Öflugt ríkisútvarp

Útvarp í almannaþágu á að einkennast af sjálfstæði, frumkvæði, gæðum, hlutlægni og ábyrgð. Samfylkingin leggur áherslu á að stjórnvöld reki öflugt Ríkisútvarp sem gegnir mikilsverðu menningar- og lýðræðishlutverki.

Samfylkingin leggur áherslu á hlutlæga umfjöllun um fréttir og samfélagsmál, öflugri innlendri dagskrárgerð og aukið samstarfi við sjálfstætt starfandi listamenn, fagfélög og framleiðendur. Að aðgengi almennings að safnaefni Ríkisútvarpsins verði betra, til dæmis með rafrænni yfirfærslu dagskrárefnis til miðlunar á netinu. Að sérstök rækt verði lögð við þátt íslenskar tungu og vandaðs efnis fyrir börn og unglinga. Endurvekja á Menningarsjóður útvarpsstöðva sem veiti styrki með faglegum hætti til menningarverkefna og heimildarþáttagerðar í útvarps- og sjónvarpstöðvum. Styrkir skulu einnig ná til netmiðla.

Til að tryggja sjálfstæði stofnunarinnar þarf að fjármagna hana með föstum tekjustofni, útvarpsgjaldi eða afnotagjaldi sem rennur óskipt til hennar, fylgir verðlagsþróun og er ákveðið til nokkurra ára í senn.