Landbúnaður

Mikil sóknarfæri eru í landbúnaði og liggja þau m.a. í þróun matvæla, tengslum við ferðaþjónustu og skógrækt. Endurskoða skal búvörusamninga með það að markmiði að bæta kjör og aðstæður bænda og tryggja neytendum sanngjarnt verð og gæði. Stærri hluti stuðnings við landbúnað þarf að fara til þeirra í gegnum, byggðastyrki, græna styrki og nýsköpunargreiðslur.

Samfylkingin leggur áherslu á að:

  • hagsmunir bænda og neytenda fari saman í áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og framþróun í greininni og  styrkjaumhverfi landbúnaðarins tryggi rekstraröryggi og afkomu bænda.
  • rekstrarumhverfi landbúnaðarins verði með þeim hætti að það styrki byggðir, auki frelsi bænda og leiði af sér hagkvæma og vistvæna gæðaframleiðslu.
  • vöruverð til neytenda lækki og samkeppni verði aukin með lækkun verndartolla í landbúnaði.
  • ríkið setji sér matarstefnu sem taki mið af sjálfbærni í matvælaframleiðslu, loftslagsmálum, næringu, lýðheilsu og  félagslegum þáttum.