Leyfum blóðgjafir samkynhneigðra karla

Samkvæmt núgildandi reglum Blóðbankans er körlum sem átt hafa samfarir við einstakling af sama kyni bannað að gefa blóð. Þessi regla stenst ekki vísindalegar niðurstöður og því þarf að breyta henni.

Samfylkingin vill vinna með Blóðbankanum og heilbrigðisyfirvöldum að því að breyttum reglum sem ala ekki á fordómum og eru í samræmi við nýjustu vísindi.