Hinsegin fólk

Samfylkingin leggur áherslu á að Ísland verði áfram í fararbroddi í réttindabaráttu hinsegin fólks og að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir réttindum hinsegin fólks á heimsvísu og gegn hatursorðræðu og ofbeldi. Samfylkingin vill að stjórnvöld noti öll tækifæri sem þeim gefst til að gagnrýna mannréttindabrot gegn hinsegin fólki um allan heim.

Mikilvægt er að gerðir verði samningar við ríki sem leyfa ættleiðingar til samkynja para.