Mannsæmandi almannatryggingar

Mannsæmandi almannatryggingar

Mannsæmandi almannatryggingar

Í hnotskurn: Það verður að hækka lágmarksgreiðslur í almannatryggingakerfinu í takt við það sem almennt gerist á vinnumarkaði.

Höfuðáherslur:

Lágmarksgreiðslur verði ekki lægri en 300.000kr á mánuði

Afturvirkar hækkanir frá 1. maí 2016

Sveigjanleg starfslok

Skiljanlegra almannatryggingakerfi

Nánari útskýringar:

  • lokið verði við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu
  • almannatryggingakerfið tryggi mannsæmandi lífeyri þeim sem ekki hafa haft möguleika á að ávinna sér lífeyri vegna lágra launa og/eða skertrar atvinnuþátttöku.
  • við örorkumat verði horft til möguleika og getu fólks en ekki eingöngu til sjúkdómsgreiningar og færniskerðingar. Ríka áherslu skal leggja á samkomulag um innleiðingu starfsgetumats og breytingar á kerfi örorkulífeyris í góðri sátt við hagsmunasamtök öryrkja.
  • komið verði á fót ráðgjafa- og greiðslumiðstöð þar sem fók fær glöggar upplýsingar um réttindi sín, valmöguleika, þjónustu og kostnað, hvort heldur er hjá lífeyrissjóðum, sjúkrasjóðum, almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum eða sveitarfélögum.
  • áfram verði unnið að styrkingu íslenska lífeyriskerfisins enda byggi það á sjóðsöfnun og samtryggingu. Mikilvægt er að samræma lífeyrisréttindi á íslenskum vinnumarkaði og að í framtíðinni tryggi lífeyrir frá lífeyrissjóði viðunandi afkomu. Sjóðirnir þurfa að verða þess umkomnir að taka við sem stærstum hluta lífeyrisgreiðslna til ellilífeyrisþega. Uns lífeyriskerfið nær fullum þroska munu almannatryggingar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja ásættanlega afkomu lífeyrisþega.