Ísland taki á móti fleira flóttafólki. Innflytjendur og flóttafólk auðga íslenskt samfélag og menningu.

Á síðasti ári lögðum við fram tillögu að þingsályktun á Alþingi um að taka eigi á móti 500 flóttamönnum á næstu þremur árum.

Við leggjum áherslu á að:

  • Bjóða fleiri fjölskyldur frá stríðshrjáðum ríkjum velkomnar til Íslands.
  • Sameina fjölskyldur á flótta.
  • Hælisleitendum sem koma til Íslands á eigin vegum sé mætt af mannúð, tekið sé hratt á þeirra málum og börnum sé veitt sérstök þjónusta.
  • Hælisleitendur fái fljótt skorið úr sínum málum og að þeir komist fljótt á vinnumarkaðinn eða í starfstengt nám.
  • Foreldrar verði virkir þátttakendur í samfélaginu og myndi tengsl við Íslendinga.
  • Flóttafjölskyldur geti átt gott líf hér á landi.
  • Vinna gegn útbreiðslu andúðar í garð fjölmenningar.
  • Íslenskt samfélag sé alþjóðlegt og byggi á fjölbreytni og frjálsu flæði einstaklinga og fjölskyldna milli landa.

Samfylkingin leggur höfuðáherslu á uppbyggilega samræðu og fræðslu um fjölmenningarsamfélagið og gagnkvæma aðlögun, hvort sem er í skólastarfi, á vettvangi þings og sveitarstjórna eða í samfélaginu almennt. Þannig mótum við samfélag þar sem borgarar bera virðingu hver fyrir öðrum og njóta jafnréttis.

Ísland er heimili okkar allra.