Lánasjóður íslenskra námsmanna

Raunverulegt jafnrétti til náms

Allir íslendingar eiga að hafa tækifæri á háskólamenntun, hvort sem þeir búa í borg, bæ eða sveit, eru karlar eða konur (eða intersex), fatlaðir eða ófatlaðir. 

Stór hluti námsmanna reiðir sig á Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem er ein af grunnstoðum menntakerfisins hvað varðar jöfnun tækifæra til náms. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Samfylkingin vill að teknar verði upp að nýju samtímagreiðslur námslána og að framfærslulán LÍN dugi til viðunandi framfærslu enda styður það þá hugsun að 100% nám er 100% vinna.

Betri styrkir og námslán til námsmanna

Samfylkingin leggur áherslu á að hluti námslána breytist í styrk ef lánþegi lýkur námi sínu á tilskildum tíma.

Margir námsmenn stunda vinnu í námsleyfum og það er mikilvægt að hækka frítekjumark námsmanna verði hækkað án þess komi til stórfelldar skerðingum lána. Námslán ættu falla niður við eftirlaunatöku og fella skali niður ábyrgð á öllum námslánum. Til stuðnings námsmanna sem þurfa að sækja nám langt frá heimilum sínum þarf að efla dreifbýlisstyrkjakerfi Lánasjóðsins, rýmka úthlutunarreglur og efla þjónustuhlutverk hans.