Lækkun kosningaaldurs

Lækkum kosningaaldur niður í 16 ára

Hafin verði vinna sem miði að því að lækka kosningaaldur í 16 ár en þó þannig að aldurstakmark kjörgengis (18 ár) haldist óbreytt.

Eflum lýðræðisvitun barna og ungmenna

Sett verði af stað átak innan menntakerfisins um eflingu lýðræðisvitundar barna og ungmenna allt frá leikskólaaldri í víðtækri samvinnu stjórnvalda, menntastofnana og félagasamtaka.  Samfylkingin styður að æskulýðssamtök, skólar og yfirvöld taki höndum saman um að halda skuggakosningar í skólum samhliða kosningum.