Ný stjórnarskrá

Ný stjórnarskrá

Samfylkingin vill breyta stjórnarskránni á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem meirihluti studdi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ljúka skal ferlinu þar sem frá var horfið vorið 2013 og nýja stjórnarskráin lögð fyrir Alþingi Íslendinga til samþykktar.

Við höfum lagt á það áherslur að ný stjórnarskrá tryggi eign almennings á auðlindum og sjálfbæra nýtingu þeirra. Þá er aðgreining valdþátta, ekki síst löggjafarvalds og framkvæmdarvalds mikilvæg.

Raunverulegt þingræði og jafnt vægi atkvæða

Við viljum raunverulegt þingræði og jafnt vægi atkvæða allra kjósenda. Stjórnarskrá skal leggja áherslu á kvenfrelsi og fyllstu mannréttindi þar með talin efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Í nýrri stjórnarskrá skulu vera skýr ákvæði um framsal valds vegna alþjóðasamninga auk ákvæða um þjóðaratkvæðagreiðslur.