Innihaldsríkur skóladagur yngstu barna

Jöfnuður og félagslegt réttlæti í menntamálum birtist í þeirri framtíðarsýn Samfylkingarinnar að öll börn eigi þess kost að sækja leikskóla þar sem mikilvægi hins frjálsa leiks er nýtt í öllu starfi. Sterkar grunnstoðir lesturs og lesskilnings eru lykillinn að sjálfstrausti og farsæld barna á menntabrautinni.

Upphaf leikskólagöngu þarf að þróast í takt við þarfir fjölskyldna en lykilatriði er lenging fæðingarorlofs til að eyða óvissu og óöryggi þegar foreldra snúa aftur til vinnu að loknu orlofi. Fæðingarorlof þarf að lengja í 12 mánuði og til framtíðar litið enn lengra í samræmi við aðrar Norðurlandaþjóðir.