Jafnrétti og stjórnsýsla

Við alla opinbera ákvarðanatöku þarf að passa upp á það að ólík staða kynjanna sé höfð í huga svo að ríkið þjónu körlum og konum jafn vel.

Samþætting kynjasjónarmiða felst einmitt í því að ólík staða kynjanna sé höfð í huga við stefnumótun og ákvarðanatöku ríkisins, til dæmis við hagstjórn og fjárlagagerð.

Samfylkingin vill þingmenn, ráðherrar, fulltrúar í sveitarstjórnum og starfsmenn í stjórnsýslu vinni  að samþættingu jafnréttissjónarmiða s.s kynjaða hagstjórn og fái bæði fræðslu og tækifæri til að þróa hugmyndafræðina. Við viljum að í ráðuneytum og stofnunum ríkis og sveitarfélaga starfi jafnréttisfulltrúar sem hafa þekkingu og tíma til að vinna að jafnréttismálum.