Listnám

Vönduð listgreinakennsla á öllum skólastigum er mikilvægur þáttur í fjölbreyttu námsframboði, getur stuðlað að minna brotthvarfi úr námi auk þess sem hún er forsenda þróttmikils menningarlífs og framhaldsmenntunar í listgreinum.

Samfylkingin leggur áherslu á að framtíð sérskóla á sviðum lista verði tryggð með varanlegu og endurbættu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga og að opinber stuðningur við ýmsa sérskóla í listum verði samræmdur. Samþætting listnáms listaskóla við skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt og auka ætti framboð á framhaldsmenntun í listum og efla menntun kennara í öllum listgreinum.