Mannréttindi

Samfylkingin leggur áherslu á að Ísland vinni að mannréttindamálum á alþjóðlegum vettvangi sem málsvari mannúðar, jafnréttis og lýðræðis.

Ísland á að beita rödd sinni gegn hvers kyns mannréttindabrotum og til stuðnings réttindabaráttu minnihlutahópa, til dæmis vegna kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, skoðana eða trúar.

Ísland á að vera í forystu í alþjóðlegri baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks.