Eyðum launamun kynjanna

Samfylkingin hefur um árabil verið leiðandi afl í að útrýma launamun kynjanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur réðst í ýmsar aðgerðir, svo sem að koma á jafnlaunastaðli, setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og jafna hlut kynjanna í ríkisstjórn og æðstu embættum ríkisins.  Farið var í jafnréttisátak á heilbrigðisstofnunum meðal svokallaðra kvennastétta.

Samspil hins opinbera og atvinnulífsins
Launamunur kynjanna er því enn alltof mikill – hann mælist enn upp að 12% eftir að búið að er taka tillit til breyta svo sem vinnustunda og ábyrgðar í starfi. Samfylkingin vill, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, eyða kynbundnum launamun. Í því skyni vill Samfylkingin að forstöðumenn opinberra stofnana verði áminntir ef kynbundinn launamunur viðgengst undir þeirra stjórn. Draga þarf markvisst úr ólaunuðu vinnuframlagi kvenna og álaginu sem því fylgir og meta hefðbundin „kvennastörf” að verðleikum.